Fréttablaðið - 09.12.2022, Page 12
Ástkær eiginmaður minn,
faðir og tengdafaðir,
Ríkarður Ríkarðsson
lögreglumaður,
Breiðvangi 3, Hafnarfirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar,
sunnudaginn 20. nóvember á líknardeild
Landakotsspítala. Útför fer fram frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði mánudaginn 12. desember klukkan 13.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeir sem vilja minnast
hans geta styrkt Orgelsjóð Húsavíkurkirkju, reikningur
192-15-380117, kt. 640969-5919, eða Ljósið, reikningur
0130-026-410420, kt. 590406-0740.
Útförinni verður streymt.
Elfa Dögg Einarsdóttir
Elín Hanna Ríkarðsdóttir Alex Rafn Elfarsson
Okkar hjartkæra
Halldís S. Thoroddsen
andaðist á Karólínska sjúkrahúsinu í
Stokkhólmi miðvikudaginn
7. desember.
Jórunn Tómasdóttir Skúli Thoroddsen
Jón Fjörnir Thoroddsen Eloise Freygang
Bolli Thoroddsen Ásta Sigríður Fjeldsted
Erik Ribeli, Bryndís Stefánsdóttir og bræðrabörn
Það var á þessum degi árið 1843
sem fyrstu jólakortin sem sett
voru í sölu voru búin til.
arnartomas@frettabladid.is
Þótt fyrstu jólakortin sem vitað er um
teygi sig aftur til 17. aldar var það þann
9. desember 1843 sem fyrsta jólakortið
sem selt var almenningi var búið til.
Enski teiknarinn John Callcot Horsley
hafði hannað kortið nokkrum mánuð-
um fyrr og seldust 2.050 eintök. Kortið,
sem var handlitað og steinþrykkt, þótti
sumum hneisa en þar mátti sjá mynd af
fjölskyldu og ungu barni að fá sér vín
saman. Á hvorri hlið kortsins mátti sjá
góðverk þar sem fátækum var færður
matur og klæði. Áletrunin á kortinu
var: „Gleðileg jól og farsælt komandi ár.“
Í dag eru jólakort ómissandi hefð á
jólunum og má sem dæmi nefna að í
Bandaríkjunum eru yfir tveir milljarðar
jólakorta sendir ár hvert. Á Íslandi fóru
jólakortin fyrst að birtast undir lok 19.
aldar. Í Þjóðólfi 1888 auglýsir Bóka-
verzlun Sigfúsar Eymundssonar til
að mynda jólakort sem komið höfðu
með síðasta póstskipi á 5-50 aura og í
Æskunni eru auglýst jóla- og nýárskort
árið 1897. Kortin voru venjulega dönsk
eða þýsk en jólakort höfðu f ljótt orðið
að vinsælum sið í Evrópu og Norður-
Ameríku.
Það var svo ekki fyrr en eftir alda-
mót sem byrjað var að gefa út íslensk
jóla- og nýárskort. Þar voru fyrst um
sinn aðallega myndir af landslagi eða
einstökum kaupstöðum. Síðar meir
komu teiknuð kort til sögunnar. Á Þjóð-
minjasafni Íslands er varðveitt jólakort
með jólamynd frá árinu 1910, gefið út af
Friðfinni L. Guðjónssyni en í safnbúð-
inni má einmitt nálgast endurprent af
gömlum íslenskum jólakortum.
Haldið í hefðirnar
Þótt jólakortin hafi sprungið út í vin-
sældum á sínum tíma hefur netið og
tölvupóstur dreg ið talsvert úr vin-
sældum þeirra. Eru þau barn síns tíma?
„Bréfasendingar eiga sér langa sögu
hjá Póstinum og þótt þær séu á undan-
haldi eru enn einhverjir sem halda í
þá fallegu hefð að senda handskrifað
jólakort til vina og ættingja, svo enn
er þessi skemmtilegi siður lífseigur,“
segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir, for-
stjóri Póstsins, og bætir við að miklar
breytingar hafi orðið á póstþjónustu
á síðari árum. „Fjöldi bréfasendinga
hefur dregist saman um hátt í 90 pró-
sent frá aldamótum en á sama tíma
hafa pakkasendingar margfaldast.“
Þá er enn þá hópur sem kýs að senda
jólakort.
„Það minnkar hópurinn sem sendir
jólakort með Póstinum, en þó eru alltaf
einhverjir sem halda í þessa skemmti-
legu og rómantísku hefð og senda
sínum ástvinum handskrifaðar jóla-
kveðjur jafnvel með mynd af börnum
sínum og viðburðum innan ársins.
Undanfarin ár hefur dreifing jólakorta
ekki leitt til aukins álags í okkar kerf-
um,“ segir Þórhildur Ólöf. n
Jólakortin í gegnum aldirnar
Jólakort Horsley, barnið er vonandi bara með Ribena.
Jólastelpa í þjóðbúningi, teikning eftir Ragnhildi Ólafsdóttur, 1949.
MYND/ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Skíðamaður,
teikning eftir
Stefán Jóns-
son, 1938.
MYND/
ÞJÓÐMINJASAFN
ÍSLANDS
arnartomas@frettabladid.is
Í tilefni þess að níutíu ár eru liðin frá
útgáfu kvæðakversins Jólin koma eftir
Jóhannes úr Kötlum hefur verið sett
upp örsýning í Þjóðarbókhlöðunni.
Kverið er fyrir löngu orðið að einum
helsta jólaarfi Íslendinga en þar má
meðal annars finna kvæði Jóhannesar
um jólasveinana þar sem hann notaði að
mestu sömu nöfn á sveinana og séra Páll
Jónsson á Myrká sjötíu árum fyrr. Kvæði
Jóhannesar er jafnan notað til viðmiðs
um fjölda jólasveinanna og hvenær þeir
komi til byggða, en þeir eru reyndar
mun fleiri en þeir þrettán sem halda til
byggða enn þann dag í dag.
Árið 1989 eignaðist Landsbókasafn
frumeintök teikninga Tryggva Magn-
ússonar í Jólin koma og eru þær varð-
veittar í handritasafni. Nýlega gaf Mál
og menning kverið út á pólsku undir
heitinu Idą święta: wiersze dla dzieci.
Í gær mættu afkomendur Jóhannesar
og þýðandinn Nina Słowińska í Þjóðar-
bókhlöðuna til að skoða sýninguna.
Bókin var áður gefin út í enskri þýð-
ingu Hallbergs Hallmundssonar árið
2015 undir heitinu Christmas is com-
ing: verse for children. n
Jólin koma á ýmsum málum
Kápan
fyrir
kverið í
pólskri
þýðingu.
Það minnkar hópurinn
sem sendir jólakort með
Póstinum, en þó eru alltaf
einhverjir sem halda í
þessa skemmtilegu og
rómantísku hefð.
Þórhildur Ólöf
Helgadóttir,
forstjóri Póstsins
1608 John Milton fæddur.
1749 Skúli Magnússon er skipaður landfógeti, fyrstur
Íslendinga.
1793 Fyrsta dagblað í New York-borg, The American Min-
erva, er stofnað af Noah Webster.
1926 Sjö hús brenna á Stokkseyri,
eða mestallur miðhluti þorps-
ins. Ekkert manntjón verður.
1934 Enska leikkonan Judi Dench
fædd.
1956 Hamrafell, stærsta skip sem
Íslendingar hafa þá eignast,
kemur til landsins. Það
er 167 metra langt og
getur aðeins lagst að
bryggju á einum stað
á landinu, í Hafnar-
firði.
1982 Kvikmyndin E.T.
frumsýnd í Laugarás-
bíói. Það er frum-
sýning myndarinnar í
Evrópu.
1995 Bandaríska fimleika-
konan McKayla Mar-
oney fædd.
1996 Sameinuðu þjóðirnar
hleypa af stokkun-
um átakinu Olía fyrir
mat í Írak.
2010 Nýr Icesave-samn-
ingur milli Bret-
lands og Íslands er
kynntur á blaða-
mannafundi.
2010 Lilja Mósesdóttir
brýtur blað í
sögu þingsins,
er hún situr hjá í
atkvæðagreiðslu
um fjárlagafrum-
varp.
Merkisatburðir
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 9. desember 2022 FÖSTUDAGUR