Fréttablaðið - 08.12.2022, Side 48
frettabladid.is
550 5000
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025
Kolbeins
Marteinssonar
n Bakþankar
Það var gæfa að móðir mín skyldi
eignast mig 19 ára gömul. Sökum
ungs aldurs hennar ólst ég upp
fyrstu ár mín hjá ömmu minni,
Þóru Helgadóttur. Hún varð fyrir
vikið gríðarstór hluti af lífi mínu
sem amma, uppalandi og leið-
togi. Í daglegum samskiptum
var lagður grunnur að órjúfan-
legum böndum sem héldust allt
til andláts hennar árið 1996. Við
bjuggum líka skammt frá þannig
að samskipti voru alla tíð mikil.
Eitt það síðasta sem hún gerði
daginn sem hún dó, áður en hún
hvarf í móðu verkjalyfja sárþjáð
af krabbameini, var að hringja til
Danmerkur þar sem ég bjó. Hún
vildi kveðja mig og brýna fyrir
mér að ég hefði val um hvaða
stefnu líf mitt myndi taka. Ég
hugsa að hún hafi haft af mér
áhyggjur sem voru kannski ekki
alveg óþarfar.
Við hittumst í síðustu viku
stórfjölskyldan og fögnuðum því
að amma Þóra hefði orðið 100
ára. Það var falleg og skemmtileg
stund. Ég er samt ekkert viss um
að amma hefði kært sig um að
verða svona gömul með öllum
þeim takmörkunum sem geta
fylgt hárri elli. Við grínuðumst
líka með að væri hún enn á lífi
væri hún örugglega líka búin að
gera okkur, afkomendur sína, alla
gráhærða. Eftir stendur þó, að líf
sem enn er fagnað áratugum eftir
að því lauk, er líf sem var vel lifað.
Fyrir mig skiptir þó mestu sú
virðing, vinátta og óbilandi trú
sem amma hafði á mér. Það er eitt
besta veganesti sem ég fékk út í
lífið og veitir mér styrk á hverjum
degi. En kannski er besta lexían sú
að ég ætla að verða jafngóður afi
ef til þess kemur fyrir mín barna-
börn og hún var amma fyrir mig.
Þá kannski muna þau eftir mér
þegar ég verð 100 ára. n
Hundrað ára
Faxafeni 11 • Sími 534 0534
Allt fyrir
veisluna
Skreytingar
Borðbúnaður
Búningar
Tækjaleiga
Jólablað Nettó
Allt fyrir jólin á einum stað
Skannaðu
QR kóðann
B
ir
t m
eð
fy
ri
rv
ar
a
um
p
re
nt
vi
ll
ur
o
g/
eð
a
m
yn
da
br
en
gl
.
Jólatrén
eru komin
Stafafura frá Skógræktinni
125-150 CM
5.995
100-150 CM
5.995
Nordmannsþinur
150-175 CM
6.995
150-200 CM
6.995
175-200 CM
7.995
200-250 CM
7.995
Það er eitthvað við lyktina af grenitrjám.
Sumir elska að skreyta það á meðan öðrum finnst
skemmtilegast að velja það
Öll okkar tré eru sérvalin og ættu því öll að
geta fundið sitt fullkomna jólatré
afsláttur
af öllum kósí- og
jólavörum
25%