Fréttablaðið - 09.12.2022, Síða 33
Hvað er um að vera í næstu viku? n Skrítin staðreynd vikunnar
Sirkusdragdrottningin Enter
Serenity er í sýningarheimsókn
á Íslandi þessa helgina. Þetta er
lokahnykkur ferðalags sem hófst
í júní.
„Ég er hluti af dragsirkus sem
heitir Briefs og er búinn að ferðast
með þeim um heiminn. Við
byrjuðum í London þar sem við
vorum með sýningar í sumar í
speglatjaldinu við Thames, svo
var það Fringe-hátíðin í Edinborg
og svo þrír mánuðir á ferðalagi
um Svíþjóð. Ég var svo glaður að
sjá að vistarverur mínar á Íslandi
eru með eldhúsi! Ég hef ekki eldað
síðan í maí!“
Serenity heitir Dylan Rodriguez
undir sminkinu og glamúrnum.
Dylan er þrautþjálfaður sirkus-
listamaður en byrjaði dragferilinn
fyrir þremur árum. Mikið af því
sem dragdrottningar gera eru
ýmsir sirkusfimleikar „…svo þetta
kom eiginlega af sjálfu sér. Dragið
hefur þó verið lykillinn sem
opnaði dyrnar að heiminum sem
venjulegi sirkusstrákurinn hafði
ekki.“
Með vinsældum þátta á borð
við RuPaul’s Drag Race er dragið
orðið aðgengilegt skemmtiform.
„Auðvitað langar mig að taka þátt
Dragið opnar dyr að heiminum
einhvern tímann í ástralska
Drag Race – ég er bara alltaf á
sýningarferðalögum þegar það er
verið að taka upp! Ég finn fyrir því
alls staðar að fólk segir: „Má ég fá
mynd, svo ég eigi mynd þegar allur
heimurinn sér þig í Drag Race?
Þannig að fólk hefur rosalega trú á
okkur Serenity.“
Enter Serenity kemur fram í
kvöld með Reykjavík Kabar-
ett í Þjóðleikhúskjallaranum
og annað kvöld, laugardag, á
Ölverki í Hveragerði. „Jú, það
er alveg geggjað að koma fram
í eldgömlum risastórum leik-
húsum, en skemmtilegastar eru
barsýningarnar með klístruðu
sviðunum.“
Einnig verður nám-
skeið á morgun í Kram-
húsinu klukkan 13.00
fyrir unglinga sem hafa áhuga á að
læra ýmsa dragtengda framkomu.
„Þetta hentar öllum kynjum og
kemur sér vel í lífinu. Hvort sem
þú ert að hugsa um svið, dansgólf
eða bara að líða vel í eigin skinni
fyrir framan annað fólk þegar þú
heldur fyrirlestur.“
Nánar má lesa um námskeiðið
á Facebook undir Teen Workshop
with Enter Serenity. n
Late Night Fiesta Eldhúsið okkar er opið til
miðnættis föstudaga og laugardaga
treslocos.is
12. desember
mánudagur
nÞú veist… svona jóla
kl. 18.00 og 20.30
Langholtskirkja
Karlakórinn Esja, Kvennakórinn
Katla, Drengjakór Reykjavíkur
og Olga Vocal Ensemble taka
höndum saman á stórtón-
leikum.
nMánudjass kl. 21.00
Húrra
Húsbandið spilar eitt sett og
svo er sviðið opið. Öllum er
Sígrænn gróður
aldagömul hefð
Jólatréð er eldra en jólin sjálf. Rómverjar
og Egyptar skreyttu híbýli sín með sí-
grænum gróðri í kringum vetrarsólstöður
til að minna á að vorið kæmi alltaf aftur.
Svo hvort sem þú skreytir tréð á Þorláks-
messukvöldi eða í byrjun október, þá
skiptir tímasetningin ef til vill ekki máli í
stóra sögulega samhenginu.
velkomið að spila, syngja, dansa
eða bara njóta tónlistarinnar.
13. desember
þriðjudagur
nJólasexí með Margréti Maack
kl. 18.30
Kramhúsið
Tíminn er blanda af danstíma,
núvitund, leiklist og þokkaæf-
ingum. Tilvalinn tími til að gefa
sjálfum okkur í aðventugjöf.
nTeiknimyndajól með
Viðlagi kl. 20.30
Tjarnarbíó
Viðlag flytur vinsælustu
teiknimyndalögin sem
allir þekkja, en í nýjum
búningi með spreng-
hlægilegum íslenskum
textum eftir kórmeð-
limi. Það verður sungið,
dansað, hlegið og mögu-
lega grátið.
14. desember
miðvikudagur
nThe Alternate Assembly
kl. 20.00
Gaukurinn
Fjöllistasýning Andrew
Sim þar sem fram koma
alls kyns skemmtikraftar.
15. desember
fimmtudagur
nBingópíla kl. 20.00
Bullseye, Snorrabraut 37
Vinningarnir eru allt frá
gjafabréfum á Bullseye til
utanlandsferða.
ALLT kynningarblað 5FÖSTUDAGUR 9. desember 2022