Fréttablaðið - 09.12.2022, Side 8
Almennir sundlaugar-
gestir hafa verið mjög
kurteisir og þolin-
móðir.
Guðmundur Pálsson,
formaður sunddeildar UMFS
Stjórn Reiknistofu bankanna hf., kt. 470111-0540, gerir kunnugt að
með heimild í 2. mgr. 27. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög hefur hún tekið
ákvörðun um að hlutabréf félagsins verði tekin til rafrænnar skráningar í
kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar. Stefnt er að því að skráningin taki gildi
mánudaginn 27. mars 2023 kl. 08:00. Frá þeim tíma eru hin áþreifanlegu
hlutabréf í félaginu ógild í samræmi við heimild í 1. mgr. 14. gr. laga nr.
7/2020 um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu
fjármálagerninga.
Nánar tiltekið verða öll hlutabréf Reiknistofu bankanna hf. tekin til rafrænnar
skráningar, en þau eru öll í einum hlutaflokki og gefin út á nafn hluthafa.
Útgáfudags er getið á hverju hlutabréfi.
Hér með er skorað á alla eigendur hlutabréfa í Reiknistofu bankanna hf. sem
telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá
félagsins, að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til Reiknistofu bankanna
hf. á netfangið hluthafar@rb.is. Komi í ljós við slíka könnun að vafi leiki á
eignarhaldi ber eigendum að færa sönnur á það gagnvart félaginu innan
þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar í Lögbirtingablaði.
Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til hluta-
bréfa í Reiknistofu bankanna hf., s.s. veðréttindi, að koma þeim á
framfæri við fullgilda reikningsstofnun, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr.
7/2020 um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu
fjármálagerninga, innan þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar
þessarar í Lögbirtingablaði. Gæta skal þess að reikningsstofnunin hafi
gert aðildarsamning við Nasdaq verðbréfamiðstöð.
Stjórn Reiknistofu bankanna hf. hefur ákveðið að eftir að innköllunarfrestur
er liðinn og rafræn skráning á hlutabréfum félagsins hefur átt sér stað í kerfi
Nasdaq verðbréfamiðstöðvar, skuli arðgreiðslur til hluthafa einungis fara
fram í gegnum kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar, sbr. heimild í 4. tl. 54. gr.
reglugerðar nr. 397/2000 um rafræna eignarskráningu verðbréfa
í verðbréfamiðstöð, með síðari breytingum.
Hluthafar skulu fela reikningsstofnun sem hefur gert aðildarsamning við
Nasdaq verðbréfamiðstöð umsjón með eignarhlut sínum í félaginu og stofna
vörslureikning.
Reykjavík, 9. desember 2022.
Stjórn Reiknistofu bankanna hf.
Tilkynning til hluthafa
kristinnhaukur@frettabladid.is
SUÐURLAND Sundhöllin á Selfossi
er löngu sprungin vegna mikillar
íbúafjölgunar í sveitarfélaginu
Árborg á undanförnum árum og
áratugum. Sunddeild Ungmenna-
félags Selfoss sendi bæjarráði
nýlega áskorun um að f lýta þyrfti
uppbyggingu nýrrar sundlaugar.
„Tafir á uppbyggingu geta valdið
vandræðum með að koma börnum
í skólasund,“ segir Guðmundur
Pálsson, formaður sunddeildar-
innar, sem telur nú um 60 iðkendur.
Í Sundhöllinni er 25 metra úti-
laug, 18 metra innilaug og barna-
laug. Árið 2015 var byggt við
Sundhöllina og þá bætt við inni-
barnalaug.
En það þarf að gera meira til að
mæta fólksfjölguninni. Frá alda-
mótum hefur íbúafjöldi Árborgar
nærri tvöfaldast, það er farið úr
5.691 í 10.834. Börnum á grunn-
skólaaldri hefur fjölgað úr 941 í
1.581, eða um 640.
Guðmundur segir að til séu
teikningar af nýrri laug, sem yrði
byggð við hlið Sunnulækjarskóla.
Sveitarfélagið hefur stofnað nefnd
um uppbyggingu sundlaugar-
mannvirkja en hún hefur farið
hægt af stað. Engar ákvarðanir
eða tímasetningar eru til um nýja
sundlaug.
„Það eru allar brautir gjörnýttar.
Almennir sundlaugargestir hafa
verið mjög kurteisir og þolinmóð-
ir,“ segir Guðmundur um stöðuna
í Sundhöllinni en sveitarfélagið á
einnig 18 metra útilaug á Stokks-
eyri.
