Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022
✝
Björn Hauks-
son fæddist á
Húsavík 2. júlí
1949. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands 25.
ágúst 2022.
Foreldrar hans
voru Haukur Sig-
urjónsson og Fann-
ey Björnsdóttir
sem bæði eru látin.
Björn var elstur
þriggja bræðra, yngri eru Sig-
urjón, f. 1952, og Haukur, f.
1957.
Björn kvæntist hinn 21. sept-
Runólfsdóttur. Börn þeirra eru
Alexander Örn, Helga Maren
og Viktor Breki. 4) Sigurður
Örn, f. 1992.
Fyrir átti Björn Þorbjörgu, f.
1974. Sonur hennar er Arnór
Ingi Heiðarsson.
Að lokinni skólagöngu fékkst
hann við ýmis störf, svo sem
sjómennsku, þar til hann hóf
störf í Mjólkursamlagi Þingey-
inga. Árið 1984 flutti Björn
ásamt fjölskyldu til Hvera-
gerðis. Þar starfaði hann í
Hverabakaríi með Sigurjóni
bróður sínum og í Kjörís þar til
hann hætti störfum 67 ára að
aldri.
Útför Björns fer fram frá
Hveragerðiskirkju í dag, 8.
september 2022, klukkan 13.
ember 1974 Helgu
Svövu Bjarkadótt-
ur frá Hallbjarn-
arstöðum á Tjör-
nesi, f. 16. febrúar
1955. Börn þeirra
eru: 1) Fanney, f.
1974, í sambúð með
Magnúsi Bjarna-
syni. Börn þeirra
eru Viktoría Berg
og Björn Alex. 2)
Sigrún Björk, f.
1977, gift Ægi Hrafni Jónssyni.
Synir þeirra eru Gabríel Bjarki
og Óliver Fannar. 3) Kristján, f.
1985, í sambúð með Ásdísi Öldu
Björn Hauksson kom fyrst til
vinnu hjá okkur í Kjörís hinn 1.
maí 1990. Faðir minn heitinn réð
hann til starfa og hefur Björn
væntanlega gripið athygli hans
með sínum norðlenska framburði
og kjarnyrtu tungutaki. Faðir
minn tók gjarnan eftir fólki sem
tróð ekki almennar slóðir og
Björn var slíkur maður. Fjöl-
skylda Björns hafði flutt suður
frá Húsavík og Björn starfaði í
nokkur ár hjá bróður sínum í
Hverabakaríinu. Björn fór aftur í
bakaríið 1992 en starfaði síðan í
Kjörís sleitulaust frá 1996 þar til
hann lét af störfum 2016. Þrjú
börn Björns hafa einnig starfað í
Kjörís og fjölskylda hans þannig
bundist fyrirtækinu sterkum
böndum gegnum árin.
Björn vann við ýmis störf í
Kjörís og var ávallt traustur og
góður samstarfsfélagi. Hann
vann í ýmsu viðhaldi, framleiðslu
og seinustu árin sá hann um
framleiðslu á sósubrúsum. Við
framleiddum okkar sósubrúsa
sem voru blásnir úr plasti og var
Björn orðinn sérfróður á þeirri
framleiðsluvél enda leið að lok-
um þeirrar notkunar um það
leyti sem Björn hætti störfum.
Hann var íhugull og hafði sig
ekki í frammi á mannamótum en
þeim mun skemmtilegri var
hann í samveru þegar maður
náði honum á skrið um landsins
gagn og nauðsynjar. Hann hafði
skoðun á landsmálum og fór ekki
leynt með skoðanir sínar þar, var
í rauðari anga hins pólitíska lit-
rófs. Góðar voru heimsóknir til
Bjössa út í túbugerð þar sem
málefnin voru krufin og tókst
honum næstum að sveigja okkar
skoðanir í sína átt, en alls ekki
nóg að hans mati.
Björn var heimakær og ferða-
lög voru honum ekki að skapi.
Stundum gert grín að því að
hann færi aldrei út fyrir Hvera-
gerði, sem auðvitað voru ýkjur
sem hann sjálfur ýtti undir á
góðum stundum. Og sem hluti af
því sagði hann að til Húsavíkur
ætti hann ekkert erindi lengur.
Samt leyndi sér ekki aðdáun á
Norðurlandi og upprunanum
þegar hann talaði um norðlenska
hangikjötið, laufabrauðið og Mý-
vatnssveitina sem hann sagði fal-
legasta stað á Íslandi. Eftir situr
minning um góðan, traustan og
viðræðuskemmtilegan sam-
starfsmann sem Björn sannar-
lega var.
Við samstarfsfólkið í Kjörís
þökkum Birni vináttu og sam-
fylgd í mörg góð ár og vottum
Helgu, börnum og fjölskyldunni
allri okkar innilegustu samúð.
Valdimar
Hafsteinsson.
Björn Hauksson
✝
Unnur Svandís
Magnúsdóttir
fæddist í Reyjavík
22. september 1933.
Hún lést 15. ágúst
2022 á Landspít-
alanum í Reykjavík.
Foreldrar Unnar
voru Magnús
Brynjólfsson,
verkamaður í
Reykjavík, f. 26.
maí 1895 í Mið-
húsum í Biskupstungum, d. 31.
jan. 1971, og Margrét Ólafs-
dóttir, klæðskeri og húsmóðir, f.
1. des. 1900 í Söðulsholti á Snæ-
fellsnesi, d. 10. júní 1988.
Systkini Unnar voru: Ólafur
Ragnar, f. 15. ágúst 1924, d. 10.
ágúst 2018, Brynjólfur, f. 29.
okt. 1925, d. 18. maí 2011, Krist-
grunnskólakennari, börn þeirra
eru: Magnús Már, f. og d. 11. okt.
1979, Unnur Ylfa, f. 21. des.
1980, viðskiptafræðingur, maki
Þröstur Bergmann, f. 2. des.
1979, viðskiptafræðingur, börn
þeirra Andri Þór, f. 6. ágúst
2006, Tinna, f. 26. júlí 2009, og
Daníel Árni, f. 3. jan. 2013; Árni
Freyr, f. 25. júní 1992, sagnfræð-
ingur, maki Álfrún Perla
Baldursdóttir, f. 30. jan. 1992,
stjórnmálafræðingur, barn
þeirra Eydís Ylfa, f. 4. júlí 2020.
2) Hólmfríður, f. 3. okt. 1960,
flugfreyja, maki Þorgils Ingv-
arsson, f. 13. júlí 1960, raf-
eindavirki, börn þeirra eru:
Benedikt, f. 21. apríl 1993, tölv-
unarfræðingur, í sambúð með
Ragnheiði Silju Kristjánsdóttur,
sjúkraþjálfara, f. 8. júní 1997, og
Ásmundur Ingvar, f. 4. nóv.
1999, námsmaður.
Unnur ólst upp á Seljavegi í
Reykjavík. Hún lærði snyrti-
sérfræði hjá Jean De Grasse
1952 og fór í framhaldi af því til
Noregs í húsmæðraskóla. Unnur
lauk námi í tækniteiknun 1970,
starfaði hjá Verkfræðistofunni
Hönnun en lengst af hjá (Raf-
magnsveitu Reykjavíkur) Orku-
veitunni.
Unnur var mikill fagurkeri og
handverkskona. Hún saumaði,
málaði og prjónaði ógrynnin öll
af fallegum peysum sem hún
hannaði sjálf og gaf vinum og
vandamönnum. Hún hafði sér-
staka ánægju af garðrækt og
ræktaði fallegan garð við heim-
ili þeirra hjóna.
Unnur var ein af stofnendum
Soroptimistaklúbbs Árbæjar og
tók virkan þátt í starfsemi
klúbbsins eins lengi og heilsan
leyfði.
Árið 1967 fluttu þau hjónin á
Háaleitisbraut og seinna í
Melbæ 7 þar sem Unnur bjó til
æviloka.
Útförin fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag, 8. september
2022, klukkan 13.
Streymt verður frá útförinni
á: https://youtu.be/V113NURdzpE
https://www.mbl.is/andlat
rún, f. 14. des. 1926,
Erna Bjargey, f. 6.
mars 1932, d. 26.
jan. 2011, og Sigrún
Magnhildur, f. 7.
febrúar 1942.
Unnur giftist
Benedikt Bogasyni
verkfræðingi og al-
þingismanni 17.
ágúst 1957, f. 17.
sept. 1933, d. 30.
júní 1989. For-
eldrar hans voru Bogi Eggerts-
son, f. 25. nóv. 1906, d. 22. júlí
1987, og Hólmfríður Guðmunds-
dóttir, f. 31. des. 1906, d. 27.
mars 1972.
Börn þeirra eru: 1) Magnús
Grétar, f. 15. jan. 1958, löggiltur
endurskoðandi, maki Birgitta
Thorsteinson, f. 25. ágúst 1957,
Elsku amma. Mér finnst ég
heppin að hafa átt gott og kær-
leiksríkt samband við ykkur afa.
Ég á margar góðar minningar
úr æsku úr Melbænum. Þar
lærði ég að hjóla, við spiluðum
mikið, bökuðum piparkökur fyr-
ir jólin, tókum slátur á haustin,
steiktum kleinur og þú kenndir
mér að prjóna og leyfðir mér að
prjóna með þér peysurnar sem
þú varst sjálf að gera. Það var
keyptur svefnsófi fyrir mig en
auðvitað vildi ég miklu frekar
sofa í ykkar afa rúmi. Ég man
aldrei eftir að þú hafir sagt nei
við mig eða skammað mig en
einu sinni fann ég að ég fór að-
eins yfir strikið þegar ég gisti
hjá ykkur eitt laugardagskvöldið
og fékk að sjálfsögðu að velja
kvöldmatinn. Ég valdi pylsur úr
Skalla. Þér fannst það í góðu
lagi en ég man að afa fannst
þetta ekki merkilegur matur á
laugardagskvöldi. Þú minnkaðir
við þig vinnu svo þú gætir eytt
meiri tíma með mér og tókst að
þér að skutla mér í píanótíma
einn eða tvo vetur.
Ég trúi því ekki að þetta hafi
verið í síðasta skipti sem ég hitti
þig, tveimur dögum áður en þú
kvaddir þetta líf. Þú með þitt
fallega bros, sem tók svo hlýlega
á móti mér þegar þú sást mig
koma til þín. Ég sagði þér frá
ferðalögum fjölskyldunnar í
sumar. Við skoðuðum saman
myndir og þú horfðir á mynd-
bönd af krökkunum mínum
hoppa í sjóinn og að njóta lífsins
í fríinu. Það var vel við hæfi að
ég hafi komið með ís handa þér
því okkur þótti báðum gamli ís-
inn svo góður. Við áttum margar
góðar stundir saman og það var
alltaf svo gaman að spjalla við
þig. Við ræddum um gömlu tím-
ana þegar þú varst ung og árin í
Rafmagnsveitunni og núna er ég
farin að vinna hjá sama fyrir-
tæki.
Það er ótrúlegt hvað lífið er
oft skrýtið, kollurinn á þér var
alveg í lagi en líkaminn gat ekki
meira og gaf sig. Ég trúi því að
það séu fagnaðarfundir hjá ykk-
ur afa og þið loks sameinuð á
ný.
Elsku amma, takk fyrir allar
dýrmætu og góðu stundirnar
sem við áttum saman. Þær hafa
svo sannarlega gert mig að betri
manneskju og þú munt alltaf
eiga stað í hjarta mínu.
Unnur Ylfa
Magnúsdóttir.
Okkur langar að minnast í ör-
fáum orðum Unnar vinkonu
okkar til margra ára sem hefur
kvatt eftir langa og viðburðaríka
ævi.
Við kynntumst á unglings-
aldri þegar við unnum sumar-
langt hjá Hraðfrystistöðinni við
fiskverkun. Þrátt fyrir að vera
allar úr gamla Vesturbænum í
Reykjavík og úr sama grunn-
skóla, Miðbæjarskólanum,
þekktumst við ekkert áður. Sú
góða vinátta sem skapaðist
þetta sumar á milli okkar
þriggja varði ævilangt og aldrei
bar skugga á hana.
Þegar við kynntumst bjó
Unnur með fjölskyldu sinni á
Seljaveginum. Þangað var gam-
an að koma. Foreldrar hennar,
þau Margrét og Magnús, tóku
alltaf vel á móti okkur. Minn-
isstæðar eru gómsætar hjóna-
bandssælur sem Margrét bakaði
og við fengum að gæða okkur á.
Æskuárin liðu og við giftumst
og eignuðumst börn. En áfram
hittumst við reglulega og áttum
góðar stundir saman. Unnur var
einstaklega smekkleg og glæsi-
leg hvert sem hún fór. Þá var
hún glaðvær og umhyggjusöm.
Hún var fáguð heimskona sem
hafði búið í útlöndum en hún var
alla tíð dugleg að ferðast. Hún
bjó t.d. í Noregi þegar hún var í
húsmæðraskóla og seinna bjó
hún í Finnlandi með Benedikt
eiginmanni sínum þar sem hann
nam verkfræði. Fráfall Bene-
dikts, þegar þau voru á miðjum
aldri, var Unni þungbært. Hún
hélt þó sínu striki. Hún vann
sem tækniteiknari hjá Raf-
magnsveitunni, átti þar góða
kunningja og hafði áfram gaman
af því að ferðast.
Við söknum okkar góðu vin-
konu og þökkum henni sam-
fylgdina. Á kveðjustund sendum
við ástvinum hennar innilegar
samúðarkveðjur.
Katrín og Gróa.
Unnur S.
Magnúsdóttir
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
Elsku hjartans eiginkona mín, mamma
okkar, tengdamamma og amma,
ESTHER HALLDÓRSDÓTTIR,
Bakkastöðum 161, Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á krabbameins-
deild Landspítalans við Hringbraut
fimmtudaginn 18. ágúst. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 14. september klukkan 15. Sérstakar þakkir
færum við starfsfólki blóðlækningadeildar 11-EG við Hringbraut
fyrir hlýhug og góða umönnun.
Reynir Haraldsson
Halldóra Ósk Reynisdóttir Nazar Byelinskyy
Sebastían Blær Nazarsson
Hörður Luis F. Reynisson Sara Lea Arnarsdóttir
Aron Manuel Harðarson
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
AÐALBJÖRG J. HÓLMSTEINSDÓTTIR
hússtjórnarkennari,
Háaleitisbraut 26,
lést á Skjóli mánudaginn 29. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Raufarhafnarkirkju
laugardaginn 10. september klukkan 14.
Sérstakar þakkir færum við þeim, sem önnuðust hana síðustu
ár hennar, fyrir hlýhug og góða umönnun.
Arndís S. Hólmsteinsdóttir Karl Jónsson
Gunnar Þór Hólmsteinsson
Baldur Hólmsteinsson Sigrún Guðnadóttir
Edda Kjartansdóttir
systkinabörn og aðrir aðstandendur
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGRÍÐUR Þ. KOLBEINS,
Boðaþingi 10,
sem lést á Landspítalanum föstudaginn
2. september, verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju mánudaginn 12. september klukkan 11.
Streymt verður frá útförinni á: https://youtu.be/4Et2uSW7oww
og einnig má nálgast hlekk á streymi á mbl.is/andlat
Gunnar Ágústsson
Ásgrímur I. Friðriksson Patti Fridriksson
María Þórunn Friðriksdóttir
Þórdís D. Gunnarsdóttir Jóhann S. Guðmundsson
Berglind Gunnarsdóttir Eggert S. Kaldalóns Jónsson
barnabörn og langömmubörn
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug
vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
GUÐMUNDAR EGGERTSSONAR
vélstjóra,
Stamphólsvegi 3, Grindavík,
sem lést 11. ágúst.
Útförin fór fram fimmtudaginn 18. ágúst.
Margrét Guðmundsdóttir
Jóhann Guðmundsson Soffía Kristjánsdóttir
Guðrún S. Guðmundsdóttir
Steinunn A. Guðmundsdóttir Jón Grétar Guðgeirsson
Eggert Guðmundsson Viktorie Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær, elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma, langalangamma og
systir,
KRISTÍN ERLA BJARNADÓTTIR,
amma góð
lést á Landspítalanum föstudaginn
2. september. Útförin fer fram frá
Guðríðarkirkju þriðjudaginn 13. september klukkan 13.
Jóna Björg Hannesdóttir Einar Beinteinsson
Valgerður Guðný Hannesdóttir
Guðni Hannesson Sigurbára Óskarsdóttir
Erla Hanna Hannesdóttir Þorbergur Skagfjörð Ólafsson
barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn
og systkini