Verktækni - 2020, Page 48

Verktækni - 2020, Page 48
48 Mynd 13 – Ratsjármynd sem sýnir þáttahópana 7 og einkunnir þeirra. Samantekt Í þessari grein er beitt tilviksrannsókn til að sýna hvernig hægt er að nota aðferðafræði sem höfundar hafa þróað til að meta frammistöðu nemendateyma í viðamiklum verkefnisnámskeiðum. Tilvikið sem við notuðum var nemendadrifið verkefnisnámskeið í verkfræði sem hefur verið kennt í tíu ár samfleytt. Námskeiðið er valnámskeið sem nær yfir heilt skólaár. Um 40 nemendur taka þátt í námskeiðinu og yfir veturinn sjá nemendurnir um að (endur)hanna og smíða eins sætis kappakstursbíl og undirbúa sig fyrir keppni á Formula Student nemendakeppnum erlendis. Námskeiðið var fyrst kennt skólaárið 2010-2011 og þurftu nemendur að læra hratt reglur keppninnar, lykilfræðin, handverkið við að smíða bíl og auk þess að skipuleggja erlendar keppnisferðir. Á um tveimur árum höfðu nemendur aflað sér nægjanlegrar þekkingar og reynslu til að smíða bíl sem uppfyllti reglur keppninnar og öryggiskröfur. Markmið námskeiðsins hvert skólaár hefur verið það sama í gegnum árin - að bæta síðustu hönnun. Hins vegar hefur frammistaða nemenda á keppnum – mæld í stigum sem fengust á keppnunum – flökt í kringum sama gildi öll árin og síðustu árin farið örlítið lækkandi. Í gegnum árin lögðu kennararnir sig fram um að bæta árangur liðsins með því að fá nemendur til að breyta starfsaðferðum sínum sem höfðu verið óbreyttar frá fyrstu árunum. Kennararnir lögðu áherslu á að nemendur settu sér skýr og mælanleg markmið og byggðu hönnunarákvarðanir sína á mælingum. Þessum tillögum mættu nemendur með tregðu og mótstöðu. Kennararnir voru meðvitaðir um nokkur frammistöðuvandamál innan nemendahópsins en þeir höfðu ekki framkvæmt kerfisbundið mat og höfðu þar af leiðandi ekki heildarsýn á vandamálið. 0 0,1 0,2 0,3 0,4 0,5 0,6 0,7 0,8 0,9 1 Innri virkni liðs Samskipti Liðsmeðlimir Verk Liðsstjórnun Liðsskipulag Liðsumhverfi

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.