Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022 Máltækni getur breytt lífi þeirra sem nauðsynlega þurfa á henni að halda og treystir fjöldi fólks á tjáskipti í gegnum stafræna tækni. Not- endahópar máltækni eru margir og við verðum að finna leiðir til að koma íslensku inn í stafrænt um- hverfi. Almannarómur hefur rekið mið- stöð um máltækni og hefur í gegn- um samning við viðskipta- og menningarráðuneytið unnið að þró- un opinna kjarnalausna fyrir ís- lenska tungu. Hópur sérfræðinga á sviði mál- tækni hefur unnið að verkefninu núna í þrjú ár og hafa yfir tvö hundruð afurðir litið dagsins ljós. Allar opnar og aðgengilegar fyrir áframhaldandi þróun, https:// almannaromur.is/maltaeknilausnir Allan tímann var ljóst að ef ætl- unarverkið ætti að takast þyrfti að ná íslensku inn hjá helstu tæknifyr- irtækjum í heiminum. Því var undirbúin ferð forseta Íslands og sendinefndar til Bandaríkjanna á fund stórfyrirtækja í tækni- iðnaði. Ferðin var far- in í maí og snerist samtalið á fundunum um þá ósk okkar að hægt væri að tala ís- lensku við tölvur og tæki og tryggja þannig framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi. Fundirnir gengu vonum framar og voru fulltrúar tæknifyrirtækjanna búin að kynna sér lausnir fyrir íslensku og komu vel undirbúin. Það kom fram í þess- um samtölum að árangurinn sem við höfum náð í smíði kjarnalausna getur skilað okkur víðtæku sam- starfi á sviði máltækni við Apple, Microsoft, Amazon, OpenAi, Meta, Stanford og MIT. Ástæðan fyrir því að hægt er taka þessi skref er að við erum komin með virkilega vel gerða innviði eins og stórar mál- heldir, talgervingu, talgreiningu, þýðingarvélar, mállíkön og margt fleira. En það er stærri mynd sem við sjáum sem þarna vorum fyrir hönd máltækninnar. Framtíð tungumála í stafrænum heimi er samofin þróun gervigreindar. Við erum því að tala um að íslenska og gervigreind þurfa hvort á öðru að halda og gervigreindarþróun á Íslandi tekur stór stökk nú þegar innan mál- tækniverkefna sem hér eru unnin. Enn stærri stökk verða svo tekin í samstarfi við alþjóðleg tæknifyrir- tæki. Við þurfum að halda áfram að smíða, aðlaga, þróa og rækta sam- starf um máltækni og gervigreind. Það er ljóst að sú vinna skilar ár- angri og íslenska á fullt erindi í stafræna tækni. Eftir Stefaníu Guðrúnu Halldórsdóttur »Enn stærri stökk verða svo tekin í samstarfi við alþjóðleg tæknifyrirtæki. Við þurfum að halda áfram að smíða, aðlaga, þróa og rækta samstarf Stefanía Guðrún Halldórsdóttir Höfundur er stjórnarformaður Almannaróms. Aukin lífsgæði með máltækni LC02 Leður Verð frá 339.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. HÆGINDASTÓLL Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is 29.995.- / St. 36-41 Vnr. LLO21-232-45 29.995.- / St. 40,5-46 Vnr. LLO22-601-13 32.995.- / St. 40,5-46 Vnr. LLOJARON-BLK 24.995.- / St. 36,5-41 Vnr. LLO21-260-40 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS STEINAR WAAGE - NÝ SENDING Geimsjónaukinn James Webb er nú kominn á sinn L2- punkt á braut um sólu í fylgd jarðar og vís- indamenn bíða spenntir eftir að fá svör við spurningum sínum um alheiminn og upphaf hans og endi. Svo vill til að á næstum sama tíma er atómhraðallinn LhC í CERN endurræstur með nýju afli. Stærstu spurningarnar varða til- veru myrkra efna og afla. Myrkt efni, „dark matter“, er nauðsynlegt til að miðflóttaaflið rífi ekki vetrar- brautina og aðrar stjörnuþokur í sundur; sameiginlegt aðdráttarafl þeirra dugar ekki til að halda þeim saman, en þrátt fyrir mikla leit hef- ur ekkert fundist sem skýrir þetta. Hið síðara snýr að útþenslu al- heimsins en vantar eitthvað sem skýrir það að útþenslan virðist herða á sér frekar en að sameigin- legur aðdráttarkraftur dragi úr henni. Ég á ekki von á því að þessi leit beri árangur vegna þess að hvorugt þessara fyrirbrigða er til. Mín skýring er sú að hér komi skammtafræðin til sögunnar. Þegar vísindamenn síðustu aldar mældu hraða og stefnu rafeindar í loft- tómu rúmi milli tveggja rafskauta, „anóðu“ og „katóðu“, sáu þeir sér til mikillar undrunar að eitthvað truflaði leið rafeindanna. Skýringin á þessu kom frá vísindamönnum sem rannsökuðu það allra smæsta sem finnst, „kvantar“. Þessar agnir hoppa inn og út úr tilverunni sam- stundis, þannig að þeirra verður ekki vart annars. Ef rannsakendur hefðu nægan tíma og nógu stór lofttæmd tilraunaglös myndu þeir sjá að nýtt efni hefði orðið til í glas- inu, vegna þess að örsjaldan skeður það að tvær agnir myndast á sama stað og tíma. Önnur þessara agna er úr venjulegu efni og eyðist ekki, en hin er fyrirbrigði sem kallast tachyons og er hin neikvæða speg- ilmynd en frá okkar sjónarmiði er hún minna en ekkert og þýtur burt með meira en ljóshraða. Hún dregst að sambærilegu efni, sem er nákvæm- lega jafn mikið og hið jákvæða, og bæði þessi efni hrinda hvort öðru frá sér. Þar sem þessi fráhrindikraftur verkar sameiginlega á allt efni í alheimi, bæði jákvætt og neikvætt, dugar það til að knýja áfram aukinn hraða á útþenslunni, og um leið skapar þetta þrýsting utan frá á vetr- arbrautina og aðrar slíkar þannig að þær haldast saman. Heildar- útkoman úr þessu dæmi er að allt efni samanlagt í alheimi er núll, þ.e. ekkert, og alheimurinn þenst út um alla eilífð með auknum hraða. Ég hef alltaf verið þeirrar skoð- unar að til sé eitthvað sem er utan og ofar efni, rúmi, orku og tíma. Eitthvað sem við kollum Guð, anda eða sál. Ef svo er þá er það algjör- lega óbundið af lögmálum náttúr- unnar og gæti því ferðast með ótakmörkuðum hraða í ótakmark- aðan tíma og þannig kannski komið að endamörkum alheimsins. En ef andinn heldur lengra áfram blasir bara við auð og tóm. Honum myndi sjálfsagt þykja þetta frekar ein- manalegt og vilja snúa aftur til síns heima, en kemst þá að raun um að það er hvergi að finna. Sem sé ekki einu sinni Guð almáttugur getur fundið það sem ekkert er. Núllsummual- heimurinn – „Zero sum universe“ Eftir Hermann Ólason Hermann Ólason »Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að til sé eitthvað sem er ut- an og ofar efni, rúmi, orku og tíma. Eitthvað sem við köllum Guð, anda eða sál. Höfundur er rithöfundur. hemihult@gmail.com ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.