Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 28

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 28
1 AKA 7. árgangur . 2. úrsfjórðungur ^indanna: Ufskoðun prófessors J. B. §. flaldaaie Erindi þetta var flutt í brezka útvarpið i ) nóv. 1929 og var prentað í bók Haldanes, The \ Inequality of Man. Það er úr flokki erinda um \ svipað efni, sem flutt voru af G. Lowes ) Dickinson, Dean Inge, Bernhard Shaw, H. G. \ Wells og Sir Oliver Lodge. Höfundurinn er f. 1892, fékk háskólamennt- ■ un i Oxford, tók þátt í stríðinu, en hefir síðan ' verið háskólakennari í lífeðlisfrœði, efnafræði \ og arfgengisfrœði. í frístundum sínum stund- ( ar hann garðyrkju af miklu kappi. J. E. í Eg hlýt að ýmsu leyti að skera mig frá hinum, er taka þátt í þessum rökræðum. í fyrsta lagi er ég 27 árum yngri en sá yngsti af þeim, svo að ég er eini fulltrúinn fyrir þá kyn- slóð, sem missti sína beztu syni í styrjöldinni miklu. Og ég er vaxinn upp úr öðrum and- legum jarðvegi. Sem barn var ég ekki alinn upp við lögmál neinna trúarbragða, held- ur á heimili, þar sem vísindi og heimspeki skipuðu öndvegi í stað átrúnaðar. Sem drengur átti ég óskorað frelsi til þess að kynnast nýjum hugmyndum og þess vegna finnst mér nú, hvorki Einstein vera óskiljanlegur né Freud frá- fælandi. Sem unglingur tók ég þátt í stríðinu og lærði að meta ýmislegt í fari manna, sem menntamenn komast að jafnaði ekki í kynni við. Sem fullorðinn maður er ég líffræðingur og lít á umheiminn af sjónarhóli, sem gefur mér óvenjulegt útsýni og, 106 að því er ég vona, ekki allskost- ar villandi. * Til þess að lýsa heiminum í stuttu máli, eins og hann kemur mér fyrir sjónir, get ég ekki hjá því komizt, að nota fullyrðing- ar. Ég efast ekki um, að sum- ar af staðhæfingum mínum séu rangar. Þetta verður nægilega ljóst af því að líta yfir þær skoð- anir, sem lærðir menn á undan- förnum öldum hafa haldið sann- ar. Það er ekki hægt að lifa lífinu án þess að þar komizt að hitt og annað trúarkennt. — En and- lega heiðarlegur maður hlýtur

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.