Verktækni - 2020, Qupperneq 17

Verktækni - 2020, Qupperneq 17
17 Mynd 3: Upplifun öryggis að börn ferðist í sjálfakandi ökutækjum Með samanburði við fyrri myndir sýnir Mynd 3 að óskir svarenda um eftirlit stafar ekki einungis af áhættu eða óþægindum við að ferðast með öðru ókunnugu fólki. Eftirlitið er einnig þarft við stýringu bílsins. Einnig er ljóst að upplifun öryggis barna getur vegið þungt þegar kemur að því að leyfa börnum sínum að nota þjónustu farartækjanna. Mögulegur ávinningur tækniþróunarinnar er að gefa foreldrum kost á því að skutla börnum í skóla og frístundir með ökutækjunum. Þessi ávinningur kann að hverfa ef vantraust foreldra til tækninnar er það mikið að þau þurfi sjálf að sinna eftirliti með börnum sínum er þau ferðast á milli staða (Kyriakidis, Sodnik, Stojmenova, Elvarsson & Thomopoulos, 2020).

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.