Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Side 13

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Side 13
11 2 Agrip af sögu sjúkraflutninga A íslandi 2.1 Upphaf Saga sjúkraflutninga á íslandi er hvorki löng né flókin. Hún hófst með því að Reykjavikurbær keypti hestvagn til sjúkraflutninga 1917-18 (6). 1919 var svo keyptur sjúkrabill sem notaður var þar til RKl hafði fengið nýjan bil árið 1926 (7). Billinn var fenginn slökkviliðinu til reksturs, þ.e. aö slökkviliðið sá um stjórn flutninganna og akstur, en Rauði kross íslands tók gjald af flutningunum og sá um allan útgerðarkostnað bilsins annan en laun. Hefur sú skipan haldist æ sióan. Smám saman fer félagið að gangast fyrir kaupum bifreiða út um landió, fyrst til Akureyrar og siðan til annarra kaupstaða (8). Vió stofnun Reykjavikurdeildar RKÍ 1951 yfirtók hún sjúkrabifreiðaeign RKÍ og qerði samning um reksturinn við Reykjavikurborg (9 10). A Akureyri var rekstur sjúkrabilsins erfiður þar til samkomulag tókst um það árið 1968 að slökkviliðið tæki við rekstrinum með svipuðum hætti og i Reykjavik (11). Hefur sú skipan haldist siðan. 2■2 Ahugi kviknar A 7. áratuginum hefjast umræður um sjúkraflutninga og borgarstjórn telur nauð- synlegt að koma heildarskipulagi á sjúkraflutninga og skipar sjúkraflutninga- nefnd til að hafa þessi mál með höndum fyrir sina hönd. Sú nefnd hefur starfað siðan. Þá höfðu málefni neyðarþjónustu verið á döfinni um sinn (12) og tók Haukur Kristjánsson yfirlæknir slysavarðstofunnar i Reykjavik þátt i alþjóð- legum fundi sérfræðinga i Leningrad 1967 (13). 2.3 Hjartabill - neyðarbíll Upp úr 1970 kynnast hjartasérfræðingar þeim framförum og árangri sem orðið hafði af sjúkraflutningum á ýmsum stöðum i nágrannalöndunum og hófu áróður fyrir áþekkri skipan (14 15 16). Þá var hafin fjársöfnun fyrir "hjartabil" sem sióar var tekinn i notkun sem "neyðarbill" þar sem kunnátta, skipulag, geta og vilji var enn ekki fyrir hendi að mæta sérþörfum hjartasjúklinga (17). Segja má að umræður um hjartasjúklinga hafi leitt til þess að athygli manna beindist jafn- framt að sjúkraflutningum úti um landsbyggðina þar sem sjúkrabilakostur var allur mjög frumstæður og litilli kunnáttu fyrir að fara. 2.4 Ráðstefna Þá efndi RKl til sjúkraflutningaráðstefnu i árslok 1973 i samvinnu við heil- brigðismálaráðuneytið, og gaf siðan efni ráðstefnunnar út i bókarformi (18). Kom þar i ljós að verulegur áhugi var fyrir framförum i sjúkraflutningum, einkum á landsbyggðinni og jókst hann mjög i kjölfar ráðstefnunnar. 2.5 Nefndir 1974 skipar heilbrigðisráðuneytið nefnd um skipulag sjúkraflutninga á höfuð- borgarsvæðinu. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu i aðalatriðum aó allt sjúkra- flutningakerfið i Reykjavik þyrfti endurskoðunar við ásamt vaktþjónustu lækna og neyðarvöktum sjúkrahúsanna og úr þeim þyrfti að gera eitt heildarkerfi (19). Þá skipar landlæknir 1975 nefnd til að athuga sjúkraflutninga landsins i heild. Sú nefnd lauk ekki störfum (20). Nefndin útbjó fyrir fjármálaráöuneytið lista um búnað i sjúkrabifreið (21). Mun sá listi hafður til hliðsjónar við niður- fellingu aðflutningsgjalda þessa búnaðar. L

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.