Fréttablaðið - 08.12.2022, Síða 4
480
þúsund greiðir Reykja-
víkurborg í viðhalds-
gjald á hverjum degi.
Þetta er ekki forgangs-
mál alls staðar en við
erum að komast þang-
að.
Amy Wickham,
sérfræðingur hjá
Barnahjálp SÞ
benediktboas@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Reykjavíkurborg
hefur samþykkt í innkaupa- og
framkvæmdaráði að kaupa níu
þúsund lampa fyrir ljósastaura fyrir
1,1 milljarð króna. Gert er ráð fyrir
að lamparnir verði búnir að greiða
sig upp á sex til sjö árum en líftími
lampa er áætlaður 20 til 25 ár.
Í Reykjavík eru um 25.200 lampar
í eigu Reykjavíkurborgar og 7.700
lampar í eigu annarra. Borgin er
þegar búin að skipta út 12 þúsund
lömpum en fjögur þúsund lampar
eru til á lager og bíða þess að verða
settir upp. Tveir verktakar eru að
vinna að uppsetningu þeirra.
„Borgin verður að einhverju leyti
bjartari með nýrri lýsingu vegna
þess að eldri lampar hafa veðrast
með tímanum. Nýja lýsingin leggur
einnig meiri áherslu á lýsingu fyrir
gangandi og hjólandi,“ segir í svari
borginnar við fyrirspurn Frétta-
blaðsins.
Í svarinu segir að rafmagns-
kostnaður fyrir gatnalýsinguna sé
60 þúsund krónur á klukkustund
þar sem Reykjavíkurborg greiðir
38.400 krónur en aðrir notendur
21.600 krónur.
Viðhaldsgjald sé 750 þúsund
krónur á dag alla daga ársins og
þar af greiðir Reykjavíkurborg 480
þúsund krónur á dag. n
Milljarður króna í betri lýsingu frá ljósastaurum
benediktboas@frettabladid.is
SAMGÖNGUR Flugfélagið Play var
með betri sætanýtingu en Ice land-
air annan mánuðinn í röð. Sætanýt-
ing Play í nóvember var 79,1 prósent,
að því er fram kemur í tilkynningu
sem félagið sendi frá sér í gær. Ice-
land air gaf út sínar farþegatölur
á þriðjudag þar sem fram kom að
sætanýting í nóvember hefði verið
73 prósent. Í október var sætanýting
Play einnig betri en hjá Icelandair
eða 81,9 prósent gegn 80 prósentum
hjá Icelandair.
Stundvísi Play í nóvember var
heil 98,2 prósent en samkvæmt til-
kynningunni hefur Play aldrei náð
betri stundvísi frá því að full starf-
semi hófst. „Það hefur verið einkar
ánægjulegt að sjá meiri en 90 pró-
sent sætanýtingu á mörkuðum á
borð við London og París. Þá er ég
virkilega stoltur af stundvísi Play í
mánuðinum. Okkur er mjög í mun
að þjónusta farþega Play á sem best-
an hátt og þetta er afraksturinn,“
segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. n
Play var betra en
Icelandair annan
mánuðinn í röð
Birgir Jónsson, forstjóri Play, segist
vera stoltur af stundvísi félagsins.
ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
R A M
BÍLL Á MYND: RAM 3500 LARAMIE CREW CAB MEÐ 37” BREYTINGU, KASTARAGRIND OG LJÓSKÖSTURUM
EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX!
VERÐ FRÁ 10.371.732 KR. ÁN VSK.
12.860.948 KR. M/VSK.
ÖFLUG 6,7 LÍTRA CUMMINS DÍSELVÉL, 370/420* HESTÖFL OG
*AISIN SJÁLFSKIPTING. RAM 3500 ER MEÐ MESTA INNRARÝMIÐ
(MEGA CAB) Í SÍNUM FLOKKI.
BJÓÐUM UPP Á 35”, 37” OG 40” BREYTINGAPAKKA.
kristinnhaukur@frettabladid.is
KJARAMÁL Heilbrigðisstarfsfólk
sem starfar hjá ríkinu eftir sjötugt
mun geta frestað að taka út lífeyr-
inn sinn. Þetta kemur fram í nýjum
drögum að lagabreytingu sem Will-
um Þór Þórsson heilbrigðisráðherra
tilkynnti upprunalega um í sumar.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
fyrir skemmstu óttaðist Landssam-
band eldri borgara að eldra fólk yrði
nýtt sem ódýrt vinnuafl.
