Fréttablaðið - 09.12.2022, Side 34

Fréttablaðið - 09.12.2022, Side 34
Ég fékk þann heiður að teikna jólafrímerkin fyrir Póstinn árið 2020. Teiknaði litlar trélita- teikningar af pipar- kökum og voru þær með piparkökuilmi. Elsa Nielsen hönnunarstjóri á auglýsingastofunni Kontor og fyrrverandi Ólympíufari er mikið jólabarn og nýtir listræna hæfileika sína líka utan vinnutíma. sjofn@frettabladid.is Elsa er búin að hanna sína eigin jólalínu sem er ævintýralega falleg og inniheldur meðal annars jóla- gjafapappír, jólakort, dagatöl og fleira fallegt. „Ég lærði grafíska hönnun í Listaháskólanum þar sem ég kynntist allri myndlistarflórunni. Ég er svo praktísk og var lengi búin að láta mig dreyma um að verða auglýsingateiknari svo ég valdi þá leið. Var samt alltaf mjög spennt fyrir málun og öllum hinum brautunum í LHÍ. Mér finnst ég vera í skemmtilegustu vinnu í heimi – skapandi og fjöl- breytt alla daga. En það er líka gott að geta sinnt listinni fyrir sjálfan sig, því í starfinu mínu er ég að hanna fyrir ólíka viðskipta- vini hverju sinni. Ég er fyrrverandi Íslandsmeistari í badminton og Ólympíufari og var á æfingum öll kvöld í viku hér áður fyrr. Þegar ég lagði skóna á hilluna myndaðist ákveðið tómarúm á kvöldin og listin varð fyrir valinu.“ Heimsmeistari í tvíliðaleik Þótt Elsa hafi lagt skóna á hilluna er hún enn að æfa og hefur meira að segja verið að keppa. „Það er akkúrat ár síðan ég varð heims- meistari í tvíliðaleik kvenna í 40+ flokknum og er því ríkjandi heims- meistari ásamt Drífu Harðar- dóttur, makkernum mínum. Það var algjörlega geggjað! Við unnum stelpur frá Kóreu í úrslitum en næsta heimsmeistaramót er ein- mitt í Kóreu næsta september. Hver veit nema maður skelli sér? Þetta er mín líkamsrækt og ég spila tvisvar í viku með hópunum mínum til margra ára, alltaf á sama tíma, á sömu völlum.“ Ein trélitamynd á dag í heilt ár Segðu okkur aðeins frá jólalínunni þinni, hvaðan þú færð innblástur og hvernig hún varð til. „Árið 2015 langaði mig að rifja upp gamla trélitatakta og ákvað 1. janúar að það yrði mitt áramóta- heit – að teikna eina litla trélita- mynd á hverjum degi í eitt ár. Þar sem keppnisskapið er mikið þá stóð ég við það og teiknaði 365 teikningar sem voru einhvers konar myndræn dagbók. Ég deildi síðan myndunum á Instagram og margir fylgdust með og þannig fékk ég hvatningu til að halda áfram og klára árið. Út frá þessum teikningum ákvað ég svo að hanna vörulínu. Nýta þessar teikningar sem ég var búin að hafa fyrir að teikna – í heilt ár! #einádag vörurnar voru svo til sölu í helstu hönnunarverslunum hér heima en einnig voru þær til í Illums Bolig- hus í Danmörku og Wanted Design í New York um tíma. Í smásölu á hönnunarvöru þarf maður að vera duglegur að uppfæra og koma með nýjar vörur og þetta var orðið ansi stórt verkefni og erf- itt að halda utan um ásamt vinnu minni sem grafískur hönnuður. Ég setti svo saman jólavörulínu úr myndunum í kjölfarið sem ég framleiði enn þá sem áhugasamir geta nálgast í gegnum Instagram, @elsanielsen. Svo fæst #einádag vikudagatal og jólapappírinn hjá Farva í Álfheimum eða á Farvi.is sem er dásamleg hönnunarverslun. Árið 2016 hlaut ég nafnbótina bæjarlistamaður Seltjarnarnes- bæjar og var með sýningu á öllum 365 litlu teikningunum.