Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Side 40

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Side 40
Linurit 6. A linuriti 6 eru sýndar fæðingar í Reykjavík 1950-1972. Línuritið sýnir hundraðstölu fæðinga á Fæðingadeild Landspítalans, Fæðingaheimili Reykjavíkurborgar og aðrar fæðingar í Reykjavík. A línuritinu kemur vel fram hlutur beggja þessara stærstu fæðinga- stofnana landsins I fæðingum I Reykjavík. Heimafæðingum hefur fækkað áfram eftir að Fæðingaheimilið t<5k til starfa, og má nefna sem dæmi, að á árinu 1972 fæddu aðeins 15 konur I heimahúsum. Fæðingar á öðrum s.júkrahúsum, Stærsta sjúkrahús landsins utan Reykjavíkur, Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri, hefur síðustu áratugi, eins og önnur sjúkrahús, tekið I vaxandi mæli konur til fæðinga. Hefur þar sl. tvo áratugi verið rekin sérstök i'æðingadeild undir stjórn sérfræðings í kven- sjúkdómum. Um þróun fæðinga á Akureyri og I nágrenni Akureyrar er nákvæmlega sömu sögu að segja og um þróun á Reykjavíkursvæðinu. A undanförnum árum hafa fæðingar I vaxandi mæli farið fram á sjúkra- húsum, og heimaíæðingar eru nú hverfandi á öllu svæðinu, sem það sjúkrahús sinnir. Um fæðingar á Akureyrarspítala má lesa í heil- brigðisskýrslum og skýrslum sjúkrahússins, og verður sú þróun ekki nánar rakin hér. Að Sólvangi í Hafnarfirði hefur verið rekin fæðingadeild um tveggja áratuga skeið. Hafa þar einkum fætt konur úr Hafnarfirði og Garðahreppi og nágrenni og oft úr Reykjavik, þegar þrengsli voru á fæðingastofnunum þar. Frá því að Selvangur tók til starfa, hafa fætt þar frá 150-250 konur á ári. Náin samvinna er við Fæðinga- deild Landspítalans um afbrigðilegar fæðingar. A Sjúkrahúsi Akraness hafa einnig farið fram fæðingar I vax- andi mæli og nú sl. 4 ár verið rekin þar sérstök fæðingadeild undir stjórn sérfræðings I kvenlækningum. 38

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.