Fréttablaðið - 08.12.2022, Síða 14
JAGUAR - LAND ROVER
Hesthálsi 6-8 / 110 Reykjavík
525 6500 / jaguarlandrover.is
Allir bílar sem merktir eru APPROVED hafa farið í gegnum
gæðaferli notaðra Jaguar og Land Rover bíla.
Sjón er sögu ríkari – komdu í reynsluakstur strax í dag.
RANGE ROVER VOGUE P400e
Nýskr. 8/2019, ekinn 91 þús. km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur.
Verð: 13.990.000 kr.
Rnr. 149626.
JAGUAR I-PACE EV400 HSE
Nýskr. 7/2019, ekinn 32 þús. km, rafmagn, sjálfskiptur.
Verð: 9.590.000 kr.
Rnr. 421047.
LAND ROVER Discovery Sport 150d
Nýskr. 5/2020, ekinn 23 þús. km, dísil, sjálfskiptur.
Verð: 8.390.000 kr.
Rnr. 149446.
NOTAÐIR LÚXUSBÍLAR
SÝNINGARSALUR - HESTHÁLSI 6
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
0
1
3
9
8
1
J
a
g
u
a
r
n
o
ta
ð
ir
6
b
íl
a
r
8
d
e
s
RANGE ROVER Sport HSE Dynamic P400e
Nýskr. 4/2019, ekinn 114 þús. km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur.
Verð: 10.890.000 kr.
Rnr. 149457.
RANGE ROVER Evoque SE 180D
Nýskr. 7/2018, ekinn 25 þús. km, dísil, sjálfskiptur.
Verð: 6.790.000 kr.
Rnr. 149469.
JAGUAR F-PACE S R-dynamic
Nýskr. 3/2021, ekinn 42 þús. km, dísil, sjálfskiptur.
Verð: 10.290.000 kr.
Rnr. 421059.
Við lifum á tímum sem mörg vilja
kalla tíma útskúfunar- eða slauf-
unarmenningar. Við lifum á tímum
þar sem við erum að læra að kalla
hlutina réttum nöfnum og það
sem áður var talað um í hálfum
hljóðum sem fjölskylduharmleik
er nú einfaldlega talað um sem
of beldi. Í dag trúum við þolendum
og hjálpum þeim, auk þess sem við
drögum gerendur til ábyrgðar.
En mörgum þykir þó of langt
gengið að útskúfa gerendum úr
samfélaginu og eru f ljót að bjóða
þá velkomna aftur eftir nokkurra
mánaða hlé. Það sem gerendur
þurfa að þola vegna gjörða sinna
þykir nægilega slæmt til þess að
samfélagið fyrirgefi þeim, burtséð
frá því hvort gerendur hafi tekið
ábyrgð eða dregið einhvern lær-
dóm af því að þolendur þeirra
opna sig. Það kemur vissulega fyrir
að gerendur þurfi að þola ýmis-
legt vegna gjörða sinna, til dæmis
að fólk sendi þeim ljót skilaboð
eða tali um gjörðir þeirra opinber-
lega. Þeir þurfa að þola að missa
vinnuna eða fá ekki vinnu í sínum
bransa. Sumir þurfa jafnvel að þola
það að fjölskylda og vinir snúi við
þeim baki.
Það sem þolendur þurfa að þola
Þolendur þurfa að þola varanlegan
skaða af völdum of beldis. Margir
þolendur of beldis hafa örkuml-
ast vegna barsmíða og glíma oft
við þunglyndi, kvíða og áfalla-
streitu árum saman eftir of beldi.
Þau þurfa að þola það að bera ör
á líkama og sál alla ævi. Þolendur
of beldis þurfa oft að þola það að
yfirgefa heimili sín. Heilu fjölskyld-
urnar eru sendar með lögreglufylgd
í Kvennaathvarfið þar sem þau
þurfa að dvelja jafnvel mánuðum
saman, á meðan gerandi fær að
sitja eftir heima. Þau þurfa að líta
yfir öxl sína á leið í vinnu og skóla
á meðan gerandi hringsólar þar í
kring og sendir þeim jafnvel skila-
boð um það á meðan. Þolendur
þurfa að þola það ítrekað að koma
augliti til auglitis við gerendur sína.
Konur og börn þurfa oft að mæta
körlum sem hafa beitt þau andlegu,
líkamlegu og kynferðislegu of beldi
og sitja undir ógnandi hegðun og
hótunum í réttarsal, í umgengni, í
foreldraviðtölum og ýmsum öðrum
aðstæðum. Margir þolendur þurfa
að þola fátækt. Þolendur þora oft
ekki í vinnu af ótta við gerendur og
missa þannig vinnuna. Gerendur
hafa einnig oft stjórn á fjármálum
þolenda sinna, auk þess sem þeir
geta komið í veg fyrir það að þau
fái fjárhagsaðstoð með því að neita
að samþykkja skilnað. Þolendur
hafa þurft að þola það að vera
útskúfað úr samfélagi sínu. Margir
þolendur finna fyrir óbeinum for-
dómum í umhverfi sínu eftir að
hafa opinberað of beldi, en öðrum
er bókstaf lega bolað burt með
undirskriftalistum eða beinum
hótunum frá nærumhverfi sínu.
