Fréttablaðið - 10.12.2022, Page 40

Fréttablaðið - 10.12.2022, Page 40
Erla Þóra Bergmann Pálma- dóttir landsliðskokkur er annáluð fyrir sína ljúffengu matargerð og eftirrétti sem hafa slegið í gegn. Erla er kokkur á Fjallkonunni auk þess að vera í íslenska kokkalandsliðinu sem tók þátt í heimsmeistarakeppni matreiðslumanna á dög- unum. sjofn@frettabladid.is Erla hefur ástríðu fyrir matar- gerð og nýtur þess að galdra fram sælkerakræsingar. Nú er það jólamaturinn sem á hug hennar allan eftir annasaman tíma með kokkalandsliðinu. Ástríðan fyrir matargerðinni hefur ávallt verið til staðar hjá Erlu. „Ég hef alltaf haft áhuga á matargerð frá því ég var lítil stelpa. Áhuginn hefur líklegast kviknað því ég var alin upp með ótrúlega góðan mat í kringum mig bæði hjá mömmu og ömmum mínum og ég vildi helst alltaf fá að hjálpa til í eldhúsinu,“ segir hún. Eitt gull og eitt silfur Miklar annir hafa verið hjá kokkalandsliðinu síðustu vikur og mánuði. „Ég var að klára mitt fyrsta tímabil með kokkalands- liðinu. Við erum nýkomin heim frá Lúxemborg þar sem við vorum að keppa á heimsmeistaramóti í mat- reiðslu. Við fengum eitt gull og eitt silfur sem skilaði okkur í sjötta sæti sem við erum ótrúlega glöð með, en á sama tíma er maður spenntur fyrir næsta móti að gera enn betur,“ segir Erla, enda afar metnaðargjörn og bíður spennt eftir næstu keppni. „Þetta er frábær hópur sem er mikill heiður að fá að vera partur af,“ segir Erla og bætir við að samheldnin og samstarfið sé ákaflega gott innan hópsins. Erla er byrjuð að setja saman jólamatseðilinn og sviptir hér hulunni af sínum jólamatseðli í ár sem er ómótstæðilega girnilegur. Erla býður lesendum upp á upp- skrift að andabringu með gómsætu eplasalati, hnetu-crumble toppuðu með bláberjasósu sem á sér engan líka. Í eftirrétt ætlar Erla að vera með mandarínu crème brûlée sem Ég hef alltaf haft áhuga á matargerð frá því ég var lítil stelpa. Áhuginn hefur líklegast kviknað því ég var alin upp með ótrúlega góðan mat í kringum mig bæði hjá mömmu og ömmum mínum og ég vildi helst alltaf fá að hjálpa til í eldhúsinu. Andabringur og mandarínu crème brûlée um hátíðirnar Erla Þóra landsliðskokkur er annáluð fyrir sína ljúffengu matargerð og nýtur þess að galdra fram eftirrétti sem lokka bragðlaukana. Hún er búin að setja saman jólamatseðilinn sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Girnileg andabringan hjá Erlu með ómótstæðilega góðu meðlæti, eplasalati, hnetu-crumble og toppuð með bláberjasósu. er einstaklega jólalegur eftirréttur en mandarínur eru táknrænar fyrir jólin. Andabringa með eplasalati, hnetu-crumble og bláberjasósu 1 -2 andabringur Snyrtið andabringuna og skerið fínar rákir í fituna. Steikið anda- bringuna á fituhliðinni þar til hún er gullinbrún. Snúið við og lokið bringunni. Setjið í ofn og eldið við 180°C í 4–5 mínútur. Leyfið að hvíla í nokkrar mínútur og skerið síðan í þunnar sneiðar. Bláberjasósa 2 skallotlaukar 1–2 hvítlauksrif 2–4 greinar garðablóðberg 100 g bláber (frosin eða fersk) 100 ml rauðvín 300 ml soð (anda eða kjúklinga) 1 - 2 tsk. bláberjasulta 30 g smjör Brúnið laukinn á pönnu (gott að Eftirrétturinn hennar Erlu er með jólalegu ívafi þar sem mandarínur fara með aðal- hlutverkið, hér er á ferðinni mandarínu crème brûlée sem á sér engan líka. nota sömu pönnu og notuð var fyrir andabringurnar, gefur gott bragð). Bætið bláberjum og garða- blóðbergi við og leyfið að malla aðeins. Bætið þá rauðvíninu við og látið sjóða aðeins niður. Bætið þá soðinu við og látið sjóða niður um um það bil helming á vægum hita. Sigtið sósuna og bætið síðan sultu og köldu smjöri við og pískið allt saman. Eplasalat 1 grænt epli 100 g 36% sýrður rjómi 1–2 tsk. sykur Eplið skrælt og skorið í bita. Sýrður rjómi og sykur er hrært saman og blandað við eplin. Hnetu- og trönuberja-crumble 50 g heslihnetur 50 g pekan hnetur 50 g þurrkuð trönuber 1 grein garðablóðberg 1 tsk. hunang 1 tsk. smjör Skerið hneturnar fínt niður og ristið á pönnu. Bætið við trönu- berjum og garðablóðbergi. Síðan er hunangi bætt saman við ásamt klípu af smjöri. Mandarínu crème brûlée 500 ml rjómi 6 eggjarauður 100 g sykur Börkur af fimm mandarínum 1 vanillustöng Sjóðið rjóma ásamt vanillu og berki af fimm mandarínum. Leyfið að malla í 3–5 mínútur. Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Sigtið rjómablönduna og hellið rólega saman við eggin og blandið vel saman. Hellið í form og bakið í ofnskúffu með heitu vatni ofan í á 150°C í 20–30 mínútur. Kælið í að minnsta kosti sex klukkustundir. Stráið hrásykri yfir og brennið. Svo má rífa mandarínubörk með rif- járni og setja yfir ef maður vill hafa meira mandarínubragð. n 4 kynningarblað A L LT 10. desember 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.