Verktækni - 2020, Blaðsíða 45

Verktækni - 2020, Blaðsíða 45
45 reglulega við hvern annan sem og fyrri nemendur og nemendur í liðum erlendra háskóla (Fyrirbyggjandi félagsmótunarhegðun = 2). Það má því segja að mannleg færni nemenda sé mjög góð og það ríki gott traust milli nemendanna og að þeir hafi jákvætt viðhorf til samstarfsins (Viðhorf = 2). Nemendahópurinn samanstendur af nemendum með mismunandi bakgrunn og hlutfall kvenkyns nemenda hefur sveiflast á milli 20-40% - sem er mun hærra en hjá erlendu liðunum. Samkvæmt þessu má fullyrða að nemendahópurinn hafi næga hugræna fjölbreytni til að byggja upp og viðhalda nýstárlegu og blómlegu teymi (Mannleg hæfni = 1). Einnig er hægt að fullyrða að nemendurnir hafi almennt gott minni, góða athygli og góð skynjunarferli - þ.e.a.s. góða örhugræna þætti. Hins vegar skortir á hugræna getu þeirra, til dæmis þegar kemur að lausnum vandamála, rökhugsun og að læra af reynslunni. Þetta er líklegast vegna þess að nemendur hafa ekki fengið almennilega kennslu og þjálfun í þessum þáttum (Hugrænir þættir = 2). o Verk (2/10) Fjöldi nemenda sem taka þátt í námskeiðinu hefur verið á bilinu 30 til 40. Af þeim eru iðulega einn eða tveir nemendur sem hafa viðeigandi reynslu, eða menntun, og 5-6 nemendur sem hafa áður tekið þátt í námskeiðinu. Nemendahópurinn er mun minni en lið evrópsku háskólanna sem nemendurnir vilja bera sig saman við og etja kappi við. Tiltölulega fámennt lið með reynslulitla nemendur getur ómögulega samræmt færni nemenda við verkefni og úrræði. Umfangið er því hverfandi. Ennfremur, sú staðreynd að lið Háskóla Íslands samanstendur af fámennu teymi reynslulítilla nemenda sem hafa stuttan þátttökutíma í verkefninu þýðir að nemendurnir eru undir miklu vinnuálagi - miklu meira en sex ECTS einingar sem þeir fá yfir veturinn (sem samsvara 150-180 tímum á hvern nemanda). Verkefnin sem nemendur þurfa að ljúka á skólaárinu eru mörg, krefjandi og umfangsmikil. Á innan við einu ári þurfa nemendur að skipuleggja vinnuna þannig að þeir geti: Klárað að meta hönnun síðasta bíls, endurhannað nýjan bíl, aflað fjár til að smíða endurbættan bíl, prófað og hugsanlega lagað nýja hönnun, skipulagt og undirbúið sig fyrir keppnir og keppt á keppnum erlendis. Þessu til viðbótar verða nemendurnir að standast próf keppnishaldara til að öðlast keppnisrétt og nemendur þurfa einnig að skila skýrslum til dómara til að fá hönnun sína samþykkta (Umfang = 0). Eins og áður segir þá eru nemendurnir undir miklu vinnuálagi. Fæstir nemendanna búa yfir reynslu eða menntun á sviðinu sem gerir alla áætlanagerð erfiða. Þeir geta illa metið hversu mikill tími fer í ákveðin verk (reynsluleysi einkennist oft af bjartsýni). Vegna þessa þá hefur nánast öll árin verið of knappur tími áætlaður í verk. Of knappur tími og sú staðreynd að nemendur eru of fáir miðað við öll verkefnin sem þarf að klára hefur orðið til þess að ákveðnum verkefnum hefur verið sleppt. Til að mynda prófunum á bíl áður en hann fer á keppni. Skortur á skjölun verkefnisins – heildarhönnun, prófunaráætlun og endurgjöf frá keppnum – hefur orðið til þess að framþróun verkefnisins hefur verið mjög hæg (Vinnuálag = 0). Áætlanagerð er mjög erfið því reynsluleysi nemenda veldur því að þeir geta illa metið, á raunsæjan hátt, þann tíma sem þarf í verk. Reynsla síðustu ára hefur einnig sýnt að reynsluleysi nemenda einkennist oft af bjartsýni og vegna þessa þá hefur nánast öll árin verið of knappur tími áætlaður í verk – þó nemendur hafi upplýsingar frá fyrri árum. Of knappur tími til viðbótar við galla í áætlun (til dæmis þegar verk vantar) og þá staðreynd að nemendahópurinn er of fámennur miðað við öll verkefnin sem þarf að klára, hefur orðið til þess að ákveðnum verkefnum hefur verið sleppt. Til dæmis prófunum á bíl áður en hann fer í keppni. Í nokkur skipti hefur bíllinn verið sendur í keppni áður en hann var fyllilega settur saman (Samhengi verka og skjala = 0).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.