Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022 VIKUR Á LISTA 4 1 2 1 2 3 7 8 8 2 › ELSPA - SAGAKONU Höfundur: Guðrún Frímannsdóttir Lesari: Valgerður Guðrún Guðnadóttir SAMKOMULAGIÐ Höfundur: Robyn Harding Lesarar: Sigríður Eyrún Friðriksdóttir ÞESSU LÝKURHÉR Höfundur: Colleen Hoover Lesari: Þrúður Vilhjálmsdóttir ÚTI Höfundur: Ragnar Jónasson Lesarar: Ýmsar leikraddir INNGANGURAÐ EFNAFRÆÐI Höfundur: Bonnie Garmus Lesari: Dominique Gyða Sigrúnardóttir KULDAGUSTUR Höfundur: Quentin Bates Lesari: Margrét Örnólfsdóttir TRÚNAÐUR Höfundur: Rebekka Sif Stefánsdóttir Lesarar: Ýmsar leikraddir ANDNAUÐ Höfundur: Jón Atli Jónasson Lesarar: Ýmsar leikraddir SVARVIÐ BRÉFI HELGU Höfundur: Bergsveinn Birgisson Lesari: Bergsveinn Birgisson ÆVINTÝRI FREYJU OG FRIKKA: Á KAFI Í KAMBÓDÍU Höfundur: Felix Bergsson Lesarar: Felix Bergsson og Þuríður Blær J. 1. 2. 3. 4. 7. 8. 6. 10. 9. 5.› › › › › - - TOPP 10 VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKURÁ ÍSLANDI VIKA 35Sundaborg 7-9 | 104 Reykjavík | Sími 511 4747 | www.northwear.is Starfsmannafatnaður Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fjármála- og áhættustýringasvið Reykjavíkurborgar (FAS) hefur áhyggjur af hallarekstri borgar- innar, sem rekin var með 8,9 millj- arða króna tapi fyrstu sex mánuði ársins. „Mikilvægt er að grípa til aðgerða til að takast á við hallarekstur í A- hluta og neikvæða þróun í ytra um- hverfi,“ segir í skýrslu sviðsins, sem kynnt var í borgarráði í síðustu viku. FAS hefur yfirumsjón með fjár- málastjórn Reykjavíkurborgar. Sviðið hefur snertifleti við alla þætti rekstrar A-hluta borgarsjóðs og veitir stjórnendum upplýsingar, stuðning og aðhald, eins og segir á heimasíðu borgarinnar. Reykjavíkurborg var rekin með 7,3 milljarða halla sömu mánuði 2021, að því er fram kom í árshluta- uppgjörinu það ár. Meirihlutaflokk- arnir bókuðu þá að Covid-farald- urinn hefði haft haft gríðarleg áhrif á fjármál borgarinnar. „Við því var að búast og afkoma borgarinnar er heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, sem ber sterkri stjórnun í rekstri borgarinnar glöggt vitni.“ Vegna ársins 2022 tiltóku meiri- hlutaflokkarnir áhrif fjórðu bylgju Covid í byrjun þessa árs og að auki innrás Rússa í Úkraínu. Í skýrslu fjármála- og áhættu- stýringarsviðs vegna árshlutareikn- ingsins 2022 er að finna nokkrar ábendingar. Þessar eru helstar: - Í borgarreknum grunnskólum er raunkostnaður 848 milljónir um- fram fjárheimildir. Á síðasta ári var samþykkt nýtt reiknilíkan fyrir grunnskóla og fjárheimildir auknar um 1,5 ma.kr. Samhliða nýja lík- aninu voru samþykktar reglur um eftirlit með rekstri grunnskóla þar sem kemur fram hvernig bregðast skal við frávikum. Mikilvægt sé að sviðið framfylgi þessum leikreglum og að stjórnendur móti aðgerðir til að rekstur stofnana verði innan fjár- heimilda á árinu 2022. - Í borgarreknum leikskólum er raunkostnaður 1.099 milljónir eða 13,8% umfram fjárheimildir. Rekst- ur leikskóla hefur verið í verulegum halla frá hausti 2020 og er hallinn fyrstu