Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2022, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 24.11.2022, Qupperneq 16
Maður hefði haldið að hægt væri að anda ofan í kviðinn og halda vöxtum óbreyttum. Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir viðbúið að hækkun stýrivaxta um 0,25 pró sentu­ stig helli olíu á eldinn í yfir­ stand andi kjaraviðræðum. Hún segist ekki sjá merki um stórar breytingar eða sveiflur í efnahagslífinu sem rökstyðji ákvörðunina. ggunnars@frettabladid.is Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans fóru því úr 5,75 prósentum í 6. Í rökstuðningi nefndarinnar kom fram að verð­ bólga hefði aukist lítillega á ný í október og mælst 9,4 prósent. Nefndin gerir ráð fyrir að verð­ bólga haldist óbreytt til ársloka en taki svo smám saman að hjaðna. Verði um 4,5 prósent á síðasta árs­ fjórðungi 2023. Elísa Arna Hilmarsdóttir, hag­ fræðingur Viðskiptaráðs, segir að ákvörðun Seðlabankans hafi komið sér á óvart. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá óttaðist maður að þetta yrði raunin, þótt maður vonaðist auðvitað eftir óbreyttum vöxtum vegna efna­ hagsástandsins. Þannig að já, mér brá heldur betur í brún við þessa 25 punkta hækkun sem blasti við manni í gær.“ Elísa segir að þótt vissulega sé ákvörðunin sérkennileg þá sýni því flestir skilning að Seðlabankinn sé í klemmu. Verðbólga sé ekki bara há heldur sé hún á breiðari grunni en áður. Þá hafi verðbólguvæntingar hækkað. „En stóra málið snýr auðvitað að yfirstandandi kjaraviðræðum. Þeim hefur þegar verið vísað til ríkissátta­ semjara. Þannig að í þessu ástandi, með alla þessa spennu á vinnu­ markaði og háa verðbólgu, þá hefði maður haldið að hægt væri að anda ofan í kviðinn og halda vöxtum óbreyttum,“ segir Elísa. Hún bætir við að rannsóknir sýni að áhrif ákvarðana peningastefnu­ nefndar komi ekki að fullu fram fyrr en að 12 til 18 mánuðum liðnum. Áhrif fyrri ákvarðana eigi því enn eftir að koma í ljós. Einmitt þess vegna hefði verið skiljanlegt að bíða og sjá á þessum tímapunkti. Enda hafa greiningardeildir bankanna talið líklegast að Seðla­ bankinn myndi halda að sér hönd­ um í gær. Þar hafi sérfræðingar litið svo á að boltanum hefði verið kast­ að yfir til verkalýðshreyfingarinnar við síðustu vaxtaákvörðun. „Þá var varla hægt að skilja seðlabankastjóra öðruvísi en svo að bankinn væri búinn að skila sínu. Háir stýrivextir væru farnir að hafa áhrif og nú væri komið að aðilum vinnumarkaðarins. Seðla­ bankastjóri kastaði boltanum svo­ lítið þangað. En nú er eins og Seðla­ bankinn sé að hrifsa boltann til sín aftur. Sem er einkennilegt á þessum tímapunkti því ég sé ekki neinar stórar breytingar eða sveiflur sem rökstyðja þessa u­beygju. Seðla­ bankinn á fyrst og fremst að vera framsýnn. Hann á ekki að vera flot­ holt sem sveiflast með hverri öldu. Hann á að vera akkeri,“ segir Elísa. Hún segist óttast að ákvörðun Seðlabankans frá í gær geri lítið annað en hella olíu á eldinn í yfir­ standandi kjaraviðræðum. n Finnst sérkennilegt að hækka stýrivexti á þessum tímapunkti Elísa Arna Hilmarsdóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs, hefði viljað sjá peningastefnunefnd bíða og sjá vegna óvissu í kjaraviðræðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR helgisteinar@frettabladid.is Yfirvöld á Jeju­eyju í Suður­Kóreu hafa tilkynnt að þau muni innleiða nokkurs konar leigubílaþjónustu sem felst í því að ferja farþega á milli staða á eyjunni með drónum innan þriggja ára. Dagblaðið Korean Herald greinir frá því að áætlað sé að notast við strandleiðir til að ferja fólk á milli þriggja vinsælustu áfanga­ staðanna á Jeju. Áætlunin er samvinnuverkefni á milli yfirvalda Jeju, suður­kóreska