Fréttablaðið - 08.12.2022, Síða 23

Fréttablaðið - 08.12.2022, Síða 23
Krakkakreistur og Krakka­ kropp er barnamatur sem framleiddur verður á Íslandi og væntanlegur er á markað á næsta ári. Verkefnið fékk styrk úr Nýsköpunarsjóði Rannís en það er á allan hátt umhverfisvænt. Það eru þær Vaka Mar Valsdóttir og Sigrún Anna Magnúsdóttir, nemar á lokaári í matvælafræði við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, sem eru frumkvöðlar að þessu verkefni. Þær eru báðar mæður og fannst undarlegt að ekki væri fáanlegur íslenskur barna- matur. Í samstarfi við Sölufélag garðyrkjumanna þróuðu þær barnamat úr grænmeti sem ýmist er of smátt, of stórt, bogið eða brotið og því ekki söluhæft en að öðru leyti í fullkomnum gæðum. Vinkonurnar höfðu hug á nýsköpun sem tengdist námi þeirra og sóttu um styrk í Nýsköp- unarsjóð námsmanna. „Við sáum frekar fljótt að þetta verkefni var mun stærra en við sáum fyrir okkur í upphafi og stofnuðum upp frá því fyrirtæki, Sifmar, sem við nefndum eftir börnunum okkar sem heita, Freyja Sif og Hvannar Mar. Við munum framleiða annars vegar Krakkakreistur sem er maukaður barnamatur í pokum og síðan Krakkakropp sem er græn- metisnasl sem bráðnar í munni og dregur úr köfnunarhættu. Til að framleiða vöruna hyggjumst við nýta umhverfisvænni tækni en gengur og gerist við framleiðslu á barnamat til dæmis með nýtingu jarðvarma,“ segir Vaka. „Rannís styrkir því miður ekki tækjakaup, við fengum styrk frá Tækniþróunarsjóði til gerðar á markaðskönnun og almennri fýsileikakönnun. Þá fengum við fyrir stuttu stóran styrk frá Mat- vælasjóði sem gerir okkur kleift að halda áfram með vöruþróun og lokavinnu á umhverfisvænu ferli í framleiðslunni. Núna vinnum við að því að fjár- magna kaup á tækjabúnaði til að geta farið sem fyrst með vöruna í sölu. Hagar eru búnir að kaupa fyrsta upplag af Krakkakreistum,“ segir Vaka og bendir á að þar sem um barnamat sé að ræða þurfi varan að standast strangar kröfur. Varan þarf að vera samkvæmt lýð- heilsustefnu og hollustan í fyrir- rúmi. Í hraða nútímans vill maður geta fengið barnamat til að grípa í á ferðinni en um leið þarf varan að vera holl og góð.“ Nýsköpunarstyrkurinn í upp- hafi skipti þær vinkonur miklu máli til að hefja ferlið. „Þá gátum við unnið í nokkra mánuði hjá Matís undir leiðsögn Ólafs Reykdal sem hefur hjálpað okkur gríðar- lega mikið. Alls kyns markaðs- kannanir og grunnvinna hefði ekki verið möguleg án styrkja,“ segir Vaka en um leið og þær hafa sett vöruna á markað hafa þær um leið skapað sér atvinnutæki- færi. Verkefnið fékk tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forsetans á þessu ári. „Það var mjög hvetjandi og gefur manni byr undir báða vængi til að halda áfram.“ n Framleiða íslenskan hágæðabarnamat Vaka Mar og Sigrún Anna eru frumkvöðlar en þær eru að undirbúa framleiðslu á íslenskum barnamat. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Spor í sandinn er þróunar­ aðili ALDIN Biodome sem í framtíðinni mun bjóða upp á upplifun sem byggir á marg­ breytilegri matjurtaræktun, bæði utandyra við Elliðaár­ dal og inni í loftlagsstýrðum og umhverfisvænum mann­ virkjum. Rannsóknarverkefnið ALDIN- garðurinn fer nú fram þriðja árið í röð. „Nú þegar höfum við aflað okkur mikilvægrar þekkingar á því hvernig við getum breytt hitastigi jarðvegs og með því uppskorið í sumum tilfellum margfalt meira magn matjurta, samanborið við hefðbundna ræktun utandyra,“ segir Hjördís Sigurðardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome. Hjördís, sem stofnaði ALDIN árið 2015, er með BS-gráðu í mat- vælafræði og umhverfisskipulagi og MS-gráðu í skipulagsfræði frá Wageningen-háskólanum í Hol- landi. Hún er jafnframt stunda- kennari í faginu við Landbúnaðar- háskóla Íslands. Nota affallsvatn úr Stekkjunum ALDIN Biodome hlaut fyrst styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna (NSN) árið 2015. „Styrkurinn var til að rannsaka nýtingu affallsvatns sundlaugar- innar í Laugardal í þeim tilgangi að hita upp gróðurhvelfingar og skapa þar sjálfbæran klasa. Gerð var greining á fýsileika þessa út frá nokkrum skilgreindum þáttum og var hún mjög jákvæð. Við hlutum svo aftur styrki árin 2020 og 2021 til að gera rannsókn á nýtingu lítils hluta affallsvatns sem fellur í fráveitu frá Stekkjahverfi í Breið- holti. Með affallsvatninu hitum við upp ræktunarbeð utandyra og lengjum þannig ræktunartíma margs konar matjurta, en gerum það einnig mögulegt að rækta suð- rænar plöntur utanhúss,“ greinir Hjördís frá. ALDIN Biodome hlaut jafnframt framhaldsstyrk fyrir sömu tilraun í ALDIN-garðinum. „Þá unnum við frekari rann- sóknir og skoðuðum velgengni ræktunar í hituðum beðum og á fjölbreyttari tegundum matjurta og trjáa. Góðar tilraunir vekja alltaf upp margar spurningar, um leið og svör, og þannig er það í okkar tilfelli,“ segir Hjördís. Styrkur frá NSN hjálpar Að mati Hjördísar eru styrkir úr Nýsköpunarsjóði námsmanna í senn gæðavottun og hvatning til að vinna rannsóknir á vísinda- legan og vandaðan hátt. „Fyrir áhugasama nemendur og fyrirtæki með góðar hugmyndir hjálpar styrkur frá Nýsköpunar- sjóði námsmanna til við að hrinda rannsókn í framkvæmd. Til- raunagarðurinn veitir sömuleiðis innblástur fyrir samfélagið og fólk í hinu byggða umhverfi til að nýta betur vannýtta auðlind og huga að margbreytilegri og spennandi matjurtaræktun. Þannig verður til þekking á meðal fólks og sam- ræðuvettvangur á sviði matjurta- ræktunar,“ útskýrir Hjördís. Sem leiðbeinandi í rannsóknar- verkefnum segir hún alltaf við nemendur sína að það sé frumskil- yrði að velja sér rannsóknarverk- efni sem þeir hafi mikinn áhuga á. „Ef svo er, og nemandi er dugleg- ur og hæfur, getur rannsókn skilað framúrskarandi niðurstöðu. Það gerðist hjá okkur í febrúar á þessu ári, þegar Karen R. Róbertsdóttir garðyrkjunemi hlaut viðurkenn- ingu forseta Íslands fyrir öndvegis- verkefni. Karen er umsjónarmaður ræktunartilraunarinnar, hún sér um mælingar og mat niðurstaðna, skrifar allar skýrslur og leggur til framhaldsrannsóknir. Vönduð rannsóknarvinna mun svo alltaf skila sér í meiri þekkingu og færni viðkomandi, og um leið meira spennandi tækifærum,“ segir Hjördís. Alþjóðlegt lífsstílsfyrirtæki Starfsemi í gróðurhúsum ALDIN Biodome er fyrirhuguð í Löngu- gróf sunnan Elliðaárdals, þar sem tilraunagarðurinn hefur verið starfræktur síðastliðin ár. Kjarna- starfsemin er ræktun og upplifun tengd henni, en umtalsvert affalls- vatn, um 27 til 30°C, fellur frá nær- liggjandi hverfi beint frá fráveitu og síðan viðtaka. „Í framtíðinni verður hægt að ímynda sér hvernig fjölbreytt og áhugaverð ræktun verður til í loftlagsstýrðu umhverfi undir hvelfingum. ALDIN Biodome mun tvímælalaust vekja heimsathygli enda sé ég framtíðina þannig að ALDIN verði alþjóðlegt lífsstíls- fyrirtæki sem þjónustar sístækk- andi hóp sem leitar að tengslum við náttúruna og dýpri skilningi á töfrum hennar,“ segir Hjördís. n Sjá nánar á aldin-biodome.is Mun tvímælalaust vekja heimsathygli Hjördís Sigurðardóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ALDIN Biodome séð frá Stekkjarbakka. TEIKNING/WILKINSONEYRE ARCHITECTS Hér má sjá ýmsar tegundir plantna sem ræktaðar voru í tilraunagarði ALDIN Biodome sumarið 2022. MYND/HJÖRDÍS SIGURÐARDÓTTIR Við munum fram­ leiða annars vegar krakkakreistur sem er maukaður barnamatur í pokum og síðan krakka­ kropp sem er græn­ metisnasl sem bráðnar í munni og dregur úr köfnunarhættu. Vaka Mar Valsdóttir Fyrir áhugasama nemendur og fyrirtæki með góðar hugmyndir hjálpar styrkur frá NSN til við að hrinda rannsókn í fram­ kvæmd. 3FIMMTUDAGUR 8. desember 2022 NSN 30 ÁR A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.