Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Qupperneq 25

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Qupperneq 25
23 Sjálfboðið starf i sjúkraflutningum er mjög á undanhaldi. Af svörum má ráða aó ýmsir telja sjálfboðið starf vera bráðabirgðaástand þar til opinberir aðilar hafa komið á öóru fullnægjandi skipulagi. Þótt hér hafi sjálfir sjúkraflutningamennirnir verið til umræðu, ber hins að geta aó sjálfboðið lið leggur fram umtalsvert framlag vió rekstur sjúkraflutn- inga, innkaup, rekstur, bókhald og innheimtu. Þá verður að geta þess að margir hafa litió á það sem skyldu sina að stuðla að bættum sjúkraflutningum með þvi að bæta þeim vió önnur störf sin og standa sig mjög vel á þvi sviði. Hitt þekkist og að menn kvarti og kveini yfir sjúkraflutningaþættinum i launuóu starfi sinu og telja hann sér óviókomandi og vilja með öllu móti losna við hann. 3.8 Gjaldskrá 1 fjölda ára sendi Reykjavikurdeild RKÍ sjúkraflutningaaðilum um land allt gjald- skrá þá sem gilt hefur i Reykjavik. Af ýmsum ástæðum fylgdi gjaldskráin ekki verðlagi og varð rekstur erfiður af þeim sökum bæði i Reykjavik og annars staðar. RKÍ tók upp endurskoðun á því máli og var með á prjónunum gerð nýrrar gjaldskrár sem byggðist á rekstrarkostnaðartölum bifreiða frá Hagstofunni. Það varð siðan ofan á að bifreiðakostnaður rikisstarfsmanna var tekinn til viðmiðunar og taxti siðan verið reglulega gefinn út. í bréfum RKÍ þar sem tilkynntar eru breytingar á kilómetragjaldinu er tekið fram aó hvorki sé reiknaó með malarvegagjaldi né torfæruálagi. Þá sé ekki reiknað meó starfsmannahaldi (39). Þegar gjaldskráin var til umræðu á ársfundi RKÍ var rætt um að leggja 40% á hana fyrir starfsmannahaldi en það var fellt. Ástæðan var sú aó slik tala tekur ekki mið af mismunandi kostnaði á hinum ýmsu stöðum á landinu. Augljóst má vera að i almannatryggingalögum er reiknaó með flutningskostnaði en ekki hluta hans eða þvi sem nemur bifreiðakostnaóinum. Sambandsleysi rekstraraðila á sviði sjúkraflutninga, i skugga verðstöðvunar, af- skiptaleysis, ef ekki neikvæórar afstöðu sjúkrasamlaga/Tryggingastofnunar rikis- ins, hefur orðið til þess að ekki hefur verið talað opinskátt um gjaldskrána og horfst i augu vió kostnað við sjúkraflutninga. Það hefur einnig verið til að auka á óraunhæfa taxta að deildir RKl hafa ekki látið RKl fylgjast með afkomu sjúkraflutninganna sem byggja mætti nýja viðmiðun á. Afleiðingin hefur oróið: - Sjúkraflutningaaðilar eru með margs konar gjaldskrá. - Sjúkrasamlög greiða að þvi er virðist reikninga eftir mismunandi reiknings- aóferðum, eða aðrir aóilar að þeim slepptum. Hér skal talinn upp mismunandi taxti fyrir sjúkraflutninga i öllum hans marg- breytileik um landið, tafla 9, bls. 24. Tölur eru eins og annarsstaðar miðaðar við 1.8.'81. Eins og fyrr var frá greint er ekki reiknað með kaupgreiðslum i gjaldskrá RKl. Eigi að siður leitast flestir við að halda sér við þetta gjald, sumir vegna ó- kunnugleika. Aðstaða er misjöfn, þegar haft er i huga að á nokkrum stöðum leggja brunavarnir, löggæsla eða aðrir aðilar starfslið til aó fullu. Sliku framlagi er gjarna haldið utan rekstarreiknings. Aðrir berast i bökkum og hafa engin ráð önnur en sjálfboðið framlag starfsmanna eða félaga. Eigi að siður er mönnum viða umhugað að sjúkraflutningagjöld verói ekki of þung- bær en þau leggjast þungt á aldraða og langvarandi sjúka, eins og fram kemur i svörum við spurningalistanum, sjá fylgiskjal 6.1, og i umræðum á heilbrigðis- þingi 1980 (1).

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.