Fréttablaðið - 24.11.2022, Síða 1

Fréttablaðið - 24.11.2022, Síða 1
2 5 7 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 2 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 2 Kalkúnaleggir með tilheyrandi Þakklát Booker- verðlaununum Lífið ➤ 42Menning ➤ 36 svartur fössari Sjáðu brot af tilboðunum á bls. 5 eða öll tilboðin á elko.is Kalkúnn ýmsar stærðir 22,1% 42,8% 35,1% n Hlynnt(ur) n Andvíg(ur) n Hvorki né Stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu Ný könnun sýnir að fleiri eru óákveðnir gagnvart Evrópu- sambandsaðild en áður. Stuðningurinn dalar mest hjá Samfylkingu. kristinnhaukur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Óákveðnum hefur fjölgað úr 17,7 prósentum í 22,1 á hálfu ári þegar kemur að Evrópu- sambandsaðild. Þetta kemur fram í nýrri könnun Prósents. 42,8 prósent eru nú hlynnt aðild en 35,1 prósent andvígt. Einna mest hefur dregið úr stuðn- ingi við Evrópusambandið innan Samfylkingarinnar. Í júní, þegar síðasta könnun var gerð, studdu 84 prósent kjósenda f lokksins aðild en aðeins 5 prósent voru á móti. Nú styðja 67 prósent aðild en 12 prósent eru á móti. „Það getur verið að fólk sem tengir sig við jafnaðarstefnuna í grunninn en hefur varnagla gagn- vart Evrópusambandinu sé að koma aftur til Samfylkingarinnar og vilji styðja hana núna,“ segir Kristrún Frostadóttir, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar. Eins og Fréttablaðið greindi frá um helgina sýnir ný könnun Pró- sents meira en 5 prósenta fylgis- aukningu flokksins. Tveir stjórnmálaflokkar mælast nú Evrópusinnaðri en Samfylking- in. 74 prósent kjósenda Pírata styðja aðild og 68 prósent Viðreisnar- fólks. Meirihluti mælist einnig hjá kjósendum Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna. Hjá Flokki fólksins styðja 26 prósent aðild, 24 prósent Framsóknarmanna, 19 prósent Sjálfstæðismanna og aðeins 11 pró- sent Miðflokksmanna. Á höfuðborgarsvæðinu styðja 47 prósent aðild að Evrópusam- bandinu en 30 prósent eru á móti. Nokkuð hefur dregið úr stuðningi við aðild á landsbyggðinni frá því í júní þegar naumur meirihluti var fylgjandi aðild. Nú eru 35 prósent fylgjandi en 44 á móti. Ekki er mikill munur á afstöðu kynjanna en karlar hafa sterkari skoðanir á málinu. SJÁ SÍÐU 6 ESB-stuðningur dalað í Samfylkingu Ungir framhaldsskólanemar flykktust í Kringluna í gær til að kveðja veitingasvæðið Stjörnutorg fyrir fullt og allt eftir 23 ára starfsemi. Framhaldsskólapiltar gæða sér á síðustu hamborgurum Stjörnutorgs með bestu lyst í góðra vina hópi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR EFNAHAGSMÁL Verkalýðsforkólfa greinir á um nauðsyn þess að slíta kjaraviðræðum eftir stýrivaxta- hækkun Seðlabankans í gær. Formaður Einingar-Iðju vill ekki slíta viðræðunum. Seðlabanka- stjóri, Ásgeir Jónsson, er borinn þungum sökum. Formaður VR sakar Ásgeir um of beldi gegn fólk- inu í landinu. Launahækkanir verða gagnslausar ef þær brenna upp í óðaverðbólgu, segir Ásgeir. SJÁ SÍÐU 4 Þung orð eftir vaxtahækkanir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.