Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Blaðsíða 21

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Blaðsíða 21
VAKA 1. drgangur . 2. ársfjórðungur verða þeir herrar yfir Dónárósun- um og höfnum við Svartahafið og geta byggt flota þar. En það lítur engan veginn út fyrir, að Þýzka- land muni láta sér nægja að leggja undir sig Rúmeníu, heldur virðist það aðeins vera ein af mörgum fyrirætlunum þeirra. Fyrir löngu síðan hefir sú hugmynd Ukraine komið fram meðal þýzku naz- istanna, að skilja Ukraine frá Rússlandi og Pólland og gera það að „sjálfstæðu" ríki. Þeir hafa gert þann litla hluta af því landi, sem lá undir Tékkóslóvakíu, Kar_ patho-Rússland, að „sjálfstæðu“ ríki og hafa lýst því yfir, að þeir ætluðu innan tveggja ára að vera búnir að sameina alla Ukraine í eitt „ríki“. íbúarnir í Ukraine eru alls um 45 milljónir. Mestur hluti þeirra, eða rúmar 35 milljónir, búa í rússneska Ukraine, sem er sjálf- stætt Sovétlýðveldi. Hinir búa flestir í Póllandi en nokkrir í Rúmeníu. Rússneska Ukraine er mikið iðnaðarland. Er þar gnægð málma í jörðu og hefir mikill iðn- aður þotið þar upp á síðari árum. Þar eru líka miklar rafmagns- stöðvar og er Dnjeprostroj stærst þeirra. Hefir þetta mikla iðnað- arland hina mestu þýðingu fyrir Rússland, sem mundi falla úr tölu stórveldanna, eða að minnsta kosti verða annars flokks stór- veldi, ef Ukraine yrði skilin frá því. Mundi því aðeins verða hægt að framkvæma fyrirætlun nazist- anna um að skilja það frá Rúss- landi með því að sigra Rússa í styrjöld. Er því óhætt að fullyrða, að ef nazistunum eru alvara með fyrirætlunina, þá ætla þeir að heyja strið við Rússa á næstu ár- um. í Póllandi búa 3—4 milljónir Litlu-Rússa. Þeir eru óánægðir með yfirráð Pólverja og því auð- velt fyrir Þjóðverja að æsa þá upp til uppreisnar. En rússneska Uk- raine virðist ekki vera sérlega móttækileg fyrir slíka stefnu, þar eð landið hefir sjálfstjórn, enda er erfitt að reka áróðursstarfssemi í ríki Bolschevikanna. Vegna þess- arar fyrirætlunar virðast Pólverj. ar nú skyndilega hafa fjarlægzt Þýzkaland og vera að stofna til vináttu við Rússa, enda virðist það vera augljóst, að stefna Þýzka- lands gagnvart Ukraine leiðir til glötunar fyrir Pólland, ef hún nær fram að ganga. Með því að ná undir sig Ukraine vilja Þjóðverjar bola Rússum burtu frá Svartahafi og skilja Kaukasus frá Sovétríkinu og ná með því yfirráðunum þar og í allri Vestur-Asíu. Skúli Þórðarson er fæddur 21. júní árið 1900, að Arnórsstöðum á Jökuldal. Stundaði nám á alþýðuskólanum á Eið- um 1919—21. Lauk stúdentsprófi í Khöfn 1925, og meistaraprófi í sagnfræði 1936. Hefir síðan fengizt við blaðamennsku, sögurannsóknir og kennslustörf í Khöfn og Reykjavík. 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.