Fréttablaðið - 08.12.2022, Side 27
Okkar draumur og
von er að við
getum komið að þessu
með jákvæðum hætti.
Þorvaldur Arnarsson fékk
styrk frá Nýsköpunarsjóði
námsmanna í vor. Hann
vinnur að verkefni sem
gengur út á að fullnýta allt
sem til fellur við landeldi
á laxi. Hann vinnur nú að
verkefninu hjá Landeldi hf.
Þorvaldur er meistaranemi í
sjávarauðlindafræði og hefur
gríðarmikinn áhuga á fullnýtingu
sjávarafurða. Það vakti áhuga hans
hvað Íslendingar hafa staðið sig vel
í fullnýtingu á þorski og hann vildi
athuga hvort hægt væri að nýta lax
á svipaðan hátt.
„Núna er fordæmalaus uppbygg-
ing fyrirhuguð á landeldi á laxi hér
á landi. Landeldi opnar möguleik-
ann á að stýra aðstæðum og grípa
allt sem til fellur við fiskeldið, til
dæmis mykju og eins roð, bein og
annað. Á þessum grunni sóttum
við um styrk til Nýsköpunarsjóðs
námsmanna fyrir verkefninu
Endurnýting hliðarstrauma,“
útskýrir Þorvaldur, sem starfar nú
sem verkefnastjóri hjá Landeldi.
„Verkefnið var í raun mjög fljótt
að vinda upp á sig af því að um leið
og ég sótti um styrkinn, kom út
skýrsla frá Matís þar sem verið var
að kortleggja möguleika í úrgangi
fiskeldis. Niðurstaðan var mjög
eindregið á þá vegu að hægt væri
að nýta hann til áburðargerðar.“
Þorvaldur segir að verkefnið hafi
því snúist að mestu leyti um það að
kortleggja með hvaða hætti best er
að endurvinna laxeldisúrgang til
áburðargerðar.
„Það er gaman að segja frá því að
síðan við fórum af stað með verk-
efnið höfum við sótt um styrki hjá
fleiri sjóðum og það hefur hlotið
brautargengi á hverri einustu víg-
stöð,“ segir hann. „Það er mikið verk
eftir óunnið á þessari vegferð, en
vonandi höldum við áfram að njóta
stuðnings þeirra sem geta aðstoðað
okkur við að raungera þetta.“
Verkefnið hefur stækkað það
hratt að í sumar voru Landeldis-
samtök Íslands stofnuð með öllum
þeim félögum sem eru að fara af
stað með landeldi á laxfiskum.
Samtökin hverfast um það sam-
eiginlega markmið að hámarka
endurnýtingu alls sem til fellur við
eldið í formi hliðarafurða á borð
við fiskimykju.
„Það er breið samstaða landeldis-
félaga að baki þessum samtökum
og við höfum þegar gert viljayfir-
lýsingu við Bændasamtök Íslands
um verkefnið og þau styðja það af
heilum hug. Sem er náttúrulega
bara frábært,“ segir Þorvaldur.
Atvinnuskapandi verkefni
Þorvaldur segir verkefnið atvinnu-
skapandi en þó nokkrir vinna að
ólíkum hliðum þess.
„Svona verkefni felur í sér hönn-
un og uppsetningu á alls konar
búnaði. Við erum að miklu leyti að
hanna sjálf en svo kaupum við líka
alls konar íhluti og sértækar græjur
alls staðar að úr heiminum. Þetta er
virkilega atvinnuskapandi. Ef það
verður að raunveruleika að hægt sé
að safna saman mykju úr þessum
stóru landeldisstöðvum sem eru
að fara að byggjast upp á Íslandi
næsta áratuginn og endurnýta í
öðru formi, þá opnast möguleikar
á því að skapa virðisauka úr eldinu
til annarra greina og efla með því
hringrásarhagkerfi Íslands. Þá er ég
að tala um hringrás næringarefna
í matvælaframleiðslu. Það er fram-
tíðarsýn sem væri bara draumur
og það er það sem við erum að
rembast við að gera að veruleika,“
segir hann.
