Fréttablaðið - 08.12.2022, Page 8
Þessar heimsóknir eru
til þess fallnar að skapa
spurningar meðal
skólabarna, af hverju
sumir mæti ekki í
kirkju á aðventu.
Jóhann Hjalti
Þorsteinsson,
fulltrúi Austur-
listans
Þá virðist það vera að
færast í aukana að
fyrirtæki telja sig ekki
þurfa að verðmerkja á
staðnum.
Auður Alfa
Ólafsdóttir,
verkefnisstjóri
verðlagseftirlits
hjá ASÍ
Íslenskir neytendur kvarta
yfir því í auknum mæli að
íslensk fyrirtæki fari eftir
eigin reglum hvað varðar
verðmerkingar á vörum.
Neytendur benda einnig á
misræmi upprunalegs verð-
lags á tilboðsdögum og eru
dæmi um að fyrirtæki birti
ekki vöruverð yfir höfuð.
helgisteinar@frettabladid.is
NEYTENDUR Auður Alfa Ólafsdóttir,
verkefnisstjóri verðlagseftirlits hjá
ASÍ, segir það algengt í verðlagseftir-
liti sambandsins að verðmerkingum
í verslunum séu víða ábótavant og
að ASÍ hafi fengið mikið af ábend-
ingum frá fólki í samfélaginu sem
kvarti undan misvísandi verðum.
„Það er allt of algengt að verð-
merkingar vanti á vörur og þjón-
ustu. Þá virðist það vera að færast
í aukana að fyrirtæki telja sig ekki
þurfa að verðmerkja á staðnum
heldur vísa í verð á vefsíðu fyrir-
tækisins þannig að neytandinn þarf
að leita sér verðupplýsinga á netinu
fyrir vöru eða þjónustu í verslun
sem er auðvitað ekki í lagi,“ segir
Auður.
Ábendingar frá viðskiptavinum
Nettó hafa til að mynda borist um
að bækur sem seldar eru í matvöru-
versluninni séu ekki verðmerktar.
Viðskiptavinum sé einfaldlega bent
á að skanna QR-kóða í gegnum síma
sinn sem fer með þá á vefsíðu þar
sem verðin eru svo sýnileg.
Samkvæmt 17. grein laga um við-
skiptahætti og markaðssetningu er
fyrirtækjum skylt að merkja vörur
sínar og þjónustu með verði eða
sýna það á svo áberandi hátt á sölu-
staðnum að auðvelt sé fyrir neyt-
endur að sjá það.
Auður segir það vera grund-
vallarréttur neytenda að vörur og
þjónusta séu verðmerktar skýrt og
skilmerkilega á þeim stað sem varan
eða þjónustan er.
„Neytendur eiga ekki að þurfa að
Grafið undan verðvitund neytenda
Verðlagseftirlit ASÍ segir skort á verðmerkingum slæva verðvitund neytenda og grafa undan samkeppni.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
leggja í einhverja vinnu við að afla
sér verðupplýsinga á netinu. Verð-
merkingar eru stórt hagsmunamál
fyrir neytendur en skortur á verð-
merkingum slævir bæði verðvitund
neytenda og grefur undan sam-
keppni,“ segir Auður.
Kvartanir viðskiptavina hafa
verið áberandi á Facebook-síðunni
Vertu á verði þar sem neytendur
benda á vafasama viðskiptahætti.
Einn notandi bendir á sófa sem var
til sölu í Húsgagnahöllinni fyrir
tæpar 350 þúsund krónur í byrjun
nóvember. Upprunaverð sófans
hafði svo hækkað um 50 þúsund
krónur þegar Black Friday tilboðs-
vika fyrirtækisins fór í gang. Var
sófinn þá til sölu á tilboðsverðinu
319.992 krónur.
Egill Fannar Reynisson, eigandi
Húsgagnahallarinnar, segir í sam-
tali við Fréttablaðið að um mannleg
mistök sé að ræða. „Sófinn kemur
inn og er í nokkra daga í búðinni
áður en hann er birtur á vefnum
hjá okkur. Það átti eftir að fara yfir
verðlagninguna á sófanum og hann
var bara vitlaust verðlagður,“ segir
Egill og bætir við að sófinn hafi
aldrei verið seldur á 349.990 krónur
en skyldi einhver hafa viljað kaupa
hann á því verði fyrir verðbreytingu
hefði það staðið til boða.
Matthildur Sveinsdóttir hjá
Neytendastofu segir að ný reglu-
gerð í tengslum við þessi málefni
verði bráðum innleidd á Íslandi.
„Evrópusambandið er búið að sam-
þykkja nýja tilskipun um reglur
varðandi verðlækkun. Samkvæmt
þeim reglum þá þarf hærra verðið
sem strikað er yfir á tilboðsdögum
að vera lægsta verð sem varan hefur
verið seld á á seinasta 30 daga tíma-
bili.“ n
kristinnpall@frettabladid.is
MÚLAÞING Fjölskylduráð Múlaþings
var klofið þegar kom að tillögu
Jóhanns Hjalta Þorsteinssonar um
að endurskoða heimsóknir á vegum
skólastofnana Múlaþings í trúfélög
og heimsóknir skólabarna. Fjöl-
skylduráð fól fræðslustjóra að vinna
reglur um samskipti skólastofnana
Múlaþings og trúfélaga.
„Þessar heimsóknir eru til þess
fallnar að skapa spurningar meðal
skólabarna, af hverju sumir mæti
ekki í kirkju á aðventu. Mér finnst
því tilvalið að skólarnir standi ekki
að þessu heldur foreldrarnir. Með
því færirðu um leið ábyrgðina á
trúarlegu uppeldi í hendur for-
eldranna í stað skólanna og sveit-
arfélaganna,“ segir Jóhann Hjalti,
aðspurður hvað liggur að baki
bókuninni.
„Þetta er tilraun til þess að koma
í veg fyrir að barn lendi utanveltu
í bekkjarsamfélögum. Þótt for-
eldrarnir ráði hvort börnin fari
með bekkjarfélögum sínum eða
ekki þegar farið er í slíkar heim-
sóknir, þá er alltaf möguleiki á að
það kvikni spurningar hjá sam-
nemendum um af hverju einhver
aðili fór ekki í kirkju,“ segir Jóhann
og heldur áfram:
„Trúarbragðafræði getur vel
farið fram inni í kennslustofu og ég
treysti kennurum vel til þess. Ég tel
óþarft að setja þetta í hendur full-
trúa trúarfélaga sem eru misjafnir
eins og þeir eru margir.“
Hann bendir á að hlutfall þeirra
sem eru skráðir í þjóðkirkjuna í
sveitarfélaginu sé lægra en lands-
meðaltalið.
„Hlutfall íbúa Múlaþings sem eru
í þjóðkirkjunni er lægra en lands-
meðaltal. Það eru stórir hópar
hérna af kaþólskum uppruna og þá
er skrýtið að senda þau í lútherska
kirkju. Svo er líka stór hópur sem er
utan trúfélags.“
Hann segir að það hafi ekki komið
honum óvart að niðurstaðan væri
klofin.
„Þetta fór eins og ég átti von á.
Þetta var í takti við f lokkslínurnar
hérna í Múlaþingi,“ segir Jóhann. n
Vill endurskoða skólaheimsóknir til trúfélaga
aron@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR Sundkonan Thelma Björg
Björnsdóttir og skíðakappinn
Hilmar Snær Örvarsson voru í gær
útnefnd íþróttakona og íþrótta-
maður ársins 2022 af Íþróttasam-
bandi fatlaðra við hátíðlega athöfn.
Í f immt a sinn á ferl inu m
hlýtur Thelma Björg nafnbótina
íþróttakona ársins, næstoftast á
eftir sundkonunni Kristínu Rós
Hákonardóttur sem hlaut hana
tólf sinnum.
Hilmar Snær hlaut nafnbótina
íþróttamaður ársins í annað sinn.
Hilmar var fyrst kjörinn árið 2020
en hlýtur nú titilinn fyrir söguleg-
an árangur á Heimsmeistaramót-
inu í vetraríþróttum og á Vetrar
Paralympics. n
Thelma og Hilmar
hlutu heiðurinn
Sundkonan Thelma vann í fimmta
sinn. Skíðamaðurinn Hilmar í annað.
jonthor@frettabladid.is
ÞÝSKALAND Rúmlega sjötugur prins,
fyrrverandi yfirmaður úr hernum,
dómari og fyrrverandi þingmaður
eru í hópi 25 manna sem voru hand-
teknir í Þýskalandi í gær grunaðir
um að skipuleggja valdarán, til að
mynda með vopnaðri árás á þýska
þingið.
Fram hefur komið að handtöku-
aðgerðir lögreglunnar hafi verið
umfangsmiklar.
Talið er að þessar áætlanir hafi
verið innblásnar af árásinni á
Bandaríkjaþing í janúar í fyrra,
sem og QAnon-samsæriskenning-
unum. Þeir eiga að afneita tilvist
Þýskalands eins og það er í dag og
vilja meina að Þriðja ríkið eigi enn
rétt á sér þrátt fyrir fall þess í síðari
heimsstyrjöldinni 1945. Hópur-
inn er einnig talinn hafa tengsl
við f lokkinn AfD og andstæðinga
Covid-bólusetninga.
Innanríkisráðherra Þýskalands,
Nancy Faeser, segir þennan hóp
vera andstæðinga lýðræðisins,
en tekur fram að það sé óljóst á
þessu stigi málsins hversu langt
áætlanirnar voru komnar og hvort
einhverjar líkur hafi verið á því að
þær myndu heppnast. Þó tók hún
fram að brugðist yrði við málinu af
fullum krafti.
Heinrich þrettándi, leiðtogi
hópsins, á ættir sínar að rekja til
þýskra konungsfjölskyldna. Hann
tjáði sig við þýska fjölmiðla í ágúst
á þessu ári og þar sagðist hann vera
„bitur gamall karl“ með „klikkaðar
skoðanir byggðar á samsæriskenn-
ingum“. Hann hafi snúið baki við
fjölskyldu sinni, sem hafi að sama
skapi snúið baki við honum. n
Ætluðu að fremja valdarán í Þýskalandi
25 manns voru handteknir í að-
gerðum þýsku lögreglunnar í gær.
benediktarnar@frettabladid.is
ÚKRAÍNA Volodymyr Zelenskyj, for-
seti Úkraínu, hefur verið útnefndur
sem manneskja ársins hjá banda-
ríska tímaritinu Time.
Zelenskyj, sem er 44 ára gamall,
hefur nánast daglega verið í fjöl-
miðlum um allan heim í kjölfar
innrásar Rússa í Úkraínu.
Í frétt Time segir að hugrekki
Zelenskyjs sé smitandi og spili það
stórt hlut verk í góðu gengi Úkraínu-
manna gegn Rússum.
Zelenskyj var áður fyrr leikari og
grínisti. Hann tók við embætti for-
seta Úkraínu árið 2019. n
Zelenskyj maður
ársins hjá TIME
Það kom fáum á óvart að Volodymyr
Zelenskyj yrði valinn maður ársins.
jonthor@frettabladid.is
ARGENTÍNA Dómstóll í Argentínu
hefur dæmt varaforseta landsins, og
fyrrverandi forseta, Cristinu Fern-
andez de Kirchner, í sex ára fangelsi.
Hún var sakfelld fyrir að koma vini
sínum í opinber störf.
Ólíklegt þykir að hin 69 ára gamla
de Kirchner muni afplána dóminn.
Annars vegar vegna þess að búist
er við því að hún muni áfrýja. Hins
vegar mun staða hennar sem vara-
forseti veita henni vernd gegn fang-
elsisvistinni. n
Varaforseti fær
sex ára fangelsi
8 Fréttir 8. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