Við sem samfélag þurfum að
komast að því hvernig við ætlum
að taka á of beldi og hvernig við
viljum aðstoða þolendur og ger-
endur í of beldismálum. En við
megum ekki gleyma því hver eru
hinir raunverulegu þolendur. Við
megum ekki gleyma því hver hin
útskúfuðu eru í raun og veru. n
Greinin er birt í tilefni 16 daga
átaks gegn kynbundnu of beldi.
Hin útskúfuðu
Konur og börn þurfa
oft að mæta körlum
sem hafa beitt þau
andlegu, líkamlegu og
kynferðislegu ofbeldi
og sitja undir ógnandi
hegðun og hótunum í
réttarsal, í umgengni,
í foreldraviðtölum
og ýmsum öðrum
aðstæðum.
Elín Jósepsdóttir
ráðgjafi hjá
Kvennaathvarfinu
Ég vil byrja á að fara yfir sögu mína.
Ég heiti Ása Nishanthi Magnúsdóttir
og er ættleidd frá Sri Lanka árið 1985.
Ég hef alla tíð átt mynd af blóðmóður
minni sem móðir mín tók þegar
hún fékk mig afhenta í dómssal og á
skírnardegi sonar míns afhenti faðir
minn mér ættleiðingarskjölin.
Eftir að hafa misst báða foreldra
mína ákvað ég að fara í leit að mínum
uppruna, þótt ég viti að enginn muni
koma í stað foreldra minna. Ég skrif-
aði Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur bréf
og sóttist eftir því að fá að vera með
í Leitinni að upprunanum á Stöð 2.
Það gekk eftir. Í þættinum fórum við
yfir ættleiðingarskjölin og flugum
út til Sri Lanka. Þar hittum við Auri
Hinriksson, sem er frá Sri Lanka en
búsett á Ísafirði, en hún hefur síðan
verið stór hluti af þessu ferli. Strax í
upphafi benti margt til þess að skjöl
mín væru fölsuð. Þar stendur til að
mynda að ég hafi fæðst á tveimur
stöðum, í Wadduwa og Erathna.
Við fórum á báða staði í leit að blóð-
móður minni en án árangurs.
Eftir heimkomu kom í ljós að
Harpa Sif Ingadóttir, jafnaldra mín
í Borgarnesi sem var ættleidd frá Sri
Lanka átta mánuðum á eftir mér,
er með nær nákvæmlega eins ætt-
leiðingarskjöl og ég. Ég leitaði áfram
uppruna míns með aðstoð Auri og
eftir fimm ára leit tókst okkur að
finna konuna á myndinni minni,
Chöndru Malini, sem móðir mín
heitin hafði alltaf talað mikið um.
Eftir DNA próf kom í ljós að hún
er ekki blóðmóðir mín, hún hafði
einungis verið fengin til að þykjast
vera móðir mín í dómssal. Skömmu
síðar kom í ljós að hún er blóðmóðir
Hörpu. Þar með var endanlega stað-
fest að öll mín skjöl eru fölsuð.
Nú hafa margir haft samband við
mig vegna ættleiðingaskjala þeirra
og erum við fjögur sem viljum fá
almennileg svör. Fram hefur komið
í fjölmiðlum að við komum enn að
lokuðum dyrum og engin svör að fá
frá þeim aðilum sem tengjast þessu.
Því spyr ég, af hverju fór enginn
yfir skjölin hjá þeim börnum sem
voru ættleidd frá Sri Lanka? Lögum
samkvæmt var það í verkahring
dómsmálaráðuneytisins að kanna
hvort lögboðnum skilyrðum til ætt-
leiðingar hafi verið fullnægt. Á því
var augljóslega misbrestur. Eins hefði
verið fullt tilefni til að kanna málið
ofan í kjölinn þegar upp komst um
fölsuð ættleiðingarskjöl hjá barni
sem var ættleitt hingað árið 1986. Ég
geri mér fulla grein fyrir því að þetta
voru aðrir tímar, en þetta hefur mjög
mikil áhrif á okkur sem reynumst
vera ættleidd með fölsuðum skjölum
og hvar er réttlætið fyrir okkur? Við
eigum rétt á að vita um uppruna
okkar. Einhver verður að bera ábyrgð
og viljum við bara fá svör.
Með von um svör. n
Til þess er málið varðar
Ása Nishanthi
Magnúsdóttir
14 Skoðun 8. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