Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Side 55

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Side 55
III, 2. ALDUR MÆÐRA. Aldri mæðra á Islandi hefur verið lýst I kafla II, 8. I töflu 14 er sýndur fjöldi fæðinga eftir aldri mæðra árið 1972, ásamt hlutdeild hvers aldursflokks í heildarfjölda fæðinga. Einnig er sýndur fjöldi kvenna í landinu í fimm ára aldurshópnum Irá 15 ára til 49 ára og fæðingatíðni hvers aldurshóps. Utan aldurshópsins 15-49 ára var aðeins ein fæðing á árinu (14 ára), °g er hún talin með yngsta aldurshópnum. Til samanburðar eru birtar samsvarandi tölur fyrir tímabilið 1966 - 1970. Tafla 14. Astæðan fyrir því, að þetta viðmiðunartímabil er valið, er stí, að á árunum 1963 - 1965 koma í almenna notkun nýjar getn- aðarvarnir, sem hafa haft afdrifarík áhrif á tíðni fæðinga. Þess vegna er ekki raunhæft að nota lengra viðmiðunartímabil. ^ihygli vekur, að fæðingartíðni er nokkru lægri árið 1972 en á viðmiðunartímabilinu, bæði undir tvítugsaldri og eftir 35 ára aldur. Vegna takmarkaðs fjölda er þó þessi munur ekki marktækur. Hins vegar hefur fæðingartíðni ai^kist (p<o.o5) I aldurshópnum 20-24 ára. 53

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.