Fréttablaðið - 08.12.2022, Síða 26
Styrkurinn veitti
meðal annars
tækifæri til að komast á
afskekkta staði til þess
að skilja og túlka nátt-
úruna með aðferðum
vísinda og myndlistar.
Úkoma verkefnisins
varð kveikjan að meist-
araverkefni nemandans
sem fólst einnig í sam-
tvinnun lista og vísinda.
Pavla Dagsson Waldhauserová
Sea Saver Karlsson ehf. er
eitt þeirra sprotafyrirtækja
hverjum Nýsköpunarsjóður
námsmanna og Tækniþró
unarsjóður hefur gagnast
einstaklega vel.
Í samstarfi við Háskólann í
Reykjavík vinnur fyrirtækið að því
að þróa tækni sem mun gjörbylta
björgunaraðgerðum í sjóslysum.
„Ég las það fyrir nokkrum árum
í einhverju riti hve slys á sjó eru tíð.
Einnig eru björgunaraðgerðir þar
oft árangurslitlar þar sem tíminn
skiptir gríðarlegu máli. En rétt og
snör viðbrögð eru frumskilyrði
fyrir björgun lífs á sjó, bæði vegna
hættu á drukknun og ofkólnunar
í sjónum,“ segir Ágúst Karlsson,
verkfræðingur, frumkvöðull og
einn eigandi Sea Saver ehf.
Í framhaldi fór Ágúst að huga að
því hvort það mætti ef til vill draga
úr dauðaslysum á sjó með nýjustu
tækni. „Þá fóru hjólin að snúast og
hugmyndin þróaðist í huga mér
þar til ég smíðaði módel í bílskúrn-
um. Ég sýndi það frumkvöðli sem
fannst það efnilegt. Næsta skref
var að fara með módelið í Háskól-
ann í Reykjavík þar sem það fékk
góðar undirtektir,“ segir Ágúst.
Gjöfult samstarf
Þá var næsta skref að kynna hug-
myndina fyrir Siglingaráði sem
veitti milligöngu um styrk til verk-
efnisins á vegum Samgöngustofu.
„Í framhaldi var leitað til Rannís
og Tækniþróunarsjóðs sem varð
til þess að verkefnið hlaut styrk úr
Nýsköpunarsjóði námsmanna til
að geta greitt fjórum nemendum
í HR laun fyrir sumarvinnu við
áframhald á þróun verkefnisins.
Auk þess fékk Sea Saver úthlutun
úr styrktarsjóðnum Fræ, einn-
ig á vegum Tækniþróunarsjóðs,
og kom sá styrkur sér einstak-
lega vel til kaupa á íhlutum fyrir
búnaðinn, sem er mjög dýr. Áður
hafði Háskólinn í Reykjavík haldið
sérstakt þriggja vikna námskeið
sem sneri eingöngu að þróun á
ákveðnum þáttum búnaðarins.
Nýverið var svo undirrituð sam-
starfsyfirlýsing sem tryggir að
HR mun koma að þessu samstarfi
áfram og í þessari viku er að ljúka
öðru þriggja vikna námskeiði. Þá
má geta þess að Landsbjörg – Björg-
unarskóli sjómanna, hefur einnig
sýnt verkefninu mikinn áhuga.“
Sem fyrr segir er Sea Saver
Karlsson í góðu samstarfi við HR.
„Skólinn leggur til afburðanem-
endur í rafmagnstæknifræði, orku-
og véltæknifræði auk viðskipta-
fræðinema sem koma að gerð
viðskiptamódelsins undir leiðsögn
sviðsstjóra skólans. Ég sem „höfuð-
strumpur“ að verkefninu ásamt
dóttur minni Ástu Karen fram-
kvæmdastjóra, eigum þessu fólki
mikið að þakka og hefur samvinn-
an verið mjög skemmtileg og lær-
dómsrík. Að ógleymdum stuðningi
og styrkjum Rannís við verkefnið,
sem verið hefur þungamiðjan í
framkvæmdinni fram til þessa, en
fjárhagsleg staða mála er nánast
alfarið byggð á stuðningi Rannís.
