Fréttablaðið - 08.12.2022, Page 20

Fréttablaðið - 08.12.2022, Page 20
Það var mikið um dýrðir síðasta mánudagskvöld þegar Bresku tískuverð- launin voru afhent í Royal Albert Hall í London. starri@frettabladid.is Bresku tískuverðlaunin voru afhent síðasta mánudagskvöld í Royal Albert Hall í London en þau féllu niður síðustu tvö ár vegna heims- faraldursins. Þar söfnuðust saman eins og venjulega margar af helstu stjörnum og hönnuðum tískubransans til þess að gera upp árið í tískuheiminum. Meðal atriða á hátíðinni var sérstök minningarat- höfn til heiðurs Elísabetu Englandsdrottningu sem lést í september. Þar sýndu nokkrar fyrirsætur fatnað í stíl við þann sem drottn- ingin klæddist á 70 ára valda- tíma sínum. Það var engin önnur en Naomi Campbell sem kynnti inn fyrirsæturnar sem gengu í fötum hönnuðum af Alexander McQueen, Bur- berry, Vivienne Westwood, Victoriu Beckham og Stellu McCartney. Stjörnurnar mættu í skraut- legum og fallegum fötum frá mörgum af frægustu hönnuðum heims. Lítum á nokkrar þeirra. n Flottar stjörnur á Bresku tískuverðlaununum S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB SKOÐIÐ LAXDAL.IS VETRAR- YFIRHAFNIR FRÁ Princess Julia plötusnúður er yfirleitt litrík og skrautleg. Leikkonan Florence Pugh klæddist þessum fallega rauða kjól. Charles Jeffrey frá Loverboy og leikkonan Tilda Swinton létu sig ekki vanta. Fyrirsætan Naomi Camp- bell í glæsileg- um silfruðum kjól. Romeo Beckham klæddist gráu og tók sig vel út. Tónlistar- maðurinn Stormzy klæddist svörtu. Bleiki liturinn var áberandi hjá Lennon Gallagher. 4 kynningarblað A L LT 8. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.