Verktækni - 2020, Side 25
25
Mynd 11: Viðhorf svarenda gagnvart prófunum sjálfakandi ökutækja í grennd við sig
Við mat á því hvort ferðamáti henti farþegum þarf að taka tillit til ferðatíma, ferðakostnaðar,
tíðni ferða, áreiðanleika ferðamáta og fleiri þátta. Fyrir sjálfakandi almenningsvagn í
Stokkhólmi kynntu Guo, Susilo, Antoniou & Brenden (2020) upplifun notenda af þjónustunni.
Þau telja upp (1) ferðahraða og ferðatíma, (2) áreiðanleika og hentugleika og (3)
öryggistilfinningu sem helstu þætti til að útskýra notkun þjónustunnar.
5. Umræða
5.1. Framtíð samgangna
Margir rannsakendur hafa sýnt fram á mikinn kerfislegan ávinning sem ná má þökk sé
sjálfakandi tækni ef farþegar nýta bíla í deiliþjónustu í stað bíla í einkaeigu (Bösch et al,
2016; OECD, 2015). Draga má úr umferð ef farþegar sjá aukið notagildi í því að ferðast í
samfloti í stað þess að ferðast einir.1 Alls ekki er víst að sú verði raunin. Til þess að vinna að
slíkum ávinningi gætu stjórnvöld sett sér þau markmið að draga úr bílaeign (sér í lagi fjölda
bíla á heimili) og auka markaðshlutdeild ferða í samfloti og/eða almenningssamgangna.
Ef svo er, þá má nýta Mynd 6 fyrir stjórnvöld til að vita hvenær þau vilja grípa inn í. Ef rýna á
betur í bílaeign íbúa þarf þó að hafa í huga öryggissjónarmið sem fram koma t.d. í
niðurstöðukafla „Öryggi á meðan á ferð stendur“ og lýðfræðileg sjónarmið hvers
heimilishalds. Ýmis heimili reiða sig t.d. á bílinn til að flytja yngri börn milli staða og í ferðir til
1 Höfundar leggja engan dóm á sýn einstaklinga til að eiga farartæki, eða hversu mörg farartæki, en óneitanlega
er flutningsgeta samgöngukerfis í persónum talin meiri ef fleiri einstaklingar deila einum bíl í samanburði við að
hver einstaklingur ferðist einn í bíl, að öðru óbreyttu.