Stétt með stétt - 01.05.1939, Blaðsíða 38

Stétt með stétt - 01.05.1939, Blaðsíða 38
Hluíverk sjálfstæðra verkamanna Eftir ósigur Sjálfstæðisflokksins í þingkosningunum 1934 var það all al- menn trú, að örlög Sjálfstæðisflokksins mundu verða þau, að hann færi síminnk- andi, losnaði úr tengslum við fjöldann og yrði að lokum einangraður sérhags- munaflokkur hinna efnuðu í landinu. Andstæðingarnir töldu það sjálfsagt, að eftir næstu bæjarstjórnarkosningar mundu þeir ná ráðunum yfir bæjarmál- efnum Reykjavíkur, þessu höfuðvígi sjálfstæðisstefnunnar í landinu. Hitt var talið fráleitt, að Sjálfstæðismenn fengju framar íhlutun um stjórn lands- ins. Þessum skoðunum var vitanlega meira haldið á lofti af andstæðingun- um heldur en Sjálfstæðismönnum, en þó ber því ekki að neita, að vonleysið náði langt inn í raðir Sjálfstæðismanna sjálfra. Nú er þetta allt orðið breytt. Sjálfstæðisflokkurinn hefir aldrei 'verið stærri en nú. Hann er með sínu mikla Reykjavíkurfylgi í raun og veru eini fjöldaflokkurinn á fslandi. Og al- þýðu manna hefir einmitt aldrei frek- ar en nú verið ljóst, að Sjálfstæðisflokk- urinn er hennar flokkur. Flokkurinn vann einn glæsilegasta sigur sinn við bæjarstjórnarkosningarnar 1938. Jafn- vel andstæðingarnir hafa orðið að við- urkenna, að á neyðar- og hættutímum verður þessu landi ekki stjórnað án at- beina Sjálfstæðisflokksins. Sú breyting, sem nú er á orðin, á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til þess, að verkamönnum er orðið ljóst, að hagsmunir þeirra og atvinnurekendanna fara yfirleitt saman. Allt fram á árið 1937 höfðu menn enn þá trú á, að galdurinn væri sá einn að krefjast ætíð meira og meira, ala á sundrunginni og stéttahatrinu. Þótti of- stopamönnunum þá tími til þess kom- inn að skera upp ávöxt þessarar iðju og gerðu illvíga tilraun til þess að leggja að velli helztu atvinnufyrirtæki lands- manna. Tilraunin mistókst. En hún hafði í för með sér stefnuhvörf í stjórnmálum landsins. Sjómenn og verkamenn töldu, að nú væri nóg komið. Þeir gerðu sér fulla grein fyrir, að þeirra hlutur yrði ekki stór, ef atvinnutækin tvístruðust og atvinnuvegirnir færu í auðn. Jafnframt sá almenningur, að eftir því, sem áhrifa kommúnismans gætti meira um afskipti ríkisvaldsins af at- vinnuvegunum, eftir því vegnaði þeim ver. Reynslan sópaði burt oftrúnni á, að öll vandræði væru leyst með því, að Alþingi setti lög um málið og að ein- hver pólitísk nefnd hefði afskipti af því. Þvert á móti sáu menn, að þeir, sem mest lögðu upp úr einstaklingsframtak- inu og helzt studdust við kraft þess, urðu einmitt fyrir þær sakir nógu sterkir til þess að hamla á móti neyð- inni, a. m. k. um stund. Þannig var það bæjarstjórn Reykjavíkur undir forystu Sjálfstæðismanna, sem réðist í og hrynti í framkvæmd stærsta mannvirkinu, sem gert hefir verið hér á landi, Sogsvirkj- uninni. En með henni var ekki einungis lagður grundvöllur að margháttuðum framkvæmdum í bænum, sem ella væru ómögulegar, að stórauknum sparnaði og þægindum almennings, heldur einn- ig meðan á verkinu stóð veitt hin stór- Á 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Stétt með stétt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1741

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.