Verktækni - 2020, Page 47

Verktækni - 2020, Page 47
47 Jöfn vigtun frammistöðuþátta Þáttahópar Stig Hámark Einkunn % Liðsstjórnun 3 16 19% Liðsumhverfi 5 10 50% Innri virkni liðs 12 18 67% Liðsskipulag 7 14 50% Liðsmeðlimir 9 12 75% Verk 2 10 20% Samskipti 5 6 83% 43 86 50% Heildareinkunnina má einnig ákvarða með því að leggja jafnt vægi á þáttahópana og þá verður einkunnin 52%. Munurinn er ekki mikill en með því að leggja jafnt vægi á hópana er einstaka frammistöðuþáttum gefið mismunandi vægi – því hóparnir hafa mismarga þætti. Höfundar telja frekari þróun þurfi á aðferðafræðinni og rannsóknir á mikilvægi þáttahópa á heildarframmistöðuna áður en jafnt vægi megi setja á hópana. Mynd 13 sýnir niðurstöðurnar á ratstjárriti, en ratsjárrit henta vel fyrir myndræna framsetningu á fjölþátta niðurstöðum. Litirnir standa, eins og áður, fyrir lágmarks (rautt), meðal (gult) og góða (hvítt) frammistöðu. Aðferðafræðin gefur, eins og sjá má útfrá Tafla 7 og Mynd 13, að það er einungis viðunandi frammistaða í þremur þáttahópum af sjö, þ.e. innri virkni liðs, samskiptum og liðsmeðlimum. Niðurstöðurnar benda til þess að nemendateymið eigi við alvarleg frammistöðuvandamál í tveimur þáttahópum, þ.e., Liðsstjórnun og Verkum, og að ýmislegt megi lagfæra í þáttahópunum Liðsumhverfi og Liðsskipulag.

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.