Fréttablaðið - 24.11.2022, Síða 34
Tíu ár eru liðin frá formlegum
stofnfundi Pírata og fagna þeir
tímamótunum með málþingi og
balli.
arnartomas@frettabladid.is
Píratar fagna tíu ára afmæli sínu í dag en
formlegur stofnfundur þeirra fór fram
24. nóvember 2012. Þar voru samþykkt
drög að lögum flokksins og ákveðið að
nafn hans skyldi vera Píratar. Halldóra
Mogensen þingf lokksformaður segir
góða stemningu fyrir tímamótunum.
„Stemningin er bara mjög góð,“ segir
hún. „Við erum nú orðin rótgróinn
flokkur og það er auðvitað mjög spenn-
andi áfangi.“ Flokkurinn sótti innblástur
til sænsku Píratahreyfingarinnar sem
stofnuð var 2006 og segir Halldóra að
þegar Píratar á Íslandi voru stofnaðir
hafi grunnhugsunin verið lýðræðið.
„Píratar voru stofnaðir til þess að
innleiða virkt lýðræði á Íslandi. Grunn-
stefna flokksins hvílir á lýðræði og það
hefur haft áhrif á öll okkar vinnubrögð
frá upphafi,“ útskýrir hún. „Þetta snýr
líka að tækniþróun í samfélaginu og
hvaða breytingar hún hefur í för með sér.
Hvernig við getum tryggt lýðræði, ekki
bara í samfélaginu heldur líka í stafrænu
umhverfi.“
Lýðræði og stafræn þróun
Þegar litið er um öxl telur Halldóra að
flokkurinn hafi haldið sig við þá grunn-
stefnu sem lagt var upp með í upphafi.
„Grunnstefnan litar allt okkar starf.
Leiðarstefið er gagnsæi, ábyrgð, gagn-
rýnin hugsun og upplýstar ákvarðanir.
Þetta er grunnurinn sem við byggjum
á,“ segir hún.
„Það sem við höfum náð að gera
umfram margar aðrar Píratahreyfingar
er að við höfum náð að taka þessa upp-
haf leg áherslu Pírata á hvernig við
getum tryggt borgararéttindi og lýðræði
í hinum stafræna heimi og yfirfæra hana
á samfélagið allt.“
Gagnsæi og jaðarmál
Á tíu árum f lokksins segist Halldóra
stolt af mörgu sem hann hefur áorkað.
„Það er svo margt, en það má kannski
benda sérstaklega á hvernig þær áhersl-
ur sem við leggjum á alvöru aðhald gegn
valdi og gagnsæi hafa leitt til viðhorfs-
breytingar, bæði í stjórnmálum og í
samfélaginu öllu. Í dag er það sjálfsögð
krafa,“ segir hún.
„Svo er það áherslan á aðkomu fólks
að ákvörðunartöku um málefni sem
það varðar, ég finn að þessi nálgun hefur
skipt sköpum í starfi okkar á þingi. Sam-
ráðið, sem er hluti af erfðamengi Pírata,
virðist vera eftiráhugsun hjá mörgum
öðrum flokkum, því miður.“
Þá finnst Halldóru Píratar einnig
hafa komið ýmsum jaðarmálum inn í
umræðuna. „Til dæmis borgaralaunun-
um, sem enginn vissi hvað var á sínum
tíma áður en Píratar fóru að tala um
það. Afglæpavæðing neysluskammta er
annað málefni en með umræðu Pírata
hefur stuðningur almennings við málið
nánast tvöfaldast á stuttum tíma.“
Málþing og djamm
Afmælisdagskrá f lokksins hófst fyrr í
vikunni en nær hámarki um helgina
með málþingi og afmælisballi. „Yfirskrift
málþingsins er „Gagnsæi gegn spillingu
og aðhald með valdi“ sem ég myndi segja
að sé þungamiðjan í okkar starfi,“ segir
Halldóra.
„Um kvöldið ætlum við svo að
djamma saman, og það er öllum boðið,
ekki bara Pírötum, að koma og fagna
með okkur.“
Málþingið fer fram á Kjarvalsstöðum
klukkan 12 á morgun og afmælisballið
fer af stað klukkan 20 á neðri hæð Kex
hostels. n
Píratar fagna tíu árunum
Leiðarstefið er gagnsæi,
ábyrgð, gagnrýnin hugs-
un og upplýstar ákvarð-
anir.
Merkisatburðir
955 Játvígur sanngjarni verður Englandskonungur.
1407 Lúðvík af Orléans er myrtur, sem hrindir af stað
stríði milli Orléans og Búrgunda.
1582 William Shakespeare giftist Anne Hathaway í Strat-
fordupon-Avon.
