Fréttablaðið - 08.12.2022, Side 13

Fréttablaðið - 08.12.2022, Side 13
Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli „Því miður er líklegt að vestræn stjórnvöld þegi þunnu hljóði þegar mótmæli verða barin niður af þeirri grimmd sem talin er nauðsynleg. Efnahagslegir hagsmunir sem eru undir ráða of miklu.“ Þetta er tilvitnun í grein sem Óli Björn Kárason, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, skrifaði í Morgun- blaðið í síðustu viku um hugdirfsku kínverskra mótmælenda og líkleg viðbrögð vestrænna ríkisstjórna. Fælni Hert alræðisstjórn í Kína er vaxandi ögrun við það alþjóðakerfi og þær alþjóðastofnanir, sem í áratugi hafa tryggt lýðræði og viðskiptafrelsi. Það er ekki aðeins stríð Pútíns, sem breytt hefur heimsmyndinni. Kína leikur þar líka stórt hlutverk. Og popúlistar í Ameríku og Evrópu setja strik í reikninginn. Forsætisráðherra stýrir þjóðar- öryggisráði. Ný skýrsla þess sýnir skort á fræðilegri heildargreiningu á afstöðu Íslands út á við í ljósi allra þessara miklu breytinga á undan- förnum árum. Tillaga forsætisráðherra að breyttu orðalagi þjóðaröryggis- stefnu, sem nú liggur fyrir Alþingi, endurspeglar fælni við að taka af festu á nýjum aðstæðum. Stjórnvöld horfa svo í gaupnir sér varðandi aðvaranir bandalagsþjóða um öryggisbresti í kínverskum tæknibúnaði. Kínastimpillinn Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra, hefur unnið vandaðar skýrslur og tillögur fyrir ríkisstjórnina og Nor- ræna ráðherraráðið. Hann skrifar á heimasíðu sína að sú skoðun sé undarlega lífseig víða að kínversk stjórnvöld hafi búið sérstaklega vel um sig á Íslandi og kínversk áhrif hér séu óeðlilega mikil. Ráðgjöf hans nú er þessi: „Fullt tilefni er fyrir íslensk stjórnvöld að grípa til róttækra ráða til að þvo af sér Kínastimpilinn – til dæmis segja upp fríverslunarsamningnum eða loka stöðinni á Kárhóli.“ Alþjóðleg einkastofnun Í ársbyrjun 2021 skipaði forsætis- ráðherra nefnd til að undirbúa stór- byggingu og skipulagsskrá fyrir nýja alþjóðlega einkastofnun, The Grims- son Centre. Nú er stofnunin orðin að veruleika án lagastoðar. Ríkisstjórnin skipar þrjá stjórnarmenn, háskólarnir tvo og einkastofnunin Arctic Circle tvo. Fyrsti áfangi nýrrar byggingar á að vera álíka og Harpan. Einkastofnun- in er skattfrjáls. Ekki verður þó séð að heimild sé fyrir því í íslenskum lögum. Dótturstofnanir verða starf- ræktar vítt og breitt um heiminn. Í stefnuyfirlýsingu stjórnar, sem birt var í september, segir að Ísland hafi boðið aðilum frá Evrópu, Amer- íku, Asíu og Miðausturlöndum til þess að treysta undirstöður stofn- unarinnar. Hverjir eru þeir? Kínversk utanríkisstefna Frá sjónarmiði þjóðaröryggis er athyglisvert að fulltrúar ríkis- stjórnarinnar og háskólanna í stjórn The Grimsson Centre segja í stefnu- yfirlýsingunni að sú skipan alþjóða- stofnana, sem varð til eftir seinni heimsstyrjöld, sé úrelt. Þetta er samskonar orðalag og kín- versk stjórnvöld byggja utanríkispól- Þjóðaröryggi og Kína itík sína á og flestar bandalagsþjóðir okkar vara nú sterklega við. Ísland hefur fram til þessa tryggt fullveldi sitt, varnir og alþjóðleg við- skipti í því stofnanakerfi, sem lýð- ræðisþjóðirnar byggðu upp í kjölfar seinni heimsstyrjaldar. Stjórn stofnunarinnar segir að þróun alþjóðamála hafi um skeið byggst á starfsemi í Silicon Valley, Wall Street og Genf, og Norðurslóð, sem er heiti nýbyggingarinnar, verði slíkur staður. Misvísandi skilaboð um sjálfan grundvöll utanríkisstefnu Íslands frá stjórnvöldum og fulltrúum þeirra í þessari nýju alþjóðlegu einkastofn- un veikja verulega trúverðugleika landsins. Ríkisendurskoðun er hvergi ætlað að hafa eftirlit með svo risastórri stofnun, sem stýrt er af fulltrúum ríkisins. Og engar kröfur eru gerðar um gegnsæi. Ekkert eftirlit er með hagsmuna- tengslum við erlend stjórnvöld og fyrirtæki í alræðisríkjum eins og Kína. Iðnaðarráðherra Arabísku fursta- dæmanna og rússneskur vísinda- og stjórnmálamaður sitja í stjórn alþjóðlegrar einkastofnunar, sem til- nefnir tvo menn í stjórn The Grims- son Centre, sem aftur er órjúfanlegur þáttur í Norðurslóðastefnu lýðveld- isins Íslands samkvæmt stefnuyfir- lýsingunni. Fanga ekki athygli Stjórnarráðsins Ísland þarf að eiga góð samskipti við stórveldi þótt þau lúti alræðisstjórn, þar á meðal Kína. Hitt er allt annars eðlis þegar fulltrúar stjórnvalda í alþjóðlegri einkastofnun enduróma þá stefnu Kínverja að veikja þær alþjóða- stofnanir, sem í áratugi hafa varið grundvallargildi vestrænnar menn- ingar og stjórnskipulags. Þessi dæmi sýna að áhyggjur þingf lokksformanns Sjálfstæðis- manna af veikleika vestrænna stjórnvalda gagnvart Kína fanga jafnvel ekki athygli þeirra sem sitja á rökstólum í Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. n FIMMTUDAGUR 8. desember 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.