Fréttablaðið - 09.12.2022, Page 28

Fréttablaðið - 09.12.2022, Page 28
Jóhanna María Einarsdóttir jme @frettabladid.is Það er alltaf nóg um að vera á bókasöfnunum fyrir jólin. Jólabókaupplestrar, við- burðir fyrir börnin og ýmis- legt fleira fyrir fullorðna, börn og fjölskyldur. Bóka- safn Kópavogs tekur virkan þátt í jólaundirbúningnum og býður upp á ríkulega dag- skrá fyrir hátíðirnar. „Það er nóg um að vera á Bóka­ safni Kópavogs fyrir jólin. Um miðjan nóvember héldum við árlegt bókaspjall þar sem við fengum til okkar þrjá f lotta rithöfunda sem lásu úr nýjustu skáldsögunum sínum og tóku þátt í líf legum umræðum,“ segir Bylgja Júlíusdóttir, deildarstjóri viðburða á Bókasafni Kópavogs. „Síðustu helgi var svo aðventu­ hátíð Kópavogsbæjar sem er einn stærsti viðburður ársins hjá Menningarhúsunum. Þá var mjög hugguleg stemning á bókasafninu með jólaföndri og sögustundum fyrir alla fjölskylduna. Við settum einnig upp gjafainnpökkunarstöð sem gestir safnsins mega nýta sér alla daga fram að jólum. Við erum svo heppin að Tón­ listarskóli Kópavogs er hérna beint við hliðina á okkur í Hamra­ borginni. Fyrir Covid var orðin hefð fyrir því að fá nemendur í hljóðfæraleik inn á safnið til að spila nokkur vel valin jólalög fyrir gesti og gangandi og ætlum við að taka upp þráðinn að nýju þetta árið. Tónleikarnir verða á aðal­ safninu okkar miðvikudaginn 14. desember kl. 16.00 og eru öll vel­ komin,“ segir Bylgja. Alla viðburði bókasafnsins og hinna Menn­ ingarhúsanna má finna á vefnum meko.is. Þrjú hundruð börn í heimsókn Árlega fá Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa Kópavogs til sín heimsóknir frá leikskólahópum í Kópavogi sem hluti af viðburða­ röð sem nefnist Jólakötturinn. Viðburðurinn er árlegt samstarfs­ verkefni bókasafnsins og Nátt­ úrufræðistofu. „Jólakötturinn var settur á lagg­ irnar árið 2004 og er hugsaður fyrir börn Jólakötturinn læðist um í bókasafninu Frá vinstri: Bylgja Júlíusdóttir, Finnur Ingimars- son, Haraldur Rafn Ingvason, Gréta Björg Ólafsdóttir, Sigurlaug Jóna Hannesdóttir og Elísabet Indra Ragnarsdóttir. Öll starfa þau hjá Bókasafni Kópavogs, Menningarhús- unum í Kópa- vogi, Náttúru- fræðistofu og Lindasafni. Jóla- sveinarnir tveir fyrir framan skelltu sér svo með í mynda- tökuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Jólatré geta verið alls konar. Þetta fallega jólatré var sett saman úr bókum og marglitri jólaseríu. Jólakötturinn lifir á nokkuð fábreyttu mataræði miðað við flestar aðrar kattartegundir, að sögn Haraldar, líffræðings á Náttúrufræðistofu. Tónlistarskóli Kópavogs heldur árlega tónleika á aðal- safninu miðvikudaginn 14. desember kl. 16.00. Í fyrra gaf bókasafnið leikskólunum bókina Rauð við- vörun! Jólin eru á leiðinni, eftir Sigrúnu Eldjárn, til að bæta upp fyrir viðburðaleysið vegna faraldurs. á eldra stigi leikskólanna,“ segir Haraldur Rafn Ingvason, líf­ fræðingur á Náttúrufræðistofu. „Árlega mæta um 300 börn í jólakattardagskrána á safninu og það stefnir í að við fáum svip­ aðan fjölda í ár,“ segir Bylgja og bætir við: „Leikskólahópar koma á safnið og hlusta á skemmtilega sögu um jólaköttinn í barnadeild bókasafnsins. Í sögunum lendir jólakötturinn í ýmsum ævin­ týrum og þarf að takast á við fjölbreytt verkefni meðal mannfólksins.“ Kanadagaupur og jólakötturinn „Að lokinni sögustund fá börnin svo fræðslu frá okkur hjá Náttúru­ fræðistofu um alls kyns kattardýr, allt frá litlum húsköttum yfir í stærðarinnar tígrisdýr. Fyrir þennan aldurshóp er sjónum aðal­ lega beint að sérkennum kattar­ dýra og hvað er líkt eða ólíkt með mismunandi tegundum þeirra, en minni áhersla er lögð á fæðuval og atferli jólakattarins sjálfs,“ segir Haraldur. Haraldur segir þó jólaköttinn vera nokkuð sér á báti þegar kemur að einsleitu fæðuvali. „Oftast lifa kattardýr á fremur fjölbreyttri fæðu sem þó kemur öll úr dýraríkinu. Mikil sérhæfing í fæðuvali er þó þekkt, til dæmis hjá Kanadagaupum sem lifa að mestu á snæhérum. Fátt bendir hins vegar til að þær séu fyrirmynd jólakattarins og má trúlega frekar finna skyldleika hans með öðrum þjóðsagnaverum á borð við urðar­ ketti,“ segir hann. Bókasafnsjólin í faraldri Fyrstu jólin í heimsfaraldrinum þurfti að fella niður alla viðburði á bókasafninu. „Hópar gátu til að mynda ekki heimsótt safnið til að fræðast um jólaköttinn og því var ákveðið að jólakötturinn myndi heimsækja leikskólana rafrænt. Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur skrifaði bráðskemmtilega sögu um jólaköttinn sem hún las inn á myndband sem sent var á leik­ skólana. Það vakti mikla lukku. Í fyrra fórum við svo aðra leið og gáfum leikskólunum góða bók að gjöf til að bæta upp fyrir viðburða­ leysið það árið. Bókin sem varð fyrir valinu var Rauð viðvörun! Jólin eru á leiðinni, eftir Sigrúnu Eldjárn. Um er að ræða spennandi jólasögu sem hentar einstaklega vel til lestrar á aðventunni,“ segir Bylgja. n Það er alltaf há- tíðlegt að kíkja í bókasafnið fyrir jólin enda eru bækur eitt það jólalegasta sem hugsast getur. 12 kynningarblað 9. desember 2022 FÖSTUDAGURBÓK AJÓL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.