Fréttablaðið - 24.11.2022, Side 8
JAGUAR - LAND ROVER
Hesthálsi 6-8 / 110 Reykjavík
525 6500 / jaguarlandrover.is
Allir bílar sem merktir eru APPROVED hafa farið í gegnum
gæðaferli notaðra Jaguar og Land Rover bíla.
Sjón er sögu ríkari – komdu í reynsluakstur strax í dag.
JAGUAR I-PACE EV320 SE
Nýskr. 7/2021, ekinn 6 þús. km, rafmagn, sjálfskiptur.
Verð: 10.490.000 kr.
Rnr. 149047.
RANGE ROVER Evoque SE 150D
Nýskr. 12/2018, ekinn 32 þús. km, dísil, sjálfskiptur.
Verð: 6.690.000 kr.
Rnr. 149470.
JAGUAR I-PACE EV400 HSE
Nýskr. 7/2019, ekinn 32 þús. km, rafmagn, sjálfskiptur.
Verð: 9.590.000 kr.
Rnr. 421047.
LAND ROVER Discovery Sport 150d
Nýskr. 5/2020, ekinn 23 þús. km, dísil, sjálfskiptur.
Verð: 8.390.000 kr.
Rnr. 149446.
RANGE ROVER Sport HSE Dynamic P400e
Nýskr. 4/2019, ekinn 114 þús. km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur.
Verð: 10.890.000 kr.
Rnr. 149457.
LAND ROVER Defender S 200D
Nýskr. 2/2022, ekinn 7 þús. km, dísil, sjálfskiptur.
Verð: 14.890.000 kr.
Rnr. 421055.
NOTAÐIR LÚXUSBÍLAR
SÝNINGARSALUR - HESTHÁLSI 6
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
0
1
3
7
2
9
J
a
g
u
a
r
n
o
t
a
ð
ir
6
b
íl
a
r
2
4
n
ó
v
Vonir standa til þess að lyfið
Lecanemab muni hægja veru-
lega á vitsmunalegri hnignun
Alzheimer-sjúklinga. Lyfið
er sagt vera bylting eftir að
niðurstöður bárust úr rann-
sókn á um 2.000 sjúklingum.
Jón Snædal öldrunarlæknir
verður viðstaddur ráðstefnu í
næstu vikur þegar niðurstöð-
urnar verða kynntar.
mhj@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Þriðjudaginn 29.
nóvember koma allir helstu sér-
fræðingar um Alzheimer-sjúkdóm-
inn saman í San Francisco þar sem
japanska lyfjafyrirtækið Eisai og
bandaríska líftæknifyrirtækið Bio-
gen munu kynna niðurstöður rann-
sóknar á nýju lyfi sem eykur mikið
vonir Alzheimer-sjúklinga um bata.
Samkvæmt fyrstu upplýsingum er
um að ræða lyf sem „hægir verulega
á vitsmunalegri hnignun“ og er lýst
sem byltingu í lyfjagjöf fyrir Alz-
heimer-sjúklinga.
Jón Snædal, öldrunarlæknir við
Landspítala, segir að ef rétt reynist
„yrði það stærsta fréttin á þessari
öld varðandi þennan sjúkdóm“. Jón,
sem verður á ráðstefnunni, er hóf-
lega bjartsýnn á að lyfið virki líkt
og lofað er.
Jón segir að það byggist á þriðja
stigs rannsókn sem fyrirtækin
fóru í á 2.000 einstaklingum með
Alzheimer en slík rannsókn er
undanfari markaðssetningar. „Það
er niðurstaða fyrirtækisins að það
sé líklegt að það komist á markað
vegna þess hvað niðurstöðurnar
væru jákvæðar,“ segir Jón. „Það sem
verður rætt í næstu viku er þá meira
að óháðir sérfræðingar hafa metið
hvort þetta standist allt. Staðan er
ekki alveg ljós akkúrat þessa stund-
ina en það er mjög líklegt að þetta
lyf hafi staðist kröfur.“
Jón segir að á ráðstefnunni eigi
eftir að koma í ljós hvað fyrirtækin
eigi við með „verulegum áhrifum“
en spurður um hvað það myndi
þýða fyrir þá sem eru með sjúk-
dóminn ef það sem tilkynnt hefur
verið reynist satt segir hann að það
yrðu mikil tímamót. „Þá yrði það
stærsta fréttin á þessari öld varð-
andi þennan sjúkdóm.“
„Þó að fyrirtækin lyfti sér oft upp
út á við þá væri það rosalegt slag
fyrir þá ef þeir kæmu með eitthvað
sem ekki stæðist. Þannig að ég hef
fulla trú á því að þetta sé rétt,“ segir
Jón.
Um er að ræða líftæknilyf sem
þarf að gefa sjúklingum með
sprautu á nokkurra vikna fresti.
Lyfið er sagt hreinsa útfellingar úr
heilanum sem talið er að valdi sjúk-
dóminum.
Jón segir ljóst að lyfið verði mjög
dýrt og minnist þess þegar annað
lyf fór á markað í fyrra og kostaði
um 8 milljónir króna árlega. Lyfið
fór aldrei í útbreiðslu þar sem fram-
leiðanda tókst ekki að sýna fram á
að það virkaði en nú er vonin hins
vegar mun sterkari.
Spurður hvort lyfið yrði aðgengi-
legt á Íslandi, segir Jón það mjög
líklegt.
Vilborg Gunnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Alzheimersamtak-
anna á Íslandi, segist oft hafa slegið
á væntingar þegar kemur að nýjum
lyfjum „en núna er þarna svolítið
ljós að birtast“.
„Þú getur ímyndað þér hvað
þetta verða svakalega góðar fréttir
ef þetta fer sem horfir,“ segir Vil-
borg við blaðamann. „Mér heyrist
að þetta sé í fyrsta skipti þar sem
það er raunverulega smá von um að
þetta sé að takast. Þetta er virkilega
spennandi og algjör bylting ef rétt
reynist,“ segir Vilborg. n
Gæti umbylt lífi Alzheimer-sjúklinga
Niðurstöðurnar nýrrar rannsóknar verða kynntar í næstu viku en fyrstu til-
kynningar lofa góðu fyrir Alzheimer-sjúklinga. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Jón Snædal,
öldrunarlæknir
bth@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra telur ekki þörf á að
óháð rannsóknarnefnd Alþingis fari
nánar yfir söluna á bréfum Íslands-
banka fyrr á árinu. Þetta kom fram
þegar Bjarni sat fund stjórnskipunar-
og eftirlitsnefndar Alþingis í gær.
Bjarni sagði að gera þyrfti breyt-
ingar á Bankasýslunni. Ekki eigi að
hafa sérstaka stofnun um eignarhald
ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, for-
maður stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar, spurði um ábyrgð ráðherra í
málinu og jafnræði. Bjarni sagði ráð-
herra ætlað að halda sig frá ferlinu
nema í undantekningartilfellum. Að
öðru leyti væri hún í höndum Banka-
sýslunnar.
„Það segir í greinargerð að ef ráð-
herra ætlar að beita þeim heimildum
sem hann hefur verður hann að gera
það með formlegum hætti,“ sagði
Bjarni. n
Bjarni vill ekki
rannsóknarnefnd
Ef ráðherra ætlar að
beita þeim heimildum
sem hann hefur verður
hann að gera það með
formlegum hætti.
Bjarni Benediktsson,
fjármálaráðherra
8 Fréttir 24. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