Verktækni - 2020, Side 11
11
3.2. Dreifing og svörun
Spurningalistinn var saminn á ensku og þýddur yfir á íslensku. Spurningalistinn var þýddur til
baka á ensku af öðrum aðila til að gæta samræmis í spurningum milli landa. Úrbætur voru
gerðar og spurningalistanum síðan dreift meðal almennings um alla Evrópu á hverju
tungumáli fyrir sig. Þar sem gögnum var safnað frá mars 2020 til júni 2020 á meðan áhrif
COVID-19 stóðu í hæstu hæðum voru þátttakendur beðnir að hugsa til ferða áður en veiran
raskaði þeim.
Spurningalistanum var dreift hérlendis til félagsmanna Verkfræðingafélags Íslands,
starfsfólks Vegagerðarinnar, starfsfólks Skipulagsstofnunar, starfsfólks og nemenda Háskóla
Íslands, starfsfólks og nemenda Landbúnaðarháskóla Íslands, aðildarfyrirtækja
Bílgreinasambandsins og fleiri aðila auk persónulegra tengiliða höfunda skv. Thomopoulos et
al. (2020). Svörun var góð. 1.068 aðilar opnuðu spurningalistann en 561 svarandi búsettir á
Íslandi kláruðu spurningalistann, rúm 0,15% íbúa, og má því gera ráð fyrir u.þ.b. 2,5%
svörunarhlutfalli. Rannsóknin var send um þann tíma sem nemendur HÍ fóru í sumarleyfi,
e.t.v. eru tölurnar þar ofmetnar. Ekki var boðin þóknun fyrir svörun spurningalistans.
Tafla 1 tekur saman stærðir hópanna sem dreift var til.
Svörun var góð. 1.068 aðilar opnuðu spurningalistann en 561 svarandi búsettir á Íslandi
kláruðu spurningalistann, rúm 0,15% íbúa, og má því gera ráð fyrir u.þ.b. 2,5%
svörunarhlutfalli. Rannsóknin var send um þann tíma sem nemendur HÍ fóru í sumarleyfi,
e.t.v. eru tölurnar þar ofmetnar. Ekki var boðin þóknun fyrir svörun spurningalistans.
Tafla 1: Dreifingaraðilar og stærð hóps sem dreift var til
Dreifingaraðili Stærð hóps
Verkfræðingafélag
Íslands
4‘000
Vegagerðin 350
Skipulagsstofnun 30
Háskóli Íslands
(starfsmenn)
1‘676
Háskóli Íslands
(nemendur)
14‘992
Bílgreinasambandið 119
Landbúnaðarháskóli
Íslands
350
Persónulegir tengiliðir 1‘000
Samtals . Uþb. 22.500
Svarhlutfall 2.5%
Reynt var að ná til fleiri félagasamtaka en þeirra sem greint er frá í ofangreindri töflu til að fá
sem fjölbreyttastan hóp svarenda. Fylgst var með lýðfræðilegri lýsingu úrtaksins eftir því sem
svörum var safnað og hún borin saman við lýðfræðilega lýsingu Hagstofunnar (Hagstofa,
2020). Þá var athugað hvort grípa þyrfti inn í, þ.e. óska eftir svörun sérstaklega frá ákveðnum
samfélagshópum. Ekki var talin vera þörf á slíku, þó vissulega hafi verið reynt að ná til
breiðari hóps.
Sjá má lýðfræðilega lýsingu úrtaksins í næsta kafla.