Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1994, Blaðsíða 49
Endurhæfing
Aö hjálpa fólki til sjálfshjálpar
Það er rangt að skera niður fé til endurhæfingar. Góð endurhæfing dregur úr leit fólks til
heilbrigðisþjónustunnar. Fólk kemur fyrr til starfa, einnig dregur endurhæfing úr þörf fyrir
aðstoð og örorku sem er dýrkeypt. Athyglisvert er að við athugun á ferli kransæðasjúklinga er
leituðu til Rannsóknarstöðvar Hjartavemdar á árunum 1974-76 kom í Ijós að yfir 75% þeirra
starfa lengur en 40 klukkustundir á viku í aðalvinnu. Félagar þeirra í nágrannalöndum komast
ekki með tæmar þar sem þessir menn hafa hælana. Þetta er ágætt svar til þeirra er hamra á því
að þessir "fyrrverandi" sjúklingar liggi í hægu fleti á kostnað þess opinbera! Hveijum skal
hjálpað til sjálfshjálpar ef ekki þessum aðilum. Vitaskuld á að efla sem mest endurhæfingu og
koma upp góðum endurhæfingarstöðvum úti um allt land. Landlæknisembættið hefur ítrekað
við stærstu heilsugæslustöðvarinar úti á land að svo verði gert. Kristnesspítali hefur verið
mikið í fréttum. Það er þversögn að draga úr endurhæfingarstarfsemi þar. En vissulega má
hagræða rekstrinum.
Endurhæfingaráætlun fyrir örorkustyrkþega
Það á að breyta reglum um örorkuvottorð á þann veg að læknum sé jafnframt skylt að leggja
fram áætlun um endurhæfíngu en trúlega þarf lagabreytingu til þess að svo verði. A fundum
með fulltrúum tryggingaráðs hefur þetta mál verið ítarlega rætt og vel tekið í að huga að
áherslubreytingum í þessum efnum. Hvers vegna er fleira ungt fólk örorkuþegar hér á landi en
í nágrannalöndunum? 91 Er endurhæfingaiþörf ekki sinnt? Það er kominn tími til að velja fólk,
með kunnáttu í endurhæfingu, til þess að sjá um þessi mál.
Endurhæfing hjarta- og æðasjúklinga
Miklu fjármagni er nú varið til kransæðaaðgerða og er því vel varið. Um 1/4 sjúklinganna
þarfnast enduraðgerðar eftir nokkur ár. Þessar aðgerðir eru dýrari, tæknilega flóknari og
áhættusamari fyrir sjúklinginn en fyrstu aðgerðir. í mörgum tilfellum hafa sjúklingar ekki
breytt lífsstíl sínum eftir aðgerðina og meðal annars halda ýmsir áfram að reykja.
Athyglisverðar tilraunir hafa verið gerðar í nágrannalöndunum í samvinnu við
aðgerðardeildir með frœðslunámskeið um áhœttuþœtti í kjölfar aðgerðar. Lögð hefur verið
áhersla á að gefa sjúklingum er legið hafa á sjúkrahúsum vegna kransæðasjúkdóms kost á
hópráðleggingum (group consultation's), námskeiðum eða æfingum. Lögð er áhersla á fræðslu
um áhættuþætti, blóðfitu, blóðþrýsting, offitu, megrun, mataræði og hreyfingu.
Lyflækningadeildir gætu haft forgang með slík námskeið ásamt félagi hjartasjúklinga.
Endurhæfingadeild Reykjalunds hefur starfað vel að þessum málum en nú eru þar biðlistar.
Lífsstflsbreytingar örfárra sjúklinga gætu vel sparað aukinn kostnað við enduraðgerðir.
47