1951 Þátturinn Óskalög sjúklinga hefur göngu sína í
Ríkisútvarpinu. Stjórnandi er Björn R. Einarsson. Þessi
þáttur var á dagskrá vikulega þar til í október 1987.
1965 Jóhann Löve lögreglumaður finnst suður af Skjald-
breið eftir mjög víðtæka leit. Hann hafði verið á
rjúpnaveiðum en villst í vonskuveðri. Í Öldinni
okkar segir að útivist Jóhanns hafi verið allt að 70
klukkustundir og flestir hafi talið hann af.
1972 Suðurlandsvegur milli Reykjavíkur og Selfoss er
formlega tekinn í notkun. Hann hafði verið endur-
byggður og lagður bundnu slitlagi á sex árum.
1995 Stöð 3 hefur útsendingar. Hún sameinast Stöð 2
tveimur árum síðar.
Innilegar þakkir fyrir samúð
og hlýhug vegna andláts
og útfarar ástkærs vinar,
Péturs Fells Guðlaugssonar
Ástjörn 7,
Selfossi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Lyflækningadeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fyrir
góða umönnun og hlýju.
Kristmunda Sigurðardóttir
Ástkær móðursystir okkar,
fóstursystir og frænka,
Stella Guðvinsdóttir
sjúkraliði,
áður til heimilis að Hásæti 3b á
Sauðárkróki,
sem lést 15. nóvember sl. á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki,
verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn
28. nóvember kl. 14. Streymt verður á Youtube-rás
Sauðárkrókskirkju. Þeim sem vildu minnast Stellu er bent
á Minningarsjóð Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási.
Óskar G. Björnsson Erla Kjartansdóttir
Guðni Ragnar Björnsson Anna Marie Stefánsdóttir
Lovísa Birna Björnsdóttir Vigfús Vigfússon
Björn Jóhann Björnsson Edda Traustadóttir
Hólmfríður Pálsdóttir
Hólmar Bragi Pálsson Kristín Kalmansdóttir
og fjölskyldur
Elskulegur faðir minn,
afi, bróðir og mágur,
Gylfi Þorkelsson
Steinaseli 7,
lést sunnudaginn 13. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir eru til starfsfólks deildar 11 G á
Landspítalanum við Hringbraut fyrir góða umönnun.
Ásta Heiðrún Gylfadóttir
Emma Sigríður Sverrisdóttir
Gylfi Sverrisson
Sigurgeir Þorkelsson Freygerður Pálmadóttir
Ingimar Þorkelsson Jóhanna Pétursdóttir
Guðfinna Steinunn Bjarney
Sigurðardóttir
lést 12. nóvember 2022.
Útför verður frá Árbæjarkirkju í
Reykjavík, föstudaginn
25. nóvember, kl. 13.
Bænastund og moldun í Bjarnaneskirkju í
Nesjum laugardaginn 26. nóvember, kl. 11.
Þorleifur Jónsson Halldóra Andrésdóttir
Ómar Arnarson
Guðbjörg Ósk Jónsdóttir
Anna Lilja Jónsdóttir Brynjólfur Garðarsson
Þorbergur Hjalti Jónsson Helga Skúladóttir
og fjölskyldur
arnartomas@frettabladid.is
Á undanförnum árum hefur sú hefð fest
rætur í Hafnarfirði að bæjarstjóri býður
þeim Hafnfirðingum sem urðu sjötugir
á árinu til veislu í Hásölum. Veislan í ár
fór fram í byrjun nóvember og mættu
um hundrað Hafnfirðingar fæddir 1952
í sínu fínasta pússi í Hásali til að fagna
saman. Þetta var sjötta stórafmælis-
veislan sem haldin er fyrir alla sjötuga
Hafnfirðinga.
Í veislunni fór fram kynning á fjöl-
breyttri þjónustu bæjarins fyrir afmælis-
börnunum sem og starfsemi Félags eldri
borgara í Hafnarfirði. Hópurinn fékk
einnig að hlýða á tónleika undir stjórn
Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og kynn-
ingu á Qigong.
Þá fengu gestir einnig að hlýða á brot
af því sem gerðist bæði innanlands og
erlendis á fæðingarárinu 1952. Má þar
nefna að landhelgi Íslands var færð út
í fjórar sjómílur, að Sveinn Björnsson
varð fyrsti forseti lýðveldisins og að
bandarískir vísindamenn lögðu fram
kenninguna um Stórahvell. n
Sjötugir Hafnfirðingar heiðraðir
Um 100 prúðbúnir og hressir Hafnfirðingar mættu til veislu. MYND/AÐSEND
Halldóra Mogensen segist stolt af verkum Pírata í tíu ára sögu fólksins, enda margt áunnist. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 24. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR