Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022 Sölumaður verkfæra Vélar og verkfæri ehf. óska eftir að ráða öflugan sölumann á fyrirtækjamarkaði. Við leitum aðmetnaðarfullum, jákvæðumog drífandi einstaklingimeð brennandi áhuga á verkfærum og rekstrarvörum til að sjá um sölu til iðnaðar og þjónustufyrirtækja á ýmsum sviðum. Í boði er gefandi og áhugavert starf þar sem skemmtilegur og samstilltur hópur leggurmetnað sinn í að veita framúrskar- andi þjónustu og trausta ráðgjöf. Helstu verkefni og ábyrgð: • Öflun nýrra viðskiptavina. • Samskipti og heimsóknir til núverandi viðskiptavina. • Eftirfylgni og umsjón gagnvart viðskiptavinum. • Virk þátttaka í söluátökum. Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun og/eða viðamikil reynsla í iðngrein, t.d. bifvélavirkjun, rafvirkjun, vélvirkjun eða sambærilegu er skilyrði. • Þekking á fyrirtækjamarkaði með verkfæri, rekstrarvöru o.fl. • Söluhæfileikar, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. • Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt. • Almenn tölvukunnátta. • Skipuleg og öguð vinnubrögð. • Þarf að hafa gott vald á ensku. • Bílpróf er skilyrði. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á -%31/-'#44,**.#/ &$1#1 )". /'2-'!0'1 (+(( og í því netfangi fást jafnframt nánari upplýsingar um starfið ef óskað er. Skútuvogur 1 c • 104 Reykjavík • Sími 550 8500 • www.vv.is Vélar & Verkfæri ehf. er traust og framsækið fjölskyldufyrirtæki með sögu allt aftur til ársins 1919. Fyrirtækið er með starfsstöð í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 20 manns. Skólamatur leitar að jákvæðu og duglegu starfsfólki í mötuneyti sín í Setbergsskóla og Engidalsskóla. Vinnutíminn er frá kl. 9:00 til 14:00 (Setberg) og frá 10:00 til 14:00 (Engidals) alla virka skóladaga. Störfin felast í lokaeldun hádegismáltíða, undirbúningi og afgreiðslu máltíða og frágangi ásamt léttum þrifum í eldhúsi. Starfsmenn mötuneyta panta inn af pöntunarvef Skólamatar og senda inn dagsskýrslur. Hæfniskröfur: • Reynsla úr sambærilegu starfi æskileg. • Menntun sem nýtist í starfi kostur. • Góð íslenskukunnátta skilyrði. • Jákvæðni, snyrtimennska, stundvísi og lausnamiðuð hugsun skilyrði. Umsækjendur eru beðnir að skila inn ferilskrá með upplýsingum um reynslu/menntun og fyrri störf. Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið. Óskað er eftir að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Fyrirspurnir um starfið og umsóknir berist á fanny@skolamatur.is Mötuneyti í Hafnarfirði Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á máltíðum fyrir mikilvægasta fólkið. Bókari - launafulltrúi Idex ehf og Idex gluggar ehf óska eftir að ráða starfsmann í fullt starf. Idex nafnið á sér yfir 30 ára sögu á íslenskum byggingamarkaði, þekkt fyrir þá gæðavöru er fyrirtækið hefur að bjóða íslenskum bygginga- markaði. Starfssvið: Öll almenn bókhalds-, innheimtu-, toll og launa- vinnsla. Samskipti við stjórnendur og endur- koðanda fyrirtækisins Hæfniskröfur: • Góð og haldbær þekking á bókhaldi, innheimtu, tollskjalagerð og launavinnslu. • Rík þjónustulund og framúrskarandi mannleg samskipti. • Metnaður til að skila góðri vinnu. • Nákvæmni og hugkvæmni. • Reynsla í skilum uppgjörs til endurskoðanda er skilyrði. Umsóknum skal skilað fyrir 15. september 2022 með tölvupósti til idex@idex.is Lögfræðingur Umboðsmaður Alþingis mun á næstunni ráða í starf lögfræðings. Starfið felur einkum í sér athugun og grein- ingu á málum sem eru til meðferðar hjá umboðsmanni og samskipti þeim tengd. Í því felst m.a. að greina þarf lögfræðileg álita- efni og gera tillögur að niðurstöðu auk þess að inna af hendi önnur verkefni á skrifstofu umboðsmanns, s.s. ráðgjöf og leiðbeiningar til þeirra sem leita til embættisins. Leitað er að lögfræðingi með embættis- eða meistarapróf í greininni. Æskilegt er að viðkomandi hafi lagt sig eftir stjórnsýslurétti eða skyldum greinum í námi eða hafi starfsreynslu á því sviði. Gerð er krafa um gott vald á ritun texta á íslensku. Gerð er krafa um góða kunnáttu í ensku og kunnáttu í einu Norðurlandamáli. Um er að ræða krefjandi starf á sviði lög- fræði. Lögð er áhersla á að umsækjendur geti unnið sjálfstætt að greiningu og úr- lausn lögfræðilegra álitaefna, séu skipu- lagðir og hafi gott vald á aðferðafræði lögfræðinnar. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur til að bera frumkvæði, ríka þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. Áhugasamir sem uppfylla ofangreindar hæfniskröfur eru hvattir til að senda inn umsókn. Um starfskjör fer eftir kjara- samningi og nánara samkomulagi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil og önnur atriði skal senda á net- fangið postur@umbodsmadur.is eða á skrifstofu umboðsmanns Alþingis, Þórshamri, Templara- sundi 5, 101 Reykjavík, merkt: Starfsumsókn. Þess er óskað að í umsókn um starfið verði gerð grein fyrir þekkingu og reynslu umsækjanda í samræmi við framangreint og að staðfesting um nám fylgi. Umsóknarfrestur er til og með 26. september nk. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar hjá umboðsmanni Alþingis í síma 510 6700. Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.