Stétt með stétt - 01.05.1939, Page 38

Stétt með stétt - 01.05.1939, Page 38
Hluíverk sjálfstæðra verkamanna Eftir ósigur Sjálfstæðisflokksins í þingkosningunum 1934 var það all al- menn trú, að örlög Sjálfstæðisflokksins mundu verða þau, að hann færi síminnk- andi, losnaði úr tengslum við fjöldann og yrði að lokum einangraður sérhags- munaflokkur hinna efnuðu í landinu. Andstæðingarnir töldu það sjálfsagt, að eftir næstu bæjarstjórnarkosningar mundu þeir ná ráðunum yfir bæjarmál- efnum Reykjavíkur, þessu höfuðvígi sjálfstæðisstefnunnar í landinu. Hitt var talið fráleitt, að Sjálfstæðismenn fengju framar íhlutun um stjórn lands- ins. Þessum skoðunum var vitanlega meira haldið á lofti af andstæðingun- um heldur en Sjálfstæðismönnum, en þó ber því ekki að neita, að vonleysið náði langt inn í raðir Sjálfstæðismanna sjálfra. Nú er þetta allt orðið breytt. Sjálfstæðisflokkurinn hefir aldrei 'verið stærri en nú. Hann er með sínu mikla Reykjavíkurfylgi í raun og veru eini fjöldaflokkurinn á fslandi. Og al- þýðu manna hefir einmitt aldrei frek- ar en nú verið ljóst, að Sjálfstæðisflokk- urinn er hennar flokkur. Flokkurinn vann einn glæsilegasta sigur sinn við bæjarstjórnarkosningarnar 1938. Jafn- vel andstæðingarnir hafa orðið að við- urkenna, að á neyðar- og hættutímum verður þessu landi ekki stjórnað án at- beina Sjálfstæðisflokksins. Sú breyting, sem nú er á orðin, á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til þess, að verkamönnum er orðið ljóst, að hagsmunir þeirra og atvinnurekendanna fara yfirleitt saman. Allt fram á árið 1937 höfðu menn enn þá trú á, að galdurinn væri sá einn að krefjast ætíð meira og meira, ala á sundrunginni og stéttahatrinu. Þótti of- stopamönnunum þá tími til þess kom- inn að skera upp ávöxt þessarar iðju og gerðu illvíga tilraun til þess að leggja að velli helztu atvinnufyrirtæki lands- manna. Tilraunin mistókst. En hún hafði í för með sér stefnuhvörf í stjórnmálum landsins. Sjómenn og verkamenn töldu, að nú væri nóg komið. Þeir gerðu sér fulla grein fyrir, að þeirra hlutur yrði ekki stór, ef atvinnutækin tvístruðust og atvinnuvegirnir færu í auðn. Jafnframt sá almenningur, að eftir því, sem áhrifa kommúnismans gætti meira um afskipti ríkisvaldsins af at- vinnuvegunum, eftir því vegnaði þeim ver. Reynslan sópaði burt oftrúnni á, að öll vandræði væru leyst með því, að Alþingi setti lög um málið og að ein- hver pólitísk nefnd hefði afskipti af því. Þvert á móti sáu menn, að þeir, sem mest lögðu upp úr einstaklingsframtak- inu og helzt studdust við kraft þess, urðu einmitt fyrir þær sakir nógu sterkir til þess að hamla á móti neyð- inni, a. m. k. um stund. Þannig var það bæjarstjórn Reykjavíkur undir forystu Sjálfstæðismanna, sem réðist í og hrynti í framkvæmd stærsta mannvirkinu, sem gert hefir verið hér á landi, Sogsvirkj- uninni. En með henni var ekki einungis lagður grundvöllur að margháttuðum framkvæmdum í bænum, sem ella væru ómögulegar, að stórauknum sparnaði og þægindum almennings, heldur einn- ig meðan á verkinu stóð veitt hin stór- Á 20

x

Stétt með stétt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1741

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.