flugfyrirtækisins Kencoa Aerospace og Jeju Free International City Deve­ lopment Center. Fyrsti áfangi verkefnisins mun fela í sér að ferja fólk á milli alþjóða­ f lugvallarins og suðvesturodda eyjunnar. Þaðan er síðan stutt fyrir ferðamenn að heimsækja smáeyj­ urnar Moselupo, Gapado og Marado. Verkefnið gerir einnig ráð fyrir byggingu á nýjum hótelum sem munu geta tekið á móti þessum „leigubíladrónum“ og telja ráða­ menn einnig að flug nálægt strand­ lengju eyjunnar muni bjóða far­ þegum upp á stórkostlegt útsýni yfir eyjuna. Chu ng Chan­you ng, f ram­ kvæmdastjóri Kencoa Aerospace, segir að með þessu verkefni yrði ferðamönnum kleift að stíga upp í leigudróna sem myndu taka á loft og ferja þá beint til vinsælla ferða­ mannastaða á eyjunni. n Drónar taka við af leigubílum Áætlað er að drónar taki við af leigu- bílum Jeju-eyju árið 2025. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA olafur@frettabladid.is Eftir vaxtahækkun Seðlabankans í gær, þá tíundu í röðinni frá því að vaxtahækkunarferlið hófst í maí 2021, eru stýrivextir bankans 6 prósent. Í byrjun maí 2021 voru þeir 0,75. Stýrivextir hafa því áttfaldast á 18 mánuðum. Fréttablaðið hefur undir hönd­ um upplýsingar um húsnæðislán sem tekið var í mars 2020. Lánið er óverðtryggt jafngreiðslulán með breytilegum vöxtum til 40 ára og upphaf leg lánsfjárhæð var 37,8 milljónir króna, sem verður að telj­ ast hóflegt miðað við íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta af borgun lánsins var 1. apríl 2020 en fyrsta afborgun með vöxtum fyrir heilan mánuð var 1. maí. Greiðslan þá nam 159.537 krónum  og var svo samansett að af borgunin nam 31.746 krónum, vextir 127.271 og kostnaður var 520 krónur. Greiðslur fóru svo lækkandi í takt við stýrivaxtalækkanir Seðlabank­ ans fram til 1. janúar 2021. Þá nam heildargreiðslan 142.580 krónum og var svo samsett að af borgun nam 38.969 krónum, vextir 103.091 og kostnaður var 520 krónur. Þessi mánaðargreiðsla hélst óbreytt fram í júlí og í hverjum mánuði hækkaði afborgunarhluti hennar um rúmar eitt hundrað krónur og vaxtahlut­ inn lækkaði samsvarandi. Í júlí hækkaði viðskiptabanki lán­ takandans vexti eftir fyrstu vaxta­ hækkun Seðlabankans. 1. nóvem­ ber 2021 nam heildargreiðsla af láninu 150.286 krónum, þar af var af borgun 36.929, vextir 112.837 og kostnaður 520 krónur. Þann 1. nóvember síðastliðinn nam heildargreiðslan af láninu 230.502 krónum, sem skiptist þann­ ig að afborgunin var 17.202 krónur, vextir 212.780 og kostnaður 520 krónur. Nú hefur Seðlabankinn enn hækkað vexti og greiðslubyrðin þyngist enn. Á einu ári hefur greiðslubyrði aukist um meira en 80 þúsund krónur og næstum 90 þúsund frá því vaxtahækkunar­ ferlið hófst. Lántakandinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, talar um að hér sé um forsendubrest að ræða. n Þrálátar vaxtahækkanir Seðlabankans forsendubrestur Lántakandi með óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum segir vaxtahækkanir Seðlabankans valda forsendubresti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Fyrirhuguð lagasetning fjármála­ ráðherra um gjaldþrot eða sambæri­ leg skuldaskil ÍL­sjóðs fer í bága við stjórnarskrá og mannréttindasátt­ mála Evrópu,“ segir í fréttatilkynn­ ingu frá íslenskum lífeyrissjóðum. Vitnað er í lögfræðiálit LOGOS. „Er í áliti LOGOS vitnað til þess að slíkt inngrip fæli í sér eignar­ nám eða annars konar skerðingu eignarréttinda sem færi í bága við stjórnarskrá og skapaði íslenska ríkinu bótaskyldu gagnvart skulda­ bréfaeigendum,“ segir áfram í til­ kynningunni. n Áform um ÍL-sjóð gegn stjórnarskrá 16 Fréttir 24. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 24. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.