Fréttablaðið - 09.12.2022, Page 10
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is, Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101
Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Við stör-
um í staf-
rænt tómið
en erum
í raun og
veru ekki
að skima
eftir öðru-
en okkur
sjálfum.
Pantanir fyrir hópa og fyrirtæki á
hafsteinn@betristofan.com eða í síma 779 2416
Desembermánuður er annasamur
tími á mörgum vinnustöðum.
Atvinnulífið nær hámarkshraða og
vörum er mokað inn til landsins og
inn á heimilin. Lengdur opnunar-
tími, lengri vaktir, jólavertíð. Meira er kvartað
yfir jólunum en þakkað fyrir þau og tal um
jólastress virðist vaxa í veldisvexti milli ára.
Sé horft á íslenskan veruleika sérstaklega,
má skoða grein sem Smári McCarthy og Guð-
mundur D. Haraldsson rituðu árið 2011 þar
sem kom fram að árið 1980 hefði hver vinn-
andi maður á Íslandi unnið að meðaltali um
1.800 klukkustundir á ári og tæpum 30 árum
síðar hefði talan verið nánast óbreytt. Þar
kom einnig fram að landsframleiðsla væri
frekar mikil á hvern íbúa en fyrir hverja unna
klukkustund væri hún í lægri kantinum. Þá er
vísað í Skírnisgrein Þorvaldar Gylfasonar frá
2007 þar sem sýnt er línulegt samband milli
framleiðslu á klukkutíma og vinnustunda
íbúa landsins. Þeim mun fleiri vinnustundir,
þeim mun minni framleiðsla á klukkustund.
Ef við horfum á bandarísk gögn um vinnuaf-
köst kemur fram að frá árinu 1950 til 2011
hafi framleiðni aukist umfram 260 prósent,
þökk sé tækninýjungum og -þróun. Fólk vinni
samt sem áður nánast jafn mikið og áður.
Þessi útreikningur er fenginn með því að deila
í landsframleiðsluna með unnum klukku-
stundum.
Eitthvað hér virðist ekki ganga upp. Hug-
myndin um þægilegt framtíðarlíf þar sem
tæknin bjó til aukinn frítíma virðist hafa vikið
fyrir hugmynd um að fagna því að tæknin geri
okkur kleift að vinna enn meira en áður, þó að
gögnin sýni okkur að það gangi ekki upp.
Það má spyrja hvort manntegundinni sé
yfirhöfuð treystandi fyrir tækninni. Allir
snjallsímaeigendur hafa aðgang að alheim-
inum í vasanum en samt er öfgahyggja í vexti
vegna þess hvernig við höfum þróað forritin
til að færa okkur aðeins upplýsingar sem
styrkja okkar skoðanir og heimsmynd. Gervi-
greindarforritið Lensa er í tísku hjá Íslending-
um þessa dagana. Þar málar tölva stafræn mál-
verk eftir sjálfsmyndum, sem sýna notandann
í jákvæðu ljósi. Eins og gerspilltur aðallinn
forðum lét mála af sér fegrandi málverk fyrir
fimmhundruð árum. Við störum í stafrænt
tómið en erum í raun og veru ekki að skima
eftir öðru en okkur sjálfum. Svo leggjum við
tækin frá okkur og höldum áfram að vinna. n
Starað djúpt í
stafræna tómið
Nína Richter
ninarichter
@frettabladid.is
gar@frettabladid.is
Tómleiki
Knattspyrnumenn í öllum
styrkleikaflokkum ástríðunnar
eru með böggum hildar þessa
dagana. Og það er að vonum.
Það var enginn bolti í gær. Það er
enginn bolti í dag. Eftir margra
daga dásemd þar sem besti bolti
í heimi hefur verið leikinn fyrir
botni Persaflóa situr tómleik-
inn einn eftir. Ekki einasta þarf
maður að snúa sér aftur að vinnu
á meðan fyrri leikurinn hefur
farið fram, heldur þarf maður
jafnvel að huga að eldhússtörfum
á meðan sá seinni hefur hrifið
hugann. Þetta er agalegt. Og það
er eitthvað svo asnalega kjána-
legt að standa allt í einu uppi með
þvottaburstann í hendi, í stað
bjórkollunnar …
Annar í engu
Dagurinn í dag er annar í engu.
Altso, hafi dagurinn í gær verið
fábreyttur – og án nokkurs knatt-
spyrnuskrauts á heimilisskján-
um, þá er þessi sem nú líður í lát-
leysi sínu og fáskrúði eitthvað svo
miklu fátæklegri. Og það má sjá
fyrir sér villuráfandi boltabullur
á vinnustað sínum og á heimilum
í einhverri bjánalegri jólapeysu
þessa landsleikjalausu daga í stað
hins stórkostlega, að vera í alltof
þröngum bol af uppáhaldsliðinu
sínu, sem passaði kannski um
mann miðjan fyrir einhverjum
heimsmeistaramótum síðan. En
þetta lagast á morgun. n
Guðlaugur Þór
Þórðarson
umhverfis-, orku-
og loftslagsráð-
herra
Vaxandi áhugi er á nýtnihagkerfinu hérlendis;
aukinni endurnýtingu og endurvinnslu. Áhuginn
virðist mestur hjá fólki undir fertugu og er sá hópur
til dæmis langstærsti viðskiptavinahópur verslana
með notuð föt og aðra nytjahluti sem eru sá hluti
nýtnihagkerfisins sem vex hvað hraðast.
Vöxtur hérlendis í sölu á notuðum fötum og hús-
gögnum er ekkert einsdæmi og sama þróun á sér stað
í öðrum löndum. Í Bretlandi og Bandaríkjunum er
álíka vöxtur. Í Bretlandi var ákveðið að breyta þeirri
ímynd sem var á sölu notaðra hluta (used goods)
og var þá tekið upp heitið „preloved goods“. Ekki er
komið neitt gott íslenskt heiti á þetta en ein tillaga
sem skotið hefur upp kollinum með notuð föt er „frá-
skilin föt“.
Samkvæmt upplýsingum sem starfshópur um
flýtingu hringrásarhagkerfisins hefur aflað eru
um 40 aðilar hérlendis sem sinna sölu á fráskildum
nytjahlutum. Skipta má þessum aðilum í tvo megin-
flokka:
Í fyrsta lagi er um að ræða verslanir með fatnað og
nytjavöru sem starfræktar eru af félagasamtökum
eða hinu opinbera. Má þar nefna Góða hirðinn og
Rauðakrossbúðirnar.
Í öðru lagi er um að ræða verslanir sem reknar eru
af einkaaðilum og bjóða aðallega föt, húsgögn og
nytjahluti sem gjarnan nýta vefinn sér til hags.
Allt bendir til þess að vöxtur sé í báðum þessum
flokkum. Gera má ráð fyrir að velta stóru verslan-
anna með fráskilda nytjahluti sé 8-900 milljónir á
árinu 2022.
Mjög áhugavert er síðan að skoða einkafyrir-
tæki sem hafa skotið upp kollinum á þessu sviði
undanfarin ár. Velta tíu stærstu fataverslananna á
milli áranna 2020-2021 jókst um allt að 35% og nam
röskum hálfum milljarði króna.
Við eigum mikið verk fyrir höndum þegar kemur
að hringrásarhagkerfinu. Ný hringrásarlög um
flokkun heimilissorps taka gildi um áramótin. Það
verður áskorun en ábatinn verður mikill. Við eigum
að leita að tækifærunum líkt og áðurnefndir aðilar
gera. Það margborgar sig. n
Fráskilin föt
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 9. desember 2022 FÖSTUDAGUR