“ Teiknaði jólafrímerki með piparkökuilmi Elsa sendir enn þá handskrifuð jólakort. „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að fá jólakort. Því miður eru þau ekki mörg lengur en við hjónin vorum með hefð og opnuðum saman öll jólakortin þegar krakkarnir voru komnir í ró á aðfangadag. Þá var opnuð ein rauðvín og kortin opnuð í kjöl- farið. Ég fékk þann heiður að teikna jólafrímerkin fyrir Póstinn árið 2020. Teiknaði litlar trélitateikn- ingar af piparkökum og voru þær með piparkökuilmi. Það er svo mikil synd að það sé ekki lengur verið að hanna falleg frímerki – nú er bara stimpill. Síðustu fjögur ár hef ég teiknað jólakort fyrir SOS Barnaþorpin sem hafa selst eins og heitar lummur hjá þeim – þann- ig að það eru einhverjir fleiri sem halda í þessa frábæru hefð.“ Eins og sjá má á jólalínu Elsu er hún mikið jólabarn og kann að koma minningum í myndrænt form. „Mér finnst ekkert betra en að njóta með fjölskyldu og vinum í ljósadýrðinni í desember. Svo finnst mér skemmtilegt að pakka inn gjöfum og skreyta pakka. Fal- legur jólapappír gleður.“ Fallegar litasamsetningar og myndbygging Elsa málar líka í frítímanum og nýtur þess að vera með pensil í hönd. „Ég er náttúrulega pínu ofvirk. Það er svo gaman að vera skapandi og fá smá útrás. En það má aðeins sjá tengingu í graf- íska hönnun í mínum verkum. Er að vinna með litla kassa og ég vil meina að þetta sé eins konar framlenging af skjápixlum sem ég er með á skjánum mínum allan daginn. Ég hef mikinn áhuga á lita- pallettum og litasamsetningum. Fyrst var ég að vinna með jarðliti en núna er ég orðin aðeins villtari – rétt eins og grafísk hönnun hefur þróast. Nú snýst þetta frekar um að vera með skæra skjáliti og ég held að það færist sjálfkrafa yfir í listina mína. Ég vinn með blandaða tækni, með sparsl, sand og akríl. Hef ekki þolinmæði fyrir olíuna. Stíllinn minn einkennist af fallegum litasamsetningum og myndbyggingu. Með akríllitum næst þessi dýpt sem ég leitast eftir.“ Elsa segist vera í skemmtilegustu vinnu í heimi. „Verkefnin eru ofsalega fjölbreytt og skemmtileg þar sem ég get nýtt allt sem ég hef lært og meira til. Það sem ég elska mest við vinnuna mína er þegar hugmyndirnar verða að veruleika; í sjónvarpi, í útvarpi, á húsgafli, á strætóskýlum, í verslunum, á skjánum, á netinu og í símanum. Síðan er ekkert skemmtilegra en að fá verðlaun fyrir auglýsingar og dæma í hönnunarsamkeppnum. Art Directors Club of Europe bað mig að dæma í árlegri hönn- unarkeppni í Ríga í Lettlandi fyrir stuttu síðan og það er svo gott að koma heim með innblástur þaðan.“ n Áhugasamir geta fylgst með Elsu á Instagramreikning hennar @elsanielsen Áramótaheitið að gera eina trélitamynd á dag Jólalínuna prýða myndir af góðgæti sem kemur með jólin, eins og flatköku, söru, piparköku, konfektmola og mandarínu svo dæmi séu tekin. Elsa er einstakleg fjölhæf og býr yfir listrænum hæfileikum sem hún hefur meðal annars nýtt til að skapa sína eigin jólalínu með fallegum myndskreytingum sem minna á bernskuna, litlu hlutina sem tengjast jólunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Trélitamyndirnar hennar Elsu í desember sóma sér vel á jólamerki- miðum og jólapappír og minna óneitanlega á jólin. Þessir litlu hlutir á myndunum fá okkur til að finna ilminn á jólunum. 6 kynningarblað A L LT 9. desember 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.