Þorvaldur segir verkefnið einnig
hafa möguleika til að stórminnka
kolefnisspor og umhverfisáhrif frá
fiskeldi.
„Markmið okkar er að ná fram
bestu mögulegu lendingu á því
Styrkurinn skapar tækifæri
Þorvaldur
Arnarsson segir
að styrkurinn
hafi gert honum
kleift að taka
þátt í verk-
efninu sem gæti
komið til góða
í fleiri atvinnu-
greinum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
hvernig hægt er að nýta þessi
affallsefni úr laxeldinu. Fari það
svo að okkur takist að búa til nyt-
samlegan áburð, þá verður það
gríðarlegur ávinningur fyrir sam-
félagið allt, sér í lagi landbúnaðinn.
Áburðarkostnaður er stór kostnað-
arliður fyrir landbúnaðinn. Okkar
draumur og von er að við getum
komið að þessu með jákvæðum
hætti. Að við getum hjálpað til.“
Metnaður til að gera vel
Hlutverk Þorvaldar í verkefninu
snýst aðallega um það að lágmarka
umhverfisáhrif framleiðslunnar.
„Núna erum við til dæmis að
vinna að nokkrum verkefnum sem
miða að því að fjarlægja óæskileg
efni úr affallinu. Í þeim vinkli erum
við að vinna með fallbyssunum í
Atmonia en í öðrum anga erum
við að vinna með sérfræðiteymi
Matís, sem ætlar að sjá um að mæla
og efnagreina öll næringarefni úr
affallinu hjá okkur til þess að hægt
sé að kortleggja ítarlega og með
skilvirkum hætti hvernig best sé að
nýta það,“ segir hann.
„Við erum að leggja mjög mikla
vinnu og mikinn metnað í að gera
þetta sem allra best.“
Þorvaldur vill koma á framfæri
öllu sínu hjartans þakklæti fyrir
styrkveitinguna frá Rannís.
„Styrkurinn gerði það mögulegt
að ég gat komið að þessu verkefni
og vonandi hefur mér tekist að
leggja eitthvað örlítið jákvætt á
vogarskálar þess. Fyrir utan það
náttúrulega að ég fékk á endanum
draumastarfið mitt á besta vinnu-
stað í Evrópu, hjá Landeldi hf. Þessi
styrkur myndar ákveðna brú á milli
menntastofnana og fyrirtækja og
skapar tækifæri fyrir það fólk sem
eftir þeim sækist. Svo bara takk,
takk kærlega.“ n
Umsóknarfrestur er til kl. 15.00, 6. febrúar 2023
Auglýst eftir umsóknum
í Nýsköpunarsjóð námsmanna
Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum
tækifæri til að ráða háskólanema í grunn- og meistaranámi í sumarvinnu við
rannsókna- og þróunarverkefni.
l Styrkir eru veittir til rannsókna- og þróunarverkefna sem þykja líkleg til að stuðla að
nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja
l Umsóknir um styrki eru metnar með hliðsjón af möguleikum til hagnýtingar í atvinnulífi
og nýnæmi fyrir þekkingu í viðkomandi fræðigrein
l Verkefnin skulu leyst af hendi með sjálfstæðri og faglegri vinnu námsmanns undir
leiðsögn ábyrgðarmanna
l Styrkir eru ekki veittir til lokaverkefna námsmanna
l Úthlutun mun liggja fyrir í lok mars 2023
Hverjir geta sótt um?
l Háskólanemar í grunn- og meistaranámi
l Sérfræðingar innan háskóla, stofnana og fyrirtækja sem óska eftir að ráða háskólanema
í sumarvinnu við rannsóknir
Sótt er um rafrænt á rannis.is.
Nánari á www.rannis.is
7FIMMTUDAGUR 8. desember 2022 NSN 30 ÁR A