Það er okkar reynsla að samvinna
á milli frumkvöðla, atvinnulífs og
háskóla sé farsælasta leiðin til að
ná árangri í nýsköpun og verð-
mætasköpun.“
Íslenskt hugverk
bjargar mannslífum
Búnaðurinn nefnist Sea Saver og er
straumlínulaga fjarstýrt yfirborðs-
far, eins konar hraðskeyti. Skeytið
er knúið áfram og stýrt af fjórum
drifmótorum. Lengd þess er um
120 cm og hámarksganghraði á
sléttu er um 14 km/klst.
„Búnaðurinn er nýnæmi þar sem
um er að ræða virkt björgunartæki
sem ætlað er að „finna – sækja –
skila“. Skipstjóri eða stýrimaður
sendir skeytið frá borði og við
tekur sjálfstýring sem vinnur í
gegnum gervihnött. Svokallaður
sónar og LIDAR er á meðal þess
hátæknibúnaðar sem gerir þetta
mögulegt. Enn fremur er hægt að
kemba ákveðið svæði með því
að gefa upp hnit sem afmarkar
leitarsvæðið. Þetta á helst við í
myrkri, við þröngar aðstæður eða
í úfnum sjó. Um aðra tækniþætti
er ekki hægt að ræða að svo stöddu
opinberlega vegna sjónarmiða um
einkaleyfi.
Tæknin gerir það mögulegt að
bregðast skjótt við þegar menn
falla fyrir borð. Því fyrr sem
björgunaraðgerðir geta hafist, því
betra, því hver sekúnda í sjónum
skiptir máli. Með Sea Saver verður
einnig hægt að bjarga mönnum úr
sjó við erfiðari aðstæður en áður,
oft án þess að það þurfi að senda
aðra í sjóinn á eftir þeim. Ef maður
er meðvitundarlaus eða mikið
slasaður þyrfti þó að senda mann
með. Sjósetning og fyrstu skipanir
eru gerðar með stöðluðu handtæki
sem líkist drónastýringu en er
einfaldara og með færri skipanir,“
segir Ágúst.
Í grundvallaratriðum þarf ekki
mikla þekkingu við notkun Sea
Saver, en við erfiðari aðstæður og
í myrkri, þegar skeytinu er skipað
að leita á ákveðnu svæði eða í
þrengslum, þarf stjórnandi að vera
talsvert kunnugur stjórntækinu.
„Meðferð tækisins gæti þá verið
þáttur í slysavörnum sjómanna.
Búnaðurinn gæti komið björg-
unarsveitum til nota bæði við
björgun og ekki síður við æfingar
þeirra sjálfra eða sem kennslu-
gagn. Skeytið gæti að auki verið til
taks á baðströndum. Sea Saver er
þó fyrst og fremst ætlað að vera til
staðar á bátum og skipum.“
Næsta skref hjá Sea Saver
Karlsson ehf. er áframhaldandi
þróun á skeytinu sjálfu og hönnun
á sjálfvirkum sjósetningarbúnaði.
„Þetta á að verða alvöru björg-
unartæki sem hægt er að treysta.
Tækið verður því að uppfylla allar
tilheyrandi öryggisreglur og fá
samþykki frá öryggis- og úttektar-
stofnunum,“ segir Ágúst.
Framtíðarsýn
„Framtíðarsýn Sea Saver Karlsson
ehf. er að hanna, þróa og framleiða
hátæknibjörgunarbúnað sem nýt-
ist við erfiðar aðstæður við björg-
un fólks úr sjávarháska. Markmið
með framleiðslu búnaðarins er
að efla íslenska hátæknivöru og
hugvit, til að skapa verðmæti á
mörkuðum innan lands og utan.
Þá eru ótalin verðmæti lífsbjargar
sem ekki verða metin til fjár,“ segir
Ágúst að lokum. n
Hver sekúnda í sjónum skiptir höfuðmáli
Ágústi vr umhugað um árangursleysi sjóbjörgunaraðgerða og þróaði búnað
sem myndi gera gagn við erfiðar aðstæður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Pavla Dagsson Waldhauser
ová er vísindamaður við
Landbúnaðarháskólann og
er forseti Rykrannsóknar
félags Íslands en hún hafði
umsjón með verkefni á
vegum skólans sem hlaut
styrk úr Nýsköpunarsjóði
námsmanna.
