Verktækni - 2020, Qupperneq 53

Verktækni - 2020, Qupperneq 53
53 er mjög áríðandi. Hér erum við sömuleiðis að gera dýr mistök sem vönduð ráðgjöf gæti komið í veg fyrir með litlum tilkostnaði. Í dag vitum við að góð lýsingarhönnun bætir lífsgæði með því að veita góða upplifun rýma, bætt afköst og svefngæði. Dagsljósið er besta lýsing sem hægt er að fá yfir daginn og þá sérstaklega að morgni til. Á Íslandi var á árum áður dagsljós í byggingum tryggt með því að byggja lágt og hafa gott bil á milli húsa. Með slíku borgarskipulagi duga einfaldar þumaputtareglur til að tryggja næga dagsbirtu í húsum. Á síðustu árum hefur íslenskur byggingariðnaður þróast í þá átt að byggja sem flesta fermetra á hverri lóð; bæði á hverri hæð og með hærri byggingum. Það er hér sem vandamálin við að tryggja nægt dagsljós í byggingum byrja. Þegar borgarskipulag hvetur til þéttingar byggðar þýðir ekki lengur að treysta á úreltar þumalputtareglur til að tryggja dagsljós í húsum. Það segir sig sjálft að þegar háar og breiðar byggingar standa nærri hvor annarri er dagsljós skert; sérstaklega á neðri hæðum. Þétting byggðar er vel þekkt á suðrænum slóðum með hærri sólstöðu en okkar. Þar er markmiðið að takmarka hitamyndun í húsum frá sólarljósi; enda dvelja íbúar á þeim slóðum langtímum saman utandyra; þar sem þeir fá nægt dagsljós. Ólíkt því sem hér er. Á Íslandi er veðurfar sem ýtir undir inniveru og því sérstaklega mikilvægt að tryggja nægt flæði dagsljóss inn í byggingar. Lág sólstaða og miklar sveiflur í dagsljósastundum á sólahring gera þær kröfur til okkar við tryggjum nægt dagsljós við þéttingu byggðar. Með því að horfa fram hjá því erum við hreinlega að skerða lífsgæði íbúa. Fyrir umrædda þéttingu byggðar er núgildandi byggingarreglugerð úrelt í þessu efni. Góð raflýsing tekur mið að dagslýsingu í rýminu en kemur aldrei í staðinn fyrir hana; nema í þeim fáu tilvikum sem þar sem dagsljósið skaðar starfsemina. Það er viðeigandi að enda þessa grein með bráðum 20 ára gömlum lokaorðum: „Hér verður okkur, ágætu arkitektar, verkfræðingar og tæknifræðingar, að renna blóðið til skyldunnar: Komum málum í betra horf og ræðum stöðuna í alvöru við viðskiptavini okkar og verkkaupa. Við getum ekki aðgerðalaus látið almannaheill lönd og leið. Í samfélagi sem okkar, þar sem hver og einn verður að eignast sína eigin íbúð, eru þeir fjölmargir sem tapa stórum hluta eigna sinna vegna þess að við höfum ekki komið réttri þekkingu nægilega vel á framfæri. Hagsmunir fyrirtækja og opinberra aðila eru þeir sömu.“

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.