Fréttablaðið - 09.12.2022, Síða 11
Karl Th.
Birgisson
n Í dag
Tjáningarfrelsið er ákaflega mikil
vægt. Vonandi erum við sammála
um það. En einmitt þess vegna er
áríðandi að kunna að umgangast
það. Sú regla gildir einkum og
sérílagi um stjórnmálamenn.
Nýjasta dæmið
Í vikunni sá Ásmundur víðförli
Friðriksson ástæðu til þess að
ráðast á starfsfólk Ríkisútvarpsins
og nafngreinda leikkonu úr ræðu
stóli alþingis.
Tilefnið þarf ekki að koma þeim
á óvart, sem hafa heyrt Ásmund
tala um útlendinga, múslimista og
fleira úr þeim ranni.
Honum þótti Ríkisútvarpið
vítavert af því að Ilmur Kristjáns
dóttir og Gísli Marteinn Baldursson
töluðu af „dónaskap“ um forstjóra
Útlendingastofnunar.
Leiðum nú efnisatriðin alveg hjá
okkur, en Ásmundi til upplýsingar
þá er tjáningarfrelsið einmitt mikil
vægast fyrir þá sem eru dónalegir.
Það er ekki til varnar þeim sem
tjá ást sína og kærleik, heldur
hinum sem stuða og ögra.
Í þeim tilvikum skiptir það ein
mitt mestu máli.
Skilningsleysi þingmannsins á
þessari staðreynd er eitt. Hitt er
alvarlegra að hann telji sig – því að
hann er þrátt fyrir allt í einhvers
konar valdastöðu – að hann telji sig
mega blása svona í ræðustóli.
Hann má það ekki. Einmitt af því
að hann er alþingismaður og hefur
atkvæðisrétt um fjárframlög til
Ríkisútvarpsins.
Annar þingmaður, Andrés Ingi
Jónsson, hélt sig líklega vera að
andmæla Ásmundi þegar hann féll
í sama pytt með gusugangi og lýsti
aðdáun sinni á tilteknum dagskrár
lið í Ríkisútvarpinu.
Sko. Ásmundur og Andrés mega
hafa skoðun á því sem þeir vilja,
en sem alþingismenn þurfa þeir að
kunna að hemja sig.
Starfinu fylgja nefnilega
tjáningarmörk. Ef þeir eru ósáttir
við þau, þá er þeim frjálst að fá sér
aðra vinnu og gaspra um Gísla Mar
tein eins og þeir vilja. Eða barnaefni
í sjónvarpinu.
Þarf að nefna Brynjar?
Þar er nú annar, sem gerir sér enga
grein fyrir stöðu sinni, hvort heldur
sem alþingismaður eða aðstoðar
maður dómsmálaráðherra. Hann
blaðrar um Rauða krossinn sem
ígildi pólitískra andstæðinga, svo
nýlegt dæmi sé tilgreint.
Við höfum líklega mörg tilhneig
ingu til að fyrirgefa Brynjari vit
leysuna, af því að hann er húmoristi
og vel meinandi manneskja. En
dómgreindarleysið minnkar ekki
við það.
Og svo þið haldið ekki að þessar
athugasemdir séu flokkspólitískar
nefni ég eitt dæmi enn:
Þegar Namibíumálið kom upp
krafðist Helga Vala Helgadóttir þess
í þingsal að eignir Samherja yrðu
kyrrsettar.
Það er ekki hlutverk löggjafans
að heimta kyrrsetningu á eignum
fyrirtækja úti í bæ, hvort sem
þau heita Samherji eða Sorpa. Til
þess höfum við dómstóla og eftir
atvikum sýslumenn.
Þögnin uppsker að vísu engin læk
á Facebook.
En í henni felst listin að halda
kjafti, þrátt fyrir réttmæta reiði.
Það er einkar mikilvæg list.
Listin að halda kjafti
Þessir fjórir
Á nýlegum landsfundi Sjálfstæðis
flokksins notaði Bjarni Bene
dikts son ótrúlega langan hluta af
ræðutíma sínum í furðulegt rant
gegn Fréttablaðinu.
Ég skil ekki enn röksemdirnar,
hvað þá þörfina eða hvatirnar til
þess að ráðast svona að einum
fjölmiðli, en ég veit svosum ekki
margt.
Veit þó að svona tala ekki stjórn
málamenn með sjálfstraust, heldur
þeir sem upplifa sig umsetna eða
ofsótta.
Dæmin eru legíó, en í hugann
koma Richard Nixon og Donald
Trump. Austan við okkur gæti
hugurinn hvarflað til Rússlands og
Ungverjalands.
Nærtækari er Davíð Oddsson.
Árum saman neitaði hann Stöð 2
um viðtöl, þótt ekki skorti tilefnin.
Davíð var nefnilega í nöp við
eiganda stöðvarinnar, eiginlega
með hann á heilanum, eins og fjöl
mörg dæmi sýndu og er rækilega
skrásett. Þess vegna talaði hann
ekki við eina sjónvarpsstöð.
Leifarnar af þessari smáu hugsun
getið þið séð í Reykjavíkurbréfum
Morgunblaðsins, sem Matthíasi
Johannesen þykir sennilega ekkert
gaman að lesa.
Hugarheimur Davíðs er kunnug
leg óreiða, en það kom óþægilega
á óvart að sjá Bjarna Benediktsson
bætast í þennan félagsskap hinna
ringulreiðu.
Við hin
Þetta var svolítið um tjáningu og
þá sem eru í ábyrgðarstöðum.
Um okkur hin gilda líka nyt
samlegar ábendingar. Til dæmis
spurningin: Er gagnlegt að ég segi
þetta? Gerir það eitthvað fleira en
að fróa frústrasjónum mínum?
Einnig sú regla að með réttinum
til tjáningar fylgir ekki samsvar
andi kvöð um að opinbera fordóma
sína og heimsku.
Bara alls ekki. n
Innbundin Rafbók Hljóðbók
„Skáldsagan Gratíana er enginn eftirbátur
Hansdætra og ég er ekki frá því að þetta
sé hennar besta verk til þessa.“
RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR / MORGUNBLAÐIÐ
„... minnir á íslensk bókmenntastórvirki ...
eftir höfunda eins og Guðrúnu frá Lundi
og Halldór Laxness.“
BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR / FRÉTTABLAÐIÐ
„Gratíana er yndisleg bók. Mikið öfunda
ég þá sem eiga þá ánægju eftir að lesa
Hansdætur og Gratíönu.“
STEINGERÐUR STEINARSDÓTTIR
Hjartastyrkjandi örlagasaga eftir
Benný Sif Ísleifsdóttur um
íslenskar alþýðukonur, sorgir
og sigra, drauma og þrár.
,
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
FÖSTUDAGUR 9. desember 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