„Krakkar í Flóahreppi þurfa að
fara í sund í Rangárvallasýslu. Þau
komast ekki að hjá Selfossi,“ segir
Guðmundur en Flóahreppur er
austan við Árborg. n
Sundhöllin á Selfossi sprungin vegna mikillar fjölgunar íbúa
helgisteinar@frettabladid.is
UTANRÍKISMÁL Mevlut Cavusoglu,
utanríkisráðherra Tyrklands, segir
Finna þurfa að aflétta vopnasölu-
banni á Tyrkland ef Tyrkir styðji
aðild Finna að NATO.
Ty rk ne sk i r áðher r a n n lét
ummælin falla í tengslum við vænt-
anlega heimsókn Antti Kaikkonen,
varnarmálaráðherra Finnlands.
Bæði Svíþjóð og Finnland lögðu
bann við sölu á vopnum til Tyrk-
lands 2019 í kjölfar aðgerða Tyrk-
lands gegn Kúrdum í Sýrlandi.
„Við höfum ekki enn heyrt neinar
yfirlýsingar frá Finnum um að þeir
muni aflétta vopnasölubanni sínu á
okkur,“ segir Cavusoglu.
Svíar og Finnar hafa sótt um
aðild að NATO en Tyrkir tefja og
saka löndin um að hunsa ógnanir í
garð Tyrkja. Þeir vilji meiri þrýsting
frá Svíum og Finnum á kúrdíska og
aðra vígahópa sem Tyrkland skil-
greinir sem hryðjuverkamenn. n
Tyrkir setja skilyrði við NATO-stuðning
Recep Tayyip Erodgan, Tyrklandsfor-
seti. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Pedro Castillo er horfinn af
forsetastóli í Perú eftir að
hann reyndi að leysa upp þing
landsins og efna til „neyðar-
stjórnar“ undir sinni forystu
og setja á útgöngubann.
thorgrimur@frettabladid.is
PERÚ Óhætt er að segja að mikil
ólga hafi einkennt stjórnmál í Perú
á síðustu árum. Í gær leysti perúska
þingið forsetann Pedro Castillo úr
embætti og lét handtaka hann og
ákæra fyrir uppreisn eftir tilraun
hans til að leysa upp þingið og
stofna til „neyðarstjórnar“.
Varaforseti Castillo, Dina Bolu-
arte, hefur svarið embættiseið sem
nýr forseti Perú, en hún er sjötti for-
seti landsins frá árinu 2018.
Castillo var kjörinn forseti í fyrra
eftir nauman sigur í seinni umferð
forsetakosninga á móti Keiko Fuji-
mori, dóttur fyrrverandi forsetans
Alberto Fujimori. Þótt Castillo hafi
borið sigurorð af Keiko má segja
að hann hafi sjálfur reynt að fylgja
í fótspor Fujimori eldri í gær, því
Alberto Fujimori leysti einmitt upp
þing Perú og tók sér í reynd ein-
ræðisvald árið 1992.
Í ávarpi sínu til perúsku þjóðar-
innar hafði Castillo tilkynnt að
hann myndi stjórna landinu án
aðkomu þingsins með stjórnartil-
skipunum þar til unnt yrði að kjósa
nýtt þing. Hann tilkynnti jafnframt
útgöngubann um allt landið og að
hver sem léti ekki af hendi ólögleg
vopn til lögreglu yrði settur í fang-
elsi samkvæmt tilskipun.
Tilraun Castillo til að leysa upp
þingið heppnaðist ekki eins vel og
aðgerðir forvera hans fyrir þrjátíu
árum. Her landsins tilkynnti nán-
ast um leið og Castillo hafði gefið
út yfirlýsingu sína að útspil hans
nyti ekki stuðnings hersins. Jafn-
vel Boluarte, sem hafði verið kjörin
varaforseti á kjörseðli Castillos í
fyrra, neitaði að styðja „valdarán“
forsetans og tók afstöðu með þing-
inu á móti honum.
Aðeins fáeinum klukkustundum
eftir að Castillo gaf út tilkynningu
um þingrofið hafði lífvarðarsveit
hans fylgt honum út á lögreglustöð
í Líma. Fregnir herma að Castillo
hafi reynt fá hæli í sendiráði Mexíkó
þegar ljóst var að sjónvarpsávarp
hans hefði fallið í grýttan jarð-
veg hjá bæði valdastofnunum og
almenningi í Perú. n
Dramatískt útspil
felldi forseta Perú
Pedro Castillo var kominn í hendur lögreglu aðeins fáeinum klukkustundum
eftir að hann reyndi að leysa upp þingið. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
8 Fréttir 9. desember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