sex mánuði ársins 2022 hlut- fallslega meiri en hann var á 2021. Útgjöld vegna leikskóla hafa frá árinu 2019 aukist yfir 40% frá fyrstu sex mánuðum ársins en barnafjöldi hefur aðeins aukist um 2,8%. Þessi kostnaðarauki skýrist ekki eingöngu af ytri aðstæðum svo sem launa- og/ eða verðlagshækkunum. Það sé afar mikilvægt að komið sé á jafnvægi í rekstri leikskóla og hraðað útfærslu á nýju leikskólalíkani. - Heildarkostnaður Reykjavík- urborgar vegna málefna fatlaðs fólks að meðtalinni lengdri viðveru fatlaðra barna nam 9.542 milljónum en tekjur aðeins 4.119 m.kr. Heild- arniðurstaða var því neikvæð um 5.423 m.kr. Í maí sl. skilaði starfs- hópur um greiningu á kostnaðar- þróun í þjónustu við fatlað fólk árin 2018-2020 á vegum félags- og vinnu- markaðsráðuneytisins niðurstöðum sem staðfestu mikla vanfjármögnun á málaflokknum. Félags- og vinnu- markaðsráðherra hefur skipað nýj- an starfshóp sem hefur verið falið að gera tillögu að kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga í málaflokkn- um sem tekur mið af útgjöldum sveitarfélaganna vegna reksturs málaflokksins. - Útgjöld vegna barna með al- varlegar geð- og hegðunarraskanir voru 483 milljónir umfram fjárheim- ildir. Hér er um mjög alvarlega stöðu að ræða þar sem útgjöld hafa hækkað mikið á síðustu árum. Þörf sé á frekari stefnumörkun um hvernig tekist er á við þennan vanda, kostnaðarskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga og markvissar áætlanir til úrbóta. Útgjöld vegna barnaverndar voru 345 milljónir króna. Kostnaður hef- ur aukist afar mikið á síðustu árum og ekki síst í kjölfar Covid-19. Þá hafi meðferðarheimilum Barnaverndarstofu verið lokað einu af öðru á undarnförnum áratugum en kostnaði vegna vistunar verið velt yfir á sveitarfélögin. Það sé mikilvægt að mörkuð sé stefna um fjármögnun málaflokksins til lengri tíma litið. - Lán Orkuveitu Reykjavíkur, sem hafa eigendaábyrgð, nema um 66,2 milljörðum króna en bein ábyrgð borgarsjóðs á þeim er um 65,1 ma.kr. Mikilvægt sé að gera að- gerðaáætlun um hvernig þessum ábyrgðum verði mætt ef á reynir. (Þetta er sama orðalag og sviðið notaði í fyrra, sem bendir til að eng- in áætlun hafi verið gerð.) - Fjárhagsstaða Strætó er afar erfið um þessar mundir. Rekstrar- niðurstaða sé neikvæð um 599 millj- ónir á tímabilinu sem er umtalsvert lakara en áætlun gerði ráð fyrir. Eigendur greiddu eins mánaðar rekstrarframlag fyrir fram til Strætó í maí sl. vegna lausafjár- vanda félagsins. Eigið fé stendur í lok tímabils í 245 m.kr. og stefnir í að vera neikvætt um næstu áramót verði ekki umskipti í rekstri. Eigendur þurfi að taka rekstur og fjármagnsskipan Strætó bs. til rýn- ingar nú þegar og grípa til aðgerða til að tryggja sjálfbærni félagsins. Tekið verði á framúrkeyrslu - Grípa þurfi til aðgerða til að takast á við hallarekstur Reykjavíkurborgar - Tapið 8,9 milljarðar Morgunblaðið/Ómar Ráðhúsið Embættismenn borgarinnar hafa áhyggjur af hallarekstrinum og hvetja borgarfulltrúa til aðgerða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.