Fréttablaðið - 24.11.2022, Qupperneq 2
Millimál í fernu
VÍTAMÍN
& STEINEFNI
PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA
ÁN ÁN
Næring+ er á lista Sjúkratrygginga Íslands yfir niðurgreidd
næringarefni fyrir þá sem eiga gilda innkaupaheimild.
Þitt nafn bjargar lífi
Fólki getur hreinsað til í fata-
skápnum og komið fötunum
sínum í leigu hjá fataleigunni
Spjara í tilefni evrópskrar
nýtniviku. Sérstaklega er
óskað eftir stærri stærðum.
lovisa@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Á fimmtudag og
föstudag getur fólk komið með
merkjavöru sem það á í fataskápn-
um og skilið hana eftir hjá fataleig-
unni Spjara í skiptum fyrir inneign
á leigu.
Þær Patricia Anna Þormar, Kristín
Edda Óskarsdóttir og Sigríður Guð-
jónsdóttir standa að baki fataleig-
unni sem tók til starfa fyrir um ári
síðan.
Í tilefni af evrópsku nýtnivikunni
sem stendur til 27. nóvember óska
þær eftir fötum til að bæta við lager-
inn. Þema vikunnar í ár er sjálfbærni
og hringrás textíls undir slagorðinu
„Sóun er ekki lengur í tísku“.
„Við erum alltaf að leita leiða til að
auka við lagerinn með sjálfbærum
hætti. Við vitum að það hanga flíkur
óhreyfðar í skápunum hjá fólki sem
fleiri geta notað,“ segir Kristín og að í
staðinn fyrir flíkurnar fái fólk annað
hvort inneign hjá þeim eða að þær
kaupi flíkurnar af þeim.
„Segjum að fólk komi með Stine
Goya-kjól sem það hefur aðeins
notað nokkrum sinnum, þá getum
við tekið hann og í staðinn getur
fólk leigt hjá okkur fatnað þrisvar
eða fjórum sinnum,“ segir Kristín.
Að sögn Kristínar fari þó algerlega
eftir upprunalegu miðaverði flíkur-
innar hvað fáist fyrir hana en í þessu
dæmi væri miðað við flík sem hafi
upprunalega kostað um 60 þúsund.
Meðalverð á leigu hjá þeim er um sjö
til átta þúsund krónur.
„Við viljum auka úrvalið en gera
það á sjálfbæran hátt og fá fólk í lið
með okkur,“ segir hún og að það
verði hægt að koma til þeirra með
flíkur á fimmtudag á milli 13 og 16
og föstudag á milli 12 og 16.
Kristín tekur þó skýrt fram að
fólk eigi alls ekki að koma með
heilu ruslapokana af fötum sem þær
muni fara í gegnum. Þær taki aðeins
við merkjavöru og að fötin verði að
vera í mjög góðu ásigkomulagi.
„Það er gott að hafa samband við
okkur fyrst og þá er hægt að bóka
tíma til að fara í gegnum það sem
fólk kemur með,“ segir Kristín.
Þetta segir Kristín sniðuga lausn
fyrir fólk sem á mikið af fötum í
fataskápnum sem það notar ekki
lengur og vill kannski fá að prófa
annað en ekki eiga það.
Kristín segir að þær taki við öllum
stærðum en að þeir biðli sérstak-
lega til fólks sem á f líkur í stærri
stærðum um að koma til þeirra því
að það sé skortur á lagernum þeirra
á stærri stærðum.
„Það er mikil eftirspurn eftir
þeim og við yrðum glaðar yfir að
auka úrvalið,“ segir Kristín Edda. n
Óska eftir alls konar flíkum
í öllum stærðum til útleigu
Við vitum að það
hanga flíkur óhreyfðar
í skápunum hjá fólki
sem fleiri geta notað.
Kristín Edda Óskarsdóttir
Kristín Edda og Sigríður taka á móti fötum fólks á morgun og á föstudag.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Mikið stuð var í Kringlunni í gær þegar fimmtíu listamenn komu saman til að láta rödd sína heyrast í tilefni árlegrar alþjóðlegrar herferðar Amnesty Interna-
tional, Þitt nafn bjargar lífi. Herferðin í ár er helguð tíu málum einstaklinga sem sætt hafa mannréttindabrotum í tengslum við réttinn til að mótmæla.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
gar@frettabladid.is
UMFERÐ Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu deildi í gær á Facbook-síðu
sinni auglýsingu frá Samöngustofu
þar sem minnt er á notkun endur-
skinsmerkja. Afar skuggsýnt hefur
verið undanfarið vegna snjóleysis.
Vel er tekið undir færslu lögregl-
unnar á Facebook. „Svartklæddir
hjólreiðamenn og rafskutlumenn
eru í mestri hættu í umferðinni.
Ómögulegt að sjá þá,“ segir í einni
athugasemd.
„Óhugnalega lítið notuð núorðið.
Þarf vitundarvakningu. Skiptir öllu
fyrir ökumenn í myrkri og rigningu,“
segir í annarri. Í þeirri þriðju er
minnt á að huga þurfi að köttum og
hundum í þessu sambandi. n
Lögregla minnir á
endurskinsmerki
helenaros@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Rannsók n lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu
á stunguárásinni sem átti sér stað
á Bankastræti Club síðastliðið
fimmtudagskvöld miðar vel áfram.
Málið hefur verið í forgangi hjá
lögreglu vegna umfangs og hafa
tugir lögreglumanna unnið sleitu-
laust að rannsókn þess. Samhliða
stunguárásinni rannsakar lög-
reglan hótanir og skemmdarverk
á íbúðarhúsnæði sem framin hafa
verið undanfarna daga sem talin
eru tengjast árásinni.
Til viðbótar rannsakar embætti
héraðssaksóknara mögulegan leka
lögreglunnar. Myndband sem sýnir
árásina hefur verið í dreifingu á
samfélagsmiðlum. Grunur er um að
myndbandið komi úr gagnagrunni
lögreglu.
„Við lítum þetta mál mjög alvar-
legum augum, ef þetta er eins og við
virðist blasa þá er þetta trúnaðar-
brestur,“ sagði Grímur Grímsson,
yfirmaður miðlægrar deildar lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu,
í gær. Þrjátíu hafa verið handteknir
vegna málsins og þar af hafa sextán
verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Bandaríska sendiráðið sendi
frá sér tilkynningu í gær þar sem
bandarískir ríkisborgarar voru
varaðir við hættuástandi í miðbæ
Reykjavíkur um helgina.
Tilkynningin kemur í kjölfar
fréttaf lutnings um yfirvofandi
hefndarárás í miðbænum sem
gengur manna á milli á samfélags-
miðlum.
Fyrirhuguð árás er til skoðunar
hjá lögreglu sem hefur tilkynnt
um aukinn viðbúnað. Jóhannes
Þ. Skúlason, framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar, segir
aðvörunina ekki heppilega en of
snemmt sé að segja til um hvort
orðspor landsins bíði hnekki vegna
málsins. n
Rannsaka
gagnaleka
Grímur Grímsson, yfirmaður mið-
lægrar deildar lögreglu á höfuð-
borgarsvæðinu.
2 Fréttir 24. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