Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 35

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 35
I. ár/rangtir . 2. ársjjórðungur VAKA ur fjárhagsleg sóun. Eg hefi trú á lýðræði af því, og einungis af þvl, að jafnrétti er útilokað þar sem meðfædd metorð og auðlegð skipa öndvegi. Ekki veit eg, hvaða stjórnarhættir væru æskilegastir í þjóðfélagi, þar sem jafnrétti væri komið á. Lýðræði er mér geð- fellt, ekki sem takmark í sjálfu sér, heldur sem líklegasta leiðin, að minnsta kosti á Englandi, til þess að koma á stéttlausu þjóðfé- lagi. í stéttlausu þjóðfélagi mætti koma við víðtækum ráðstöfunum til mannræktar af hálfu ríkis- valdsins, án verulegra mistaka. Eins og sakir standa, er það ekki hægt. Við vitum sjaldnast, að hve miklu leyti óhöpp manna eða vel- gengni í lífinu beri að rekja til ættarfylgju eða umhverfis. Og af þessu tvennu er auðveldara að bæta umhverfið. * Eg er þegn í brezka heimsveld- inu, sem hinar miklu sjálfsstjórn- arnýlendur heyra til. Mínir há- lærðu vinir kvarta yfir því, að ný- lendurnar hafi framleitt lítið af fögrum listum og bókmenntum. Þar til svara eg, að þær hafi gert nokkuð, sem ekki eigi sinn líka. Fyrir stríðið átti barn, sem fædd- ist á Nýja Sjálandi að meðaltali fyrirheit um að ná 60 ára aldri, I Ástralíu 57, í Danmörku 56. Eng- land var líka framarlega. Síðan hafa önnur lönd að miklu leyti náð þessum tölum, en eigi að síður virðast Nýja Sjáland og Ástralía vera í fararbroddi. Eg er stoltur af að tilheyra heimsveldi, sem hefir unnið fyrsta og annað sæti í hinum mikla kappleik við dauð- ann. Eg er líka Norðurálfumaður og er stoltur af því. Norðurálfan er nú sem stendur vanheil, en gerir að minnsta kosti tilraunir til þess að fá lækningu með bandalagi þjóða á milli. Hún er ennþá í far- arbroddi í vísindum, bókmennt- um, listum og tónlist. í fram- leiðsluháttum eru Bandaríkin okkur fremri og margir Norður- álfubúar álíta að við ættum að apa eftir þeim. Inge prófastur á- lítur, að verkalýður Bandaríkj- anna sé betur settur en hjá okkur. Hann á skoðanabræður þar, sem sízt mætti vænta. Þegar við hjón- in vorum á vísindaráðstefnu í Moskva í fyrra, sáum við aðeins tvær áróðursmyndir. Önnur var gegn vínnautn; hin sýndi fram- leiðslu Fordbíla sem rök fyrir á- gæti amerískra starfshátta. Eg er á annari skoðun og það af ástæðum, sem nú skal greina. Þó að þeir haldi áfram að draga úr barnadauða, þá hefir dauðs- fallatalan farið síhækkandi hjá þeim síðan 1921, fyrir öll aldurs- skeið yfir þrítugt. Hvort sem um er að kenna asalegri keppni, bannlögum, eða trúarlegu lækn- ingakukli svo sem „Christian Science“, sem hafnar vísinda- 113

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.