Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1994, Blaðsíða 75
Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu
Útgjöld hins opinbera virðast hafa náð hámarki 1988, þ.e. 7,47% af vergri landsframleiðslu
en síðan hefur kostnaður farið lækkandi og er nú 7,14% (staðvirt útgjöld).128
Kostnaður við sjúkrahús var 4,36% 1988 en er nú 3,79% af vergri landsframleiðslu. Lægri
hefur kosmaðurinn ekki verið síðan 1985.
Lyfog hjálpartœki. Lyfjakostnaður var 1990 0,91% en 1991 0,84%.
Kostnaður við heilsugæsluþjónustu, öldrunarlækningar og endurhæfingu hefur aukist (sjá
töflu). Stjórnunarkostnaður hefur aulást úr 0,23% í0,38%.
Vissulega hefur því náðst verulegur árangur aðallega vegna framfara í læknisfræði en enn
fremur vegna hagrasðingar og meiri aðhaldsaðgerða.
Ljóst má vera að dregið hefur úr kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu síðustu ár (sjá mynd
57). Auka þarf sem mest fjármagn til heilsuvemdar.
Tafla 20:
Kostnaöur vegna heilbrigöisþjónustu
sem hlutfall af vergri landsframleiöslu
1980 1985 1990 1993
Almenn sjúkrahús 3,60 3,85 3,97 3,76
Öldrunarlækningar og endurhæfing 0,48 0,64 0,93 1,02
Heilsugæsluþjónusta 0,83 0,93 1,15 1,15
Lyf og hjálpartæki 0,52 0,76 0,84 0,82
Önnur heilbrigöisþjónustu- útgjöld þ.á m. stjórnunar- kostnaður 0,23 0,23 0,28 0,38
73