Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 21

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 21
VAKA 1. drgangur . 2. ársfjórðungur verða þeir herrar yfir Dónárósun- um og höfnum við Svartahafið og geta byggt flota þar. En það lítur engan veginn út fyrir, að Þýzka- land muni láta sér nægja að leggja undir sig Rúmeníu, heldur virðist það aðeins vera ein af mörgum fyrirætlunum þeirra. Fyrir löngu síðan hefir sú hugmynd Ukraine komið fram meðal þýzku naz- istanna, að skilja Ukraine frá Rússlandi og Pólland og gera það að „sjálfstæðu" ríki. Þeir hafa gert þann litla hluta af því landi, sem lá undir Tékkóslóvakíu, Kar_ patho-Rússland, að „sjálfstæðu“ ríki og hafa lýst því yfir, að þeir ætluðu innan tveggja ára að vera búnir að sameina alla Ukraine í eitt „ríki“. íbúarnir í Ukraine eru alls um 45 milljónir. Mestur hluti þeirra, eða rúmar 35 milljónir, búa í rússneska Ukraine, sem er sjálf- stætt Sovétlýðveldi. Hinir búa flestir í Póllandi en nokkrir í Rúmeníu. Rússneska Ukraine er mikið iðnaðarland. Er þar gnægð málma í jörðu og hefir mikill iðn- aður þotið þar upp á síðari árum. Þar eru líka miklar rafmagns- stöðvar og er Dnjeprostroj stærst þeirra. Hefir þetta mikla iðnað- arland hina mestu þýðingu fyrir Rússland, sem mundi falla úr tölu stórveldanna, eða að minnsta kosti verða annars flokks stór- veldi, ef Ukraine yrði skilin frá því. Mundi því aðeins verða hægt að framkvæma fyrirætlun nazist- anna um að skilja það frá Rúss- landi með því að sigra Rússa í styrjöld. Er því óhætt að fullyrða, að ef nazistunum eru alvara með fyrirætlunina, þá ætla þeir að heyja strið við Rússa á næstu ár- um. í Póllandi búa 3—4 milljónir Litlu-Rússa. Þeir eru óánægðir með yfirráð Pólverja og því auð- velt fyrir Þjóðverja að æsa þá upp til uppreisnar. En rússneska Uk- raine virðist ekki vera sérlega móttækileg fyrir slíka stefnu, þar eð landið hefir sjálfstjórn, enda er erfitt að reka áróðursstarfssemi í ríki Bolschevikanna. Vegna þess- arar fyrirætlunar virðast Pólverj. ar nú skyndilega hafa fjarlægzt Þýzkaland og vera að stofna til vináttu við Rússa, enda virðist það vera augljóst, að stefna Þýzka- lands gagnvart Ukraine leiðir til glötunar fyrir Pólland, ef hún nær fram að ganga. Með því að ná undir sig Ukraine vilja Þjóðverjar bola Rússum burtu frá Svartahafi og skilja Kaukasus frá Sovétríkinu og ná með því yfirráðunum þar og í allri Vestur-Asíu. Skúli Þórðarson er fæddur 21. júní árið 1900, að Arnórsstöðum á Jökuldal. Stundaði nám á alþýðuskólanum á Eið- um 1919—21. Lauk stúdentsprófi í Khöfn 1925, og meistaraprófi í sagnfræði 1936. Hefir síðan fengizt við blaðamennsku, sögurannsóknir og kennslustörf í Khöfn og Reykjavík. 99

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.