Verkefnið bar titilinn: Mót mynd-
listar og rykrannsókna á Íslandi,
þar sem skoðað var hvernig list
og rykrannsóknir tengjast og
aðferðum myndlistar beitt til þess
að rannsaka ryk. Nemandinn var
María Rún Þrándardóttir.
Um hvað snerist verkefni
nemans?
„Verkefnið fólst í því að kanna
snertifleti myndlistar og rykrann-
sókna með aðferðum myndlistar,
sér í lagi ljóðlistar og gjörninga.
Ryk hefur umfangsmikil áhrif á
fjölmörg lífkerfi, til dæmis afköst
til sjávar og sveita en einnig lofts-
lagið og þar með breytingar á því,“
segir Pavla.
„Ég hafði mikinn áhuga á þessu
fyrirbæri og þess vegna vildi ég
nýta bakgrunn minn í myndlist
til að rannsaka ryk frá annarri átt.
Markmiðið var frá upphafi að festa
upplifun þess að vera í rykstormi
á filmu og fanga hljóð hans. Ég fór
nokkrar ferðir upp á hálendið yfir
sumarið, að Hagavatni, Sand-
kluftavatni og að lokum í tíu nátta
ferð á Dyngjusand sem er ein
helsta uppspretta ryks á norður-
hveli jarðar. Þar sameinuðu 25 vís-
indamenn frá átta löndum krafta
sína til rykrannsókna sem nefnd
var inDust-rannsóknin. Verkefnið
gekk vel og var meðal annars í
forvali til Nýsköpunarverðlauna
Forseta Íslands 2022,“ segir Pavla
en sótt var um styrkinn í febrúar
í fyrra og honum var úthlutað í
skrefum sumarið 2021.
Hvaða tækifæri fól styrkurinn
í sér?
„Styrkurinn veitti meðal annars
tækifæri til að komast á afskekkta
staði til þess að skilja og túlka nátt-
úruna með aðferðum vísinda og
myndlistar. Útkoma verkefnisins
varð kveikjan að meistaraverk-
efni nemandans sem fólst einnig
í samtvinnun lista og vísinda.
Styrkurinn leiddi af sér fjölmörg
tækifæri til að kynna verkefnið á
ráðstefnum þar sem vísindi mæta
listum, svo sem Arctic Festival (ísl.
Hátíð norðurhvels jarðar), í Iðnó í
september 2022 og High Latitude
Dust Workshop (ísl. Vinnustofa um
ryk á norðurhveli), í Keldnaholti
í febrúar 2022. Fyrir Maríu var
mikilvægt að styrkur frá Nýsköp-
unarsjóði námsmanna gefur
hugmyndaríkum ungmennum
drifkraftinn til að þora að taka af
skarið,“ segir Pavla.
Hefur styrkurinn leitt af sér ný
verkefni?
„Verkefnið reyndist nytsamlegt í
meistaranámi Maríu, sem ætlar að
útskrifast núna um jólin í þver-
faglegu námi sem ber heitið MSc.
í umhverfisbreytingum á norður-
slóðum, skammstafað EnCHiL.
Meistaraverkefnið fjallaði um
mót myndlistar minnar og ýmissa
rannsókna á norðurslóðum og því
má segja að Rannísverkefnið hafi
verið nokkurs konar inngangur
að því,“ segir Pavla og bætir við:
„Styrkurinn var nauðsynlegur til
þess að verkefnið yrði að veru-
leika.“ n
Styrkurinn var nauðsynlegur
Pavla Dagsson-Waldhauserová er vísindamaður við Landbúnaðarháskólann.
MYND/DAVID BRUNER
Með Sea Saver
verður einnig hægt
að bjarga mönnum úr sjó
við erfiðari aðstæður en
áður, oft án þess að það
þurfi að senda aðra í
sjóinn á eftir þeim.
Ágúst Karlsson
6 8. desember 2022 FIMMTUDAGURNSN 30 ÁR A