Fréttablaðið - 08.12.2022, Side 42
Sjö hundruð erlendir
gestir sækja kvik-
myndaverðlaunahátíð-
ina hingað til lands og
samkvæmt skipuleggj-
endum verða hundrað
meðlimir heimspress-
unnar viðstaddir við-
burðinn.
Freequent jakkar
Kr. 12.990.-
Str. S-XXL
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
Evrópsku kvikmyndaverð-
launin verða afhent um kom-
andi helgi í Hörpu. Er þetta
í fyrsta sinn sem verðlaunin
verða afhent á Íslandi en það
er gert í Berlín annað hvert
ár og í evrópskri borg þess á
milli. Að sögn skipuleggjenda
er þetta í fyrsta sinn sem
Íslendingar eru gestgjafar svo-
kallaðs A-lista viðburðar.
ninarichter@frettabladid.is
Sjö hundruð erlendir gestir sækja
landið heim auk heimspressunnar
en skipuleggjendur búast við um
100 erlendum blaðamönnum á
landinu í tengslum við viðburðinn.
Meðal erlendra gesta eru sænski
leikstjórinn Ruben Östlund, leik-
stjóri hinnar geysivinsælu Triangle
of Sadness sem hefur slegið í gegn
hér á landi síðustu vikur, og er til-
nefnd til verðlauna í nokkrum
flokkum. Auk hans mæta þrír leik-
arar úr leikhópnum og þar á meðal
Zlato Buric sem hlýtur tilnefningu á
verðlaununum sem besti leikarinn.
Franska leikkonan Léa Seydoux
úr Bond-myndinni No Time to Die
og Inglorious Basterds eftir Quentin
Tarantino er einnig væntanleg til
landsins um helgina. Hún er til-
nefnd sem besta leikkona ársins
fyrir leik í aðalhlutverki, fyrir leik í
myndinni One Fine Morning
Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og
listamaðurinn Hugleikur Dagsson
verða kynnar á sviðinu í Eldborg.
Meðal annarra kynna má nefna
danska leikarann Nikolaj Coster-
Waldau sem landsmenn þekkja
helst úr hlutverki Jamie Lannister úr
HBO-þáttunum Game of Thrones.
Sinfóníuhljómsveit Íslands, INNI
music og GusGus sjá um tónlistar-
flutning.
Í fréttatilkynningu er Evrópsku
kvikmyndaakademíunni svo lýst,
að hún leitist við að styðja og tengja
saman 4.400 meðlimi sína ásamt því
að kynna verk þeirra. „Markmiðið
er að miðla þekkingu og fræða
áhorfendur á öllum aldri um evr-
ópska kvikmyndagerð. Verðlaunin
eru þau þekktustu og virtustu í
evrópskri kvikmyndagerð og verða
í beinni útsendingu í 24 löndum á
laugardagskvöldið.“ n
Nafntogaðir gestir og tilnefningar fyrir helgina
Besta myndin
n Alcarrás - Spánn og Ítalía
n Close – Belgía, Frakkland og
Holland
n Corsage – Austurríki, Lúxemborg,
Þýskaland og Frakkland
n Holy Spider – Danmörk, Þýska-
land, Svíþjóð og Frakkland
n Triangle of Sadness – Svíþjóð,
Þýskaland, Frakkland, Bretland
Besta gamanmyndin
n Cop Secret/Leynilögga – Ísland
n The Divide/La Fracture – France
n The Good Boss/El Buen Patrón
– Spánn
European discovery – Prix
fipresci
n 107 Mothers/Cenzorka – Sló-
vakía, Tékkland og Úkraína
n Love According to Dalva – Belgía
og Frakkland
n Other People/Inni Ludzie – Pól-
land og Frakkland
n Pamfir – Úkraína, Frakkland,
Pólland, Þýskaland og Chile
n Small Body/Piccolo Corpo
– Ítalía, Frakkland, Slóvenía
n Sonne – Austurríki
Evrópsk heimildar-
mynd
n A house made of
splinters – Danmörk,
Svíþjóð, Finnland,
Úkraína
n Girl Gang – Sviss
n Mariupolis 2 –
Litáen, Frakkland
og Þýskaland
n The Balcony
Movie/Film Bal-
konowy – Pólland
n The March on
Rome /Marcia Su
Roma – Ítalía
Evrópskar teiknaðar myndir
n Little Nicholas happy as can be
– Frakkland, Lúxemborg
n My Love affair with marriage
– Lettland, Bandaríkin, Lúxem-
borg
n My Neighbor‘s Neighbors –
Frakkland
n No dogs or Italians allowed –
Frakkland, Ítalía, Belgía, Sviss,
Portúgal
n Oink/Knor – Holland, Belgía
Evrópskar stuttmyndir
n Granny‘s sexual life – Slóvenía,
Frakkland
n Ice Merchants – Portúgal, Frakk-
land
n Love, dad – Tékkland, Slóvakía
n Techno, mama – Litáen
n Will my parents come to see
me – Austurríki, Þýskaland,
Sómalía
Evrópskur leikstjóri ársins
n Jerzy Skolimowski fyrir kvik-
myndina Eo
n Lukas Dhont fyrir kvikmyndina
Close
n Marie Kreutzer fyrir kvikmynd-
ina Corsage
n Ali Abbasi fyrir kvikmyndina
Holy Spider
n Alice Diop fyrir kvikmyndina
Saint Omer
n Ruben Östlund fyrir kvikmynd-
ina Triangle of Sadness
Evrópska leikkona ársins
n Vicky Krieps fyrir Corsage
n Zar Amir Ebrahimi fyrir kvik-
myndina Holy Spider
n Léa Seydoux fyrir kvikmyndina
One Fine Morning
n Penélope Cruz fyrir kvikmynd-
ina Parallel Mothers
n Meltem Kaptan fyrir kvikmynd-
ina Rabiye kurnaz vs. George W.
Bush
Evrópski leikari ársins
n Paul Mescal fyrir After Sun
n Eden Dambrine fyrir Close
n Elliott Crosset Hove fyrir
Volaða land
n Pierfrancesco favino fyrir
Nostalgia
n Zlatko Buric fyrir
Triangle of Sadness
Evrópska handrit
ársins
n Angelo Tjissens og
Lukas Dhont fyrir
Close
n Arnau Vilarö og
Carla Simón fyrir
Alcarrás
n Kenneth Branagh
fyrir Belfast
n Afshin Karman
Bahrami og Ali
Abbasi fyrir Holy
Spider
n Ruben Östlund
fyrir Triangle of
Sadness.
Ofurstjarnan
Penelope Cruz er
tilnefnd í ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Verðlaunagripir frá Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2021. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
26 Lífið 8. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