Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Page 10

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Page 10
8 1.3.3 Mikilvægur þáttur neyðarþjónustunnar er að almenningi sé kennd skyndi- hjálp. Unnið skal að uppbyggingu kennslukerfa í hjartahnoði með hæfu kennara- liði og þátttöku lækna. Ennfremur skal samræma starfsemi þeirra aðila sem að skyndihjálp starfa. Tillaga Skipuleggja skal kennslu i skyndihjálp og hjartahnoói og samræmt starf allra þeirra aóila sem á þessu sviði vinna, jafnt einkaaðila og opin- berra stofnana. 1.3.4 Þegar slys og bráða sjúkdóma ber að höndum eru læknar oftast þeir full- trúar heilsugæslunnar sem fyrstir koma á staðinn þegar um landsbyggðina er að ræða en sjúkraflutningamenn þeir sem fyrstir koma á staðinn i þéttbýli. Að- gerðir þessara aðila, vióbragðsflýtir og meðferð, kunnátta, hæfileikar og skipu- lag það sem þeir vinna eftir ræður oft úrslitum hvernig sjúklingnum reiðir af. Þess má vænta að þróunin verði i þá átt að hlutverk þetta færist aó mestu á herðar sjúkraflutningamanna i framtiðinni. Starfsvettvangur sjúkraflutninga- manna er gatan, vegurinn, viðavangur, heimili sjúklingsins og vinnustaður eða hvar sem þörf er fyrir hjálp hans. Sjúklingurinn þarfnast markvissrar meðferðar sem torvelt getur verið að ákveða og framkvæma á stað þar sem er kuldi, óveður, ringulreið og örvænting. Sjúkraflutningamaóurinn er og verður leikmaður i læknisfræói. Hann þarf að sér- hæfa i þeirri tækni að leysa vandamál á slysstað. Hlutverk sjúkraflutningamanns- ins er að ákveða aðgerðir á slysstað, leitast við að viðhalda lifsnauðsynlegri liffærastarfsemi, koma i veg fyrir að sjúkdómur ágerist og leiði til dauða eða örkumlunar. Hann hjúkrar hinum slasaða á staðnum, býr hann til flutnings og kemur honum i læknishendur. Hann þarf að ákveða forgangsflutning i hópslysum þannig að sem flestum mannslifum sé borgið. Sjúkraflutningamenn hafa lengst af starfað sem áhugamenn, sjálfboðnir þjónar sam- félagsins, sem yfirleitt gegna öðrum störfum, en hafa tekist á við þetta verk- efni m.a. vegna þjónustuvilja. Á þá hafa viða hlaðist margvisleg önnur verk i sambandi við rekstur sjúkraflutningakerfisins, fjáröflun, viðgeróir o.fl. Starf þeirra hefur þróast með ýmsum hætti um landið og má sjá að þörf er fyrir aóstoð sjúkraflutningamanna við aðra þjónustu en beina sjúkraflutninga. Er þar fyrst og fremst um að ræða aðstoð við heilsugæsluna. Þá þjónustu ber að styðja. Læknar gera sér i vaxandi mæli grein fyrir þýðingu þess fyrir heilbrigðiskerfið að hafa sér til samstarfs öflugt sjúkraflutningakerfi. Leiðir það væntanlega til þess að sjúkraflutningar verði æ mikilvægari þáttur heilbrigðisþjónustunnar og að sjúkraflutningamenn njóti þeirrar virðingar, tengsla og stuðnings annarra heilbrigðisstétta, sem nauðsynlegt er. Tillaga a. Marka þarf verksvið sjúkraflutningamanna, ábyrgó þeirra, skyldur og sess i heilsugæslunni i samræmi við þarfir á hverjum stað. b. Stofnað verði til markvissrar þjálfunar sjúkraflutningamanna sem spanni þjálfun i starfi, námskeið i landshlutum og skólanám. c. Lagt er til að stefnt verði að þvi að byggja upp starfstétt tækni- manna á sviði slysameðferðar, sjúkraflutninga, björgunar og annarr- ar þátttöku i bráðaþjónustunni. 1.3.5 Kunnátta og starfshæfni sjúkraflutningamanna er ráðandi um hvort sjúkra- flutningar takist vel. Viða um lönd hafa verið gerð þau mistök og byrjað hefur verið á öfugum enda, þ.e. tæknibúnaöurinn hefur setið i fyrirrúmi en menntunin fylgt i kjölfarió. Fyrir sjúkraflutningamenn þarf að vera útbúnaður i samræmi við þekkingu þeirra og heimildir til hjálparstarfa. Til þess að afköst sjúkra- flutningakerfisins séu nægileg þarf að hafa bifreiðir sem eru vel útbúnar, heppi- legar i rekstri og hæfar til aksturs. Erfitt er að staðla bifreiðir en hugsan- legt að gera lágmarkskröfur um búnað, rými, fjöðrun, fjarskiptatæki o.fl. Tillaga Gera skal lágmarksstaðal fyrir sjúkraflutningabifreiöir og þann tækja- búnað sem nauðsynlegur er. 1.3.6 Tækjabúnaður er svipaður útbúnaði heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa. Með samstarfi við heilsugæsluna um mannahald, bifreiðir og annan útbúnað, lyf, um- búðir og sótthreinsun má væntanlega spara kostnað við sjúkraflutninga. Samkvæmt lögum ber heilsugæslan ábyrgð á heilbrigðisþjónustu við ibúana á hverju svæði, með vissum takmörkunum þó. Tengsl sjúkraflutninga við heilsugæsluna er nauðsynlegt aö treysta þannig að sjúkraflutningur sé ótviræður liður i heilsu- gæslu landsmanna.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.