Verktækni - 2020, Qupperneq 51

Verktækni - 2020, Qupperneq 51
51 Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar Ólafur Hjálmarssona, Ásta Logadóttirb, Kristinn Alexanderssonc, Jóhann Björn Jóhannssonc. a Trivium ráðgjöf, Borgartúni 20, 105 Reykjavík. b Lota verkfræðistofa, Guðríðarstíg 2-4, 113 Reykjavík. cVSÓ ráðgjöf, Borgartúni 20, 105 Reykjavík. Fyrirspurnir: Ólafur Hjálmarsson olafur@trivium.is Greinin barst 27. febrúar 2020. Í marsmánuði 2001 skrifaði einn greinarhöfunda ásamt fleirum grein í Verktækni sem bar nafnið: Ísland í dag – Auknar kröfur til húsa og hönnuða (Verktækni 7. árg. 2001 3. tbl. bls. 12-13. Vefslóð: https://timarit.is/page/5824435#page/n11/mode/2up) Í umræddri grein er litið til þáverandi stöðu nýrra ráðgjafasviða á íslenskum byggingamarkaði, sem voru brunahönnun, hljóðhönnun og ráðgjöf í byggingareðlisfræði. Rök voru færð fyrir því að full ástæða væri til þess að leita sér ráðgjafar á þessum sviðum við húsbyggingar, ekki síður en á hefðbundnum hönnunarsviðum burðarþols, lagna og rafmagns. Nú eru um 19 ár liðin og segja má að staða bruna- og hljóðhönnunar hafi tekið stakkaskiptum. Í öllum stærri verkum er það orðið viðtekið að leita til bruna- og hljóðhönnuða. Opinbert eftirlit er mjög virkt á sviði brunavarna en stjórnsýslan getur gert betur í eftirliti með fullnægjandi hljóðhönnun. Það stendur vonandi til bóta. Það er sláandi að ráðgjöf og hönnun á sviði byggingareðlisfræði hefur nánast ekkert fleytt fram á þessum bráðum tveimur áratugum. Því verður að breyta. Við erum að gera alvarleg mistök sem leiða af sér lekavandamál, raka- og mygluskemmdir sem kosta samfélag okkar formúur.

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.