Samkvæmt drögum Willums
mun fólk ekki greiða í samtrygging-
arsjóð eftir sjötugt. Hins vegar má
láta draga af launum sínum upphæð
sem fer í séreignarsjóð. Greiðir hið
opinbera þá mótframlag á móti. n
Munu geta frestað
lífeyristökunni
Sérfræðingur hjá Barnahjálp
Sameinuðu þjóðanna segir
mikilvægt að lögð sé áhersla á
börn í öllum aðgerðum og að
þau fái að taka þátt. Barna-
hjálpin hefur sent frá sér
neyðarkall upp á tíu milljarða
Bandaríkjadala til að bregðast
við neyð barna, meðal annars
vegna loftslagsvárinnar.
lovisa@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Amy Wickham,
sérfræðingur hjá Barnahjálp Sam-
einuðu þjóðanna, segir algert lykil-
atriði að loftslagsaðgerðir séu barn-
miðaðar, að börn séu áhersluatriði
þegar slíkar aðgerðir eru skipu-
lagðar og að börnum sé gert kleift að
taka þátt. Wickham var á landinu í
síðustu viku, fundaði með ráða-
mönnum og kynnti stefnu UNICEF.
„Loftslagskrísan snýst um réttindi
barna og börn munu þola alvar-
legustu afleiðingar hennar. Á sama
tíma bera þau minnstu ábyrgðina á
henni og það er því skylda okkar að
þau fái að taka þátt í þeim ákvörð-
unum sem við tökum í dag,“ segir
Wickham.
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna
sendi nýlega frá sér neyðarákall
og óskaði eftir um tíu milljörðum
Bandaríkjadala til að styðja við
börn sem hafa orðið fyrir áhrifum
stríðsátaka, náttúruhamfara og
loftslagsbreytinga. Takist söfnunin
er gert ráð fyrir að á næsta ári verði
hægt að aðstoða 110 milljón börn í
neyð í 155 löndum um allan heim.
Í ákallinu segir framkvæmdastýra
samtakanna, Catherine Russell, að
aldrei hafi fleiri börn búið við neyð í
heiminum vegna hamfara og stríðs-
átaka og að loftslagsváin auki enn
frekar á þann vanda.
Amy hefur unnið að því í nærri
áratug að innleiða barnmiðaðar
aðgerðir í loftslagsmálum og segir
að það hafi margt breyst á þessum
tíma. Til að byrja með hafi fáir viljað
hlusta á hana en í dag sjái hún að
fleiri taki málið alvarlega og að á æ
fleiri stöðum fái börn að taka þátt,
að segja sína skoðun og aðstoða.
„Ungt fólk fær nú oftar tækifæri
til að raunverulega hafa áhrif og það
er risastórt skref. Þetta er ekki for-
gangsmál alls staðar en við erum að
komast þangað. Bara á síðustu tólf
mánuðum hef ég séð mikla þróun.
En það er alltaf hægt að gera betur.“
Amy segir starfið geta tekið á en
að það hjálpi að sjá von hjá ungu
fólki. Hún rannsakaði fyrir COP27
hvað 167 lönd eru að gera til að
bregðast við loftslagsvánni og flokk-
aði þau í fjóra flokka eftir því hversu
góð viðbrögðin eru og hversu vel
þau taka tillit til barna. Ísland var
meðal landanna sem voru rann-
sökuð en Ísland var í f lokki C sem
þýðir að landið uppfyllti aðeins við-
mið fyrir einn af fjórum flokkum.
Spurð hvar við ættum að byrja
hér á landi segir Amy:
„Með því að upplýsa fólk. Þetta er
nýtt, þessar barnmiðuðu aðferðir, og
ég held að það sé best að byrja á því
að kynna þær fyrir fólki og hvernig
það getur nýtt sér þær. Á sama tíma
er mjög gott að líta til þeirra sem
standa sig vel og nýta sér þekkinguna
sem þegar er til staðar.“
Hún segir að hingað til hafi hún
fundið fyrir hiki við að innleiða
þessar aðferðir. Mörg lönd séu mjög
fókuseruð á að innleiða aðgerðir sem
eigi að koma í veg fyrir loftslagsbreyt-
ingar en mjög mikilvægt að aðgerðir
miði að því að aðlagast breyting-
unum sem þegar eru orðnar. n
Loftslagsaðgerðum verði að vera beint
að börnum og þau fái að taka þátt
Börn þola
alvarlegustu af-
leiðingar lofts-
lagskrísunnar að
sögn sérfræð-
ings UNICEF.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
4 Fréttir 8. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