Fréttablaðið - 08.12.2022, Blaðsíða 10
Fyrir einhverja skrítna
tilviljun er ég orðinn
bankastjóri þarna rétt
liðlega þrítugur. Maður
fær allt að því kjána-
hroll yfir því í dag.
Einhverjir
kunna að
vera ósam-
mála öllu
sem ég segi
en það er
líka bara
allt í lagi.
Lárus Welding, fyrrverandi
forstjóri Glitnis banka, segist
líta á það sem hluta af mikil
vægum lærdómi að segja frá
sinni upplifun af aðdraganda
og eftirmálum bankahruns
ins. Hann hefur ekki veitt við
töl eða tjáð sig um atburðina
í fjórtán ár en segir nú loks
sögu sína.
Í bókinni Upp gjör banka manns
sem kom út í vikunni rekur Lár us
Weld ing, fyrrverandi for stjóri Glitn
is, atburðina fram að falli bankanna
og efnahagshruni í október árið
2008.
Hann segir tilurð bókarinnar
frekar einfalda. Honum hafi fund
ist kominn tími á að segja frá sinni
upplifun eftir að hafa haldið sig frá
öllum viðtölum og umræðu í öll
þessi ár.
„Svo er að vissu leyti mjög hollt
að gera upp hluti sem hafa mikil
og djúpstæð áhrif á mann. Þessir
sautján mánuðir sem ég var í Glitni
munu líklega aldrei fara frá mér. Ég
hef verið spurður út í þetta árum
saman en svo kemur bara sá tíma
punktur að sagan er orðin of löng
og flókin til að útskýra hana í stuttu
máli. Þess vegna er þetta orðið að
bók og ég vona bara að hún verði til
einhvers gagns,“ segir Lárus.
En af hverju taldi hann ekki tíma-
bært að gera það fyrr?
„Þetta voru hrikalegir atburðir
sem kölluðu fram sterkar tilfinn
ingar. En andrúmsloftið hefur róast
og þetta er spegill og saga sem hefur
ekki verið sögð að mínu viti.“
Lár us var ráðinn for stjóri Glitn is
vorið 2007, þá aðeins þrítug ur. Hann
gegndi stöðunni í sautján mánuði
fram að bankahruni. Við tók bar
átta í dómsölum þar sem Lárus var
meðal annars með réttarstöðu sak
bornings í rúman áratug.
Að sögn Lárusar er enginn vafi á
því að eitt og annað fór úrskeiðis í
tengslum við hrunið. Hann segir þó
aðalatriðið vera, frá öllum hliðum,
að hægt sé að læra af atburðum sem
þessum.
„Ég hef alltaf sýnt því skilning
að það þyrfti að fara fram uppgjör
sem fæli í sér víðtækar rannsóknir
en það voru kannski vonbrigði að
út úr þeim rannsóknum kom svona
langt og óskilvirkt ferli í dómskerf
inu, sem kannski skilaði að mínu
viti ekki alveg rétta lærdómnum eða
niðurstöðunum. En eins og ég segi
tókst mér að vera nokkuð æðrulaus
í því ferli öllu þó að það hafi tekið
mjög langan tíma. Fólk lendir í alls
konar erfiðleikum í lífinu. Þetta
voru strembnir tímar fyrir alla og
það voru margir í miklu erfiðari
stöðu en ég. Þetta er bara eitt af
þessum verkefnum sem maður þarf
að læra af,“ segir Lárus og bætir við:
„Á endanum skipti mestu að
standa upp einhvers vísari. Ef
maður nýtir mótlætið rétt þá getur
maður lært heilmikið. Sérstaklega
um sjálfan sig.“
Hafandi sagt það segist Lárus
aldrei hafa upplifað annað en að
fólk sem starfaði í íslensku bönk
unum hafi verið að vinna af heilum
hug.
„Ég er fullkomlega sammála því
að margt hefði mátt gera betur. Við
vorum ekki nógu varkár og fórum of
geyst. En ég held samt að sú skýring
sé ekki alls kostar rétt að í íslensku
bankakerfi hafi slæmt fólk verið að
verki.“
Að mati Lárusar er þetta eitt af
þeim sjónarhornum sem hann vill
draga fram. Allur þessi lærdómur en
líka þessi mannlegi þáttur.
„Ég fór til að mynda sjálfur og
sótti mér frekari menntun í kjöl
farið á þessum atburðum. Til að
reyna að skilja hvernig í ósköpunum
þetta gerðist. Til að átta mig á þessu
sjálfur.“
Í dag segist hann líta svo á að
hann hafi verið ótrúlega lánsamur.
Eftir standi að hann hafi verið
umkringdur góðu fólki í gegnum
allt ferlið.
„Þetta er auðvitað ótrúleg saga.
Fyrir einhverja skrítna tilviljun er
ég orðinn bankastjóri þarna rétt
liðlega þrítugur. Maður fær allt að
því kjánahroll yfir því í dag. Og af
því að við erum að tala um lærdóm:
þó að ég hafi fundið mig mjög vel í
að vera bankamaður þá lærði ég það
alla vega af þessu að mig langar ekki
að verða bankastjóri. Ég þarf þá ekki
að eltast við það meir.“
Í bók inni rek ur Lárus meðal ann
ars tíma sinn sem framkvæmda
stjóri Landsbankans í London á
árunum fyrir hrun, en líka allt sem á
eftir fylgdi. Rannsókn, yfirheyrslur
og dómsmál.
„Ég reyndi bara að nálgast eftir
málin eins faglega og ég gat. Svara
öllum spurningum og hjálpa til við
að gera atburðina upp. Auðvitað var
maður ekkert alltaf sáttur sérstak
lega þegar það var sífellt verið að
gera manni upp einhvern slæman
ásetning í störfum sínum og vissu
lega hefur þetta haft mikil áhrif á
mitt líf en þetta er bara mín saga.
Ein af mörgum.“
Lárus segir hana aldrei geta verið
annað en sanna og rétta eins og
hann upplifði hana.
„Það mun vafalaust koma mörg
um á óvart hversu hreinskilinn ég
er í minni frásögn. Kannski mun
það líka koma einhverjum á óvart
að aðdragandinn var mögulega ekki
eins glannalegur og margir hafa
haldið. Mín upplifun af þessum
tíma er umfram allt að hafa kynnst
vinnusömu fólki sem var að reyna
að gera sitt besta og standa sig vel.
Ég varð aldrei var við einhvern
annarlegan ásetning. Eins undar
lega og það kann að hljóma í eyrum
einhverra.“
Að sama skapi segist Lárus skilja
viðbrögðin sem blossuðu upp þegar
kerfið féll í heild sinni með afdrifa
ríkum afleiðingum.
„Ég skil það bara fullkomlega. Ég
öfunda ekki heldur þá sem voru í
sporum rannsakenda, fjármála
eftirlits, saksóknara eða dóm
stóla. Þeirra verkefni var gríðarlega
vandasamt með öllum þeim þrýst
ingi og kröfum sem voru í samfélag
inu. Ekki síður en okkar sem vorum
að reyna að bjarga bönkunum. En
við hrikalega atburði, þá vill fólk
fá skýringar. Það er eðlilegt,“ segir
Lárus.
Aðspurður hvort hann hafi ekki
óttast að stíga aftur fram í sviðs
ljósið með útgáfu bókarinnar segist
Lárus vissulega hafa velt því fyrir
sér.
„En á endanum taldi ég rétt að
varpa þessu ljósi á atburðina. Auð
vitað er frekar langt um liðið, heil
fjórtán ár. En svo er þetta bara lítil
bók og sjónarhorn eins manns. Ein
hverjir kunna að vera ósammála
öllu sem ég segi en það er líka bara
allt í lagi. Ég hef fullan skilning á
því,“ segir Lárus Welding. n
Mikilvægt að standa upp einhvers vísari
Lárus Welding
segist gera sér
fulla grein fyrir
því að það voru
margir í miklu
erfiðari stöðu
en hann í kjölfar
hrunsins.
MYND/AÐSEND
Guðmundur
Gunnarsson
ggunnars
@frettabladid.is
Lárus segist óvenju hreinskilinn í
nýútkominni bók sinni. MYND/AÐSEND
10 Fréttir 8. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN 8. desember 2022 FIMMTUDAGUR