Verktækni - 2020, Page 17

Verktækni - 2020, Page 17
17 Mynd 3: Upplifun öryggis að börn ferðist í sjálfakandi ökutækjum Með samanburði við fyrri myndir sýnir Mynd 3 að óskir svarenda um eftirlit stafar ekki einungis af áhættu eða óþægindum við að ferðast með öðru ókunnugu fólki. Eftirlitið er einnig þarft við stýringu bílsins. Einnig er ljóst að upplifun öryggis barna getur vegið þungt þegar kemur að því að leyfa börnum sínum að nota þjónustu farartækjanna. Mögulegur ávinningur tækniþróunarinnar er að gefa foreldrum kost á því að skutla börnum í skóla og frístundir með ökutækjunum. Þessi ávinningur kann að hverfa ef vantraust foreldra til tækninnar er það mikið að þau þurfi sjálf að sinna eftirliti með börnum sínum er þau ferðast á milli staða (Kyriakidis, Sodnik, Stojmenova, Elvarsson & Thomopoulos, 2020).

